Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Gleðitíðindi með fyrirvara um Álfheiði

Loksins koma jákvæðar fréttir um væntanlegar framkvæmdir, sem gætu skapað allt að 400 störf í byggingariðnaði, en hann hefur orðið hvað verst úti í kreppunni.  Þetta eru störf við byggingu einkasjúkrahússins og hótelsins, sem PrimaCare hyggst reisa í Mosfellsbæ.

Ríkisstjórnin hefur reynt að drepa niður allar tilraunir til að koma verklegum framkvæmdum í gang, t.d. einkarekinni heilbrigðisþjónustu í Reykjanesbæ, framkvæmdum við orkuöflun og byggingu álvers í Helguvík, orkuöflun og byggingu stóriðju á Bakka við Húsavík, minnkað fiskveiðikvóta o.fl. 

Í stað þess að koma í gang mörgum smáum verkum á vegum ríkisins, t.d. fasteignaviðhaldi, eru allar framkvæmdir slegnar út af borðinu, en talað um að fara í stórframkvæmdir, sem ekki verða tilbúnar fyrr en eftir eitt til tvö ár.  Stjórnin virðist helst af öllu dýpka kreppuna sem mest og lengja hana eins og nokkur kostur er, ekki síst með boðuðu fjárlagafrumvarpi, þar sem á að skattleggja allt í drep.

Fréttin um framkvæmdirnar við einkasjúkrahúsið í Mosfellsbæ er mikil gleðifrétt, en þó með fyrirvara um Álfheiði Ingadóttur, heilbrigðisráðherra og byltingarforingja.


mbl.is Um 300 til 400 ný störf hjá Ístaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú kemur Álfheiður til skjalanna

Viljayfirlýsing um byggingu einkasjúkrahúss PrimaCare í Mosfellsbæ verður undirrituð síðar í dag og er gert ráð fyrir að hægt verði að taka á móti fyrstu sjúklingunum árið 2011 eða 2012.  Einnig er fyrirhugað að byggja hótel, til að hýsa aðstandendur sjúklinganna, sem sækja munu í hnjá- og mjaðmaliðaaðgerðir.

Reiknað er með að þessi starfsemi muni skapa upp undir 1.000 framtíðarstörf, auk þess sem byggingaframkvæmdirnar muni skapa fjölda starfa á næstu tveim árum.  Að þessum áætlunum standa traustir íslenskir og erlendir aðilar og mun þetta framtak verða mikil lyftistöng fyrir heilbrigðisþjónustu í landinu, á sama tíma og verið er að draga saman í opinbera heilbrigðisgeiranum.

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gerði allt sem hann gat til þess að flækjast fyrir svipuðum áformum á Suðurnesjum, en vonandi verða framkvæmdaaðilar þar þrautseigari en svo, að þeir láti tréhestana í ríkisstjórn eyðileggja áformin.

Nú er rauðasti kommúnisti, sem hugsast getur, komin í heilbrigðisráðuneytið og hafi Ögmundur verið tregur í taumi, mun Álfheiður Ingadóttir verða algerlega þversum.  Nú fyrst munu þeir sem huga á einkaframtak í heilbrigðisgeiranum fá verulega mótspyrnu úr ráðuneytinu.

Það er í takt við aðrar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu og aðrar gerðir hennar til að dýpka og framlengja kreppuna.


mbl.is Einkasjúkrahús í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

There will be piece in our time

Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, er farinn til Tyrklands og ætlar þar að hitta húsbændur sína, þrælapískarana frá Bretlandi og Hollandi og mun þar ganga að nauðungarskilmálum þeirra vegna ríkisábyrgðarinnar á Icesave skuldum Landsbankans, sem íslenska þjóðin á ekki að vera ábyrg fyrir, samkvæmt tilskipun ESB og íslenskum lögum.

Chamberlain kom af fundi Hitlers og veifaði friðarsamningum milli Bretlands og Þýskalands og lét þá þessi fleygu orð falla:  "There will be piece in our time".  Skömmu síðar skall síðari heimstyrjöldin á og enginn friður varð á okkar tímum og Evrópa ekki ennþá orðin söm, sextíuogfimm árum síðar.

Ríkisstjórn Íslands er búin að samþykkja breytingar á ríkisábyrgðinni í þágu Breta og Hollendinga, en í anda opinnar og gagnsærrar stjórnsýslu, er því haldið algerlega leyndu fyrir almenningi, en var kynnt stjórnarandstöðunni í morgun, rétt áður en Steingrímur J. stökk upp í flugvélina til Tyrklands.

Hann mun svo koma heim eftir viku, sigri hrósandi, veifandi samningi við þrælahaldarana og segja:  "Það mun ríkja friður á okkar tíma".


mbl.is Steingrímur til Tyrklands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi Jón Ásgeir

Jón Ásgeir Jóhannesson, raðskuldari, er afar ósáttur við Helga Felixsson, höfund myndarinnar Guð blessi Ísland, vegna þess að hann hafi tekið einhver myndskeið af Jóni Ásgeiri, áður en hann kom sér í "karakter", eins og leikararnir segja.

Það er náttúrlega ekki heiðarlegt af Helga, að taka viðtöl við fólk, sem er ekki að tala, eða er að tala um allt annað en það myndi tala um, ef það væri búið að undirbúa hlutverkið og læra textann sinn.  Þess vegna er skiljanlegt að Jóni Ásgeiri mislíki svona vinnubrögð, því góður leikari tekur hlutverk sitt alvarlega og passar að kunna textann sinn utanbókar.

Verst af öllu fyrir Jón Ásgeir, er að hafa ekki fengið að ráða klippingu myndarinnar og allri framsetningu, því hann er vanur að fá að ráða og hans eigin fjölmiðlar vanir að gegna góðlátlegum ábendingum hans um það sem betur má fara í þeirra umföllun hverju sinni.  Sérstaklega ef það snertir raðskuldarann sjálfan á einhvern hátt.

Nú eru erfiðið tímar fyrir raðskuldara, eins og aðra.

Því er við hæfi að óska öllum blessunar, ekki síst raðskuldaranum Jóni Ásgeiri, sem og öðrum raðskuldurum, honum tengdum sem ótengdum.


mbl.is Ósáttur við höfund Guð blessi Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattabrjáluð ríkisstjórn

Spurst hafði, að leggja ætti á nýja skatta á næst ári að upphæð þrjátíumilljaða króna og þótti flestum meira en nóg um.

Nú kemur fjárlagafrumvarðið fram og þá blasir þetta við:  "Gert er ráð fyrir að skera niður útgjöld um 43 milljarða og afla nýrra tekna með skattahækkunum upp á 61 milljarð."  Þetta á að gera með hækkun óbeinna skatta og sköttum á einstaklinga og fyrirtæki.  Allir skattar, sem lagðir eru á fyrirtækin, enda úti í verðlaginu og eru greiddir af neytendum og þar að auki hækkar vísitalan og öll lán hækka í samræmi við það.

Þetta jafngildir því, að hvert mannsbarn á Íslandi, frá fæðingu og uppúr, þarf að greiða hátt í 200.000 krónum hærri skatta á árinu 2010, en gert var á þessu ári.  Sem sagt, hver fjögurra manna fjölskylda þarf að taka á sig skattahækkun uppá 800.000 þúsund krónur á næsta ári.

Þetta er gjörsamlega veruleikafirrt og skattabrjáluð ríkisstjórn.

Það verður væntanlega bloggað meira um þetta síðar, þegar mesta sjokkið verður liðið hjá. 


mbl.is Reikna með 87 milljarða halla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Horfa til Alþingis og sjá einungis ESB

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, setti þingið í dag og hélt tölu yfir þingmönnum, eins og venjur og siðir standa til.  Reikna hefði mátt með, að forseti þingsins færi yfir þau mál, sem brýnust eru fyrir þjóð og þing á þessum krepputímum, t.d. endurreisn atvinnulífsins, baráttuna við atvinnuleysið, skuldavanda heimila og fyrirtækja, niðurskurð ríkisútgjalda, fyrirhugaða skattpíningu almennings o.s.frv. 

Ekki fór þingforsetinn neitt yfir þessi brýnu mál, heldur eyddi hún ræðutíma sínum til að útskýra fyrir þinmönnum, hvað þeir yrðu uppteknir næsta ár og jafnvel þarnæsta, í ferðalögum þvers og kruss um Evrópu, á sífellum fundum með þing- og embættismönnum ESB landa, vegna umsóknar Íslands að stórríkinu.  Í fréttinni er þetta eftir henni haft:  ""Það kemur t.d. í hlut Alþingis að sinna samskiptum við Evrópuþingið, bæði við forustu þess og nefndir svo og þingflokkana á Evrópuþinginu sem eru mikilvægir valdahópar innan þingsins. Þá verður það Alþingis að sinna tengslum við þjóðþing einstakra ríkja Evrópusambandsins í þessu ferli. Afstaða Evrópuþingsins og þjóðþinganna mun ráða miklu um endanlega lyktir málsins af hálfu Evrópusambandsins. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að taka endanlega ákvörðun um það hvort til aðildar komi," sagði Ásta Ragnheiður."

Það verður ekki komið miklu í verk í vandamálunum innanlands, á meðan þingið og allt stjórnkerfið verður upptekið við að eyða milljörðum í þetta ferli.

Frosti Sigurjónsson sagði í viðtali við Viðskiptablaðið, að þetta væri dýrasta bjölluat sögunnar.

Meirihluti þjóðarinnar eru engin hrekkjusvín og hafa algerlega hafnað því, að taka þátt í þessu bjölluati og mun hafna þessum prakkaraskap í þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Landsmenn horfa til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendir endurskoðendur endurskoða íslenska endurskoðendur

Sérstakur saksóknari sendi sveit manna til leitar og handlagningar skjala og rafrænna upplýsinga varðandi bankahrunið hjá tveimur af stærstu endurskoðunarfyrirtækjum landsins, PricewaterhouseCoopers og KPMG.  Bæði bankar og fyrirtækjakóngulóanet útrásarmógúla höfðu her lögfræðinga og endurskoðenda á sínum snærum, til þess að láta viðskipti sín líta út fyrir að vera samkvæmt öllum lögum og reglugerðum.

Því kemur ekki á óvart að húsleitir séu gerðar hjá lögfræði- og endurskoðunarskrifstofum í leit að gögnum varðandi þessi mál og hugsanlegt verður að telja, að fækkað gæti í stéttum lögmanna og endurskoðenda, að rannsókn lokinni.  Í fréttinni segir:  "Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara liggur m.a. athugun fransks endurskoðanda á ársreikningum bankanna til grundvallar húsleitunum og til rannsóknar sé m.a. grunur um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga, brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti og loks brot gegn hlutafélagalögum." 

Þarna er greinilega um ákaflega umfangsmikla rannsókn að ræða, sem vafalaust mun taka langan tíma, en fram kemur að:  "Auk starfsmanna embættisins tóku þátt í húsleitunum lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þ.á m. sérfræðingar í haldlagningu og meðferð rafrænna gagna og sex erlendir sérfræðingar á sviði endurskoðunar."

Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim ákærum sem lagðar verða fram gegn lögfræðingum og endurskoðendum þessara fyrirtækja.

Ekki síður vörninni, sem háð verður af lögfræðingum og endurskoðendum.


mbl.is Grunur um fjölda brota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóhanna hafnar greiðsluskyldu í fyrsta sinn

Fram að þessu hafa Jóhanna, feluforsætisráðherra, og Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, haldið því statt og stöðugt fram, að Íslendingum bæri að greiða Icesave"skuld" þjóðarinnar til bresku og hollensku þrælahöfðingjanna og ef Íslendingar vildu vera þjóð meðal þjóða, yrðu þeir "að standa við skuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi".  Þetta er akkúrat málflutningur þrælapískaranna og fyrir þeim málstað hafa þau skötuhjú barist hart, allt þar til nú.

Núna segir Jóhanna:  "Er sanngirni í því að íslenska þjóðin taki á sig 300 milljarða vegna Icesave, 400 milljarða, eða 700 milljarða? Svar mitt er að það er ekki sanngirni í því að íslenska þjóðin taki á sig eina einustu krónu af þessu." 

Jafn hrædd við þrælasvipuna og áður, bætir hún þessu við:  "En við viljum vera í samfélagi þjóðanna. Við stöndum frammi fyrir því að við viljum ekki einangrast. Við stöndum frammi fyrir því að þegar þetta mál kom upp í haust þá stóðum við alein, alein meðal þjóðanna. Ekki einu sinni Norðurlandaþjóðirnar vildu standa með okkur um að okkur bæri ekki að greiða þessar skuldir. Það er hinn kaldi veruleiki.  Regluverkið sem var stuðst við var gallað og við erum fórnarlömb þess hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Jóhönnu og Steingrími J. hefði verið nær að tala máli sinnar eigin þjóðar áður, en reyna ekki að réttlæta óþverralegasta þrælasamning, sem gerður hefur verið í Íslandssögunni.

 


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lilja vitkast við svipuhöggin

Lilja Mósesdóttir var stuðningmaður þess að Ísland gengi í ESB og greiddi atkvæði með umsókn að því skaðræðisbandalagi.  Hún hefur líklega ekki haft mikil samskipti við fulltúra frá þessum löndum, en hún komst í kynni við nokkra slíka í vikunni og skipti þá snarlega um skoðun á ESB.

Lilja og fleiri íslenskir þingmenn hittu kollega sína frá Bretlandi og Hollandi og reyndu að útskýra fyrir þeim málstað Íslands í Icesave málinu og samkvæmt prótokollinu þóttust fulltrúar þrælahaldaranna hafa skilning á málstað Íslands, en sögðu svo hreint út, að ef íslenskir skattgreiðendur væru með eitthvert múður út af þrældómnum, sem hann hefur verið hnepptur í fyrir Breta og Hollegndinga, þá yrði séð um að Ísland kæmist aldrei inn í ESB.

Með orðum Lilju, hljóðuðu hótanirnar svona:  "Það kom mér mjög á óvart. Ég spurði hvort þeir væru að tengja saman Icesave og ESB-umsókn okkar? Já, svöruðu þeir. Þið verðið að átta ykkur á því að ef þið verðið ekki búin að ganga frá Icesave, þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina,“ segir Lilja.

Hún segist sjálf hafa verið hlynnt því að skoða aðildarsamning að ESB, „en eftir þessa hótun breska þingmanns Verkamannaflokksins varð ég afhuga aðild að Evrópusambandinu“.

Þetta hefur reyndar verið vitað í langan tíma, þó sumir verði að fá þetta beint á bakið með svipuhöggum þrælahöfðingjanna.


mbl.is „Þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherrann sem stjórnaði byltingunni

Álfheiði Ingadóttur, nýjum heilbrigðisráðherra, er óskað velfarnaðar í starfi, en hins vegar er ekki hægt að óska þjóðinni til hamingju með þennan einstakling í ráðherrastóli, því Álfheiður er hreinræktaður kommúnisti af gamla skólanum, sem hún fer hreint ekki leynt með sjálf, og hún var ein af þeim sem stjórnuðu ofbeldisseggjum búsáhaldabyltingarinnar bak við tjöldin, en þó ekki með meiri leynd en svo, að hún sendi þeim bendingar úr gluggum Alþingishússins um hvar best væri að gera atlögu að húsinu hverju sinni.  Einnig réðst hún sjálf á lögreglumenn, sem unnu skyldustörf sín af kostgæfni í kjallara Alþingishússins.

Slíkri manneskju er ekki hægt að fagna þegar hún er sett til æðsta embættis innan heilbrigðiskerfisins.  Stólinn hlýtur hún að hafa keypt með loforði um að styðja ríkisstjórnina við eitt lögbrotið enn, þ.e. að ganga gegn lögum Íslands með því að semja upp á nýtt um ríkisábyrgðirnar á Icesave skuldum Landsbankans.

Í fyrstu grein lagann um ríkisábyrgðina segir að fyrirvararnir skuli kynntir fyrir Bretum og Hollendingum og ríkisábyrgðin muni taka gildi, þegar þeir hafi samþykkt þá.  Hvergi í lögunum er ríkisstjórninni gefið umboð til að endursemja um fyrirvarana, en það er einmitt sú lögleysa, sem hrakti Ögmund úr embætti og með stuðningi við þetta lögbrot er Álfheiður að taka við.

Ríkisstjórn, sem brýtur lög frá Alþingi, á sér ekki langa framtíð.

 


mbl.is Álfheiður verður ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband