Undanþágur Íslands verði endurnýjaðar

Loftlagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefst í Kaupmannahöfn á morgun og búast flestir við, að árangur verði ekki mikill, a.m.k. muni ekki veða skrifað undir nýjan loftlagssamning.

Íslendingar fengu  þá undanþágu frá Kyoto bókuninni, að þurfa ekki að draga jafn mikið úr losun kolvetnis og annarra efna, en flestar aðrar þjóðir, vegna þess hve lítið þeir losa af slíkum efnum út í andrúmsloftið og eiga því í miklum erfiðleikum með að draga mikið úr.

Nú ríður á að fulltrúar Íslands á loftslagsráðstefnunni berjist af krafti fyrir áframhaldandi undanþágu fyrir Ísland, enda þarf á næstu árum að reisa nokkur stóriðjufyrirtæki á landinu, til þess að koma Íslandi, fyrr út úr kreppunni en annars væri mögulegt.

Því miður er líklegast að ríkisstjórnarnefnar bregðist í þessu máli, eins og flestum öðrum, ekki síst vegna þess að Vinstri grænir fara með þennan málaflokk og þeir eru frægir fyrir lítið sem ekkert vit á þörfum þjóðarinnar í atvinnumálum.

Skattaóð stjórn, eins og sú sem nú situr hefur þvert á móti þá stefnu að bæta svo brjálæðislegum sköttum á atvinnulífið, ekki síst stóriðjuna, að hún mun líklegast hafa það af, að drepa niður alla atvinnustarfsemi á undra stuttum tíma.

Eina von þjóðarinnar er að losna sem fyrst undan þessari skattabrjálæðu stjórnarnefnu.


mbl.is Styttist í loftslagsráðstefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Enga frekari stóriðju. Burt með þetta óhagkvæma og mengandi rugl sem einokar alla orku í landinu. Brjáliðjustefnan miðar að því að koma þessari endurnýjanlegu auðlind í vasa erlendra stórfyrirtækja gegn mjög litlum ávinningi fyrir Íslendinga og því sem næst óafturkræfs afsals á auðlindinni. Hún er hluti landráðabylgjunnar sem nú gengur yfir, er óprúttnir einstaklingar sjá sér leik á borði til að sölsa undir sig auðlindina.

Rúnar Þór Þórarinsson, 6.12.2009 kl. 19:23

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er dæmigert VG viðhorf og jafnvel í ofstækisfyllri kantinum.  Stóriðjan hefur skapað gífurlegan ávining fyrir þjóðarbúið, að ekki sé talað um gjaldeyrinn, sem hún hefur flutt inn í landið.

Gjaldeyrir er nefninlega það sem þjóðarbúið þarf núna, þó enginn virðist hafa látið sér detta í hug, á undanförnum árum, að það þyrfti að endurgreiða öll erlendu láini, bæði lán fyirirtækjann og húsnæðis- og bílalán almennings.

Það hefur nú sést að undanförnu, að Íslendingar eru jafn óprúttnir og útlendingar.

Það hefur sýnt sig, að það eru ekkert sérstaklega óprúttnir aðilar, sem hafa rekið stóriðjufyrirtæki hérlendis undanfarin ár og sumir í tæklega hálfa öld.

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2009 kl. 19:45

3 identicon

Því hefur verið varpað fram eins og heilögum sannleika að eina leiðin út úr kreppunni sé aukin stóriðja með tilkomu erlenda fyrirtækja. Rökstuðningurinn er sá að stóriðja með erlendri aðkomu skapi gríðarlegan ávinning fyrir þjóðarbúið með aðkomu erlends gjaldeyriss.

Hins vegar hef ég ekki séð nein gögn sem styðja þennan rökstuðning. Erlend stóriðja hefur verið í landinu í þónokkurn tíma og nú hefur verið kreppuástand í meira en ár og þar af leiðandi hlýtur að vera hægt að safna gögnum sem styðja þessi rök með óyggjandi hætti, þ.e. ef rökin eru sönn.

En allavega þangað til að ég sé gögn sem styðja þessi rök, þá leyfi ég náttúrunni að njóta vafans. Auk þess er ég nokkuð sannfærður um að langtímatap af viðvarandi náttúruraski nái ekki að dekka langtímagróða af auknum stóriðjuframkvæmdum erlendra aðilla (þó vill ég benda á að þessi trú mín er byggð á anekdótum en ekki gögnum öfluðum með vísindalegum hætti).

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 19:58

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Segir það ekki heilmikla sögu, að ál er í öðru sæti yfir útflutningsvörur Íslendinga, næst á eftir sjávarafurðum?

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2009 kl. 20:13

5 identicon

Í dag fór ég í smá hjólreiðatúr um bæinn. Sólin skein  og það glitraði í teinanna á ál- fáknum er ég brunaði eftir Ægissíðunni. Við flugstöðina  stóðu ál fuglarnir í röð. Er ég kom í Öskjuhlíðina ákvað ég að á og tók nestið mitt upp úr töskunni sem var túnfisksamloka vafin í ál pappír til að tryggja ferskleikann. Áfram hélt ég og er ég fór yfir mislægu gatnamótin við Borgarspítalann. Þar mætti ég heilum skara af gamlingjum með ál göngustafi. Þeir voru aðeins að þvælast fyrir mér en það var allt í lagi. Síðan lá leiðin í gegnum laugardalinn þar sem að ein kasólétt kona ýtti léttum ál barnavagninum á undan sér. Við Laugardalsvöllinn stoppaði ég við merkta gangbraut þar sem að Glansandi ál Range Rover kom aðvífandi. Bílstjórinn var ungur vel snyrtur og vatnsgreiddur. Hann gaf í er hann sá mig og horfði á mig með fyrirlitningu er hann svínaði yfir gangbrautina. Ég hugsaði honum þegjandi þörfina. Næstur á eftir honum kom lítill gamall og ryðgaður járn bíll, held þó að hann hafi verið á ál felgum. Sú átti ekkert í vandræðum með að stoppa fyrir mér og hleypa mér yfir. Sennilega voru bremsurnar á ál fáknum eitthvað bilaðar.  Er ég kom heim hitaði ég vatn í ál hraðsuðu katlinum og fékk mér Te.

Ál kveðjur.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 22:24

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Frábær álsaga.

Axel Jóhann Axelsson, 6.12.2009 kl. 22:28

7 identicon

Það heitir víst koldíoxíð, ekki kolvetni... Losun frá álverum munu falla undir kvótamarkað EES frá og með 2013, þannig að undanþága fyrir álverin á tæpast lengur við. Það þarf að finna einhverja aðra lausn, og þá í samvinnu við ESB.

Íslendingar geta að sjálfsögðu lagt sitt af mörkum til að takast á við loftslagsvandann. Tímabilið 1990-2007 jókst t.d. losun gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum um 80%. Við - með okkar endurnýjanlegu orku - ættum frekar að hafa meiri möguleika, ekki minni, en margar aðrar þjóðir að draga úr losun. 

Auður (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 00:04

8 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hvað hefurðu á móti fjölbreyttari orkufrekum rekstri? Lítil fyrirhyggja í að leggja öll eggin í eina körfu, sem er líka svona umdeild. Merkilegt að vilja leyfa orkufyrirtækjum hér að okra á landanum og öðrum iðnaði, s.s. garðyrkju, ganga bókstaflega á eftir þessu liði eins. Heilaþveginn eins og trúmaður.

Vek athygli á að frekar augljóst er og margumrætt að þenslan vegna Kárahnjúkavirkjunar og Álversins á Reyðarfirði  dýpkaði hrunið hér, spillinguna og siðhrörnunina mikið. Þetta er eftirsóknarvert og gott hjá fólki sem vill okkur vel en gerir okkur öllum illt og lokar svo augunum fyrir öllu saman. Lætur minkinn gæta hænsnabúsins án tiltals. Ég hefði bókstaflega gaman af að sjá þig reyna að afneita þessu og sýna fram á hvernig þenslan og botnlaust tapið á Kárahnjúkavirkjun er "bara smá misskilningur".

Góð álsaga annars þarna. Viltu ekki segja sögu líka úr fjáraustri banka og fjárfestingafyrirtækja eða um siðleysi stjórnvalda úr gróðærinu fyrir hrun til að sýna hvað það er allt gott? Eða hefur það kannski þetta módel ekkert með banka og stjórnmál að gera eins og þau ætti að stunda? Já ætli ekki.

Rúnar Þór Þórarinsson, 9.12.2009 kl. 08:35

9 identicon

Ég myndi gjarnan vilja segja þér sögu úr fjáraustri banka,  niðurfellingu kúlulána til bankamanna en ég er ekki nógu vel að mér í þeim málum og læt aðra kunnugri sjá um það.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband