Guð blessi Jón Ásgeir

Jón Ásgeir Jóhannesson, raðskuldari, er afar ósáttur við Helga Felixsson, höfund myndarinnar Guð blessi Ísland, vegna þess að hann hafi tekið einhver myndskeið af Jóni Ásgeiri, áður en hann kom sér í "karakter", eins og leikararnir segja.

Það er náttúrlega ekki heiðarlegt af Helga, að taka viðtöl við fólk, sem er ekki að tala, eða er að tala um allt annað en það myndi tala um, ef það væri búið að undirbúa hlutverkið og læra textann sinn.  Þess vegna er skiljanlegt að Jóni Ásgeiri mislíki svona vinnubrögð, því góður leikari tekur hlutverk sitt alvarlega og passar að kunna textann sinn utanbókar.

Verst af öllu fyrir Jón Ásgeir, er að hafa ekki fengið að ráða klippingu myndarinnar og allri framsetningu, því hann er vanur að fá að ráða og hans eigin fjölmiðlar vanir að gegna góðlátlegum ábendingum hans um það sem betur má fara í þeirra umföllun hverju sinni.  Sérstaklega ef það snertir raðskuldarann sjálfan á einhvern hátt.

Nú eru erfiðið tímar fyrir raðskuldara, eins og aðra.

Því er við hæfi að óska öllum blessunar, ekki síst raðskuldaranum Jóni Ásgeiri, sem og öðrum raðskuldurum, honum tengdum sem ótengdum.


mbl.is Ósáttur við höfund Guð blessi Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Satt segir thú Axel thegar thú skrifar: "Nú eru erfiðið tímar fyrir raðskuldara, eins og aðra."

Fréttir hafa borist af vanda fólks sem hefur stór lán hvílandi á fasteignum sínum.  Nú thegar svo margir eru blankir á sama tíma sem frambod á fasteignum er svo mikid vegna mikillar sölutregdu, hvers vegna hefur verd fasteigna ekki laekkad meira en raun ber vitni?

Gorri (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 08:55

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er sennilega vegna þess að fáir vilja selja á þeim verðum, sem í boði eru.  Einnig eru margir sem geta ekki selt, vegna þess að fasteignir þeirra eru yfirverðsettar og eigendur neyðast til að þreyja þorrann og góuna og vonast eftir betri tíð.

Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2009 kl. 09:26

3 identicon

Án þess að ætla að verja kvikmyndagerðarmanninn eða vinnubrögðin eða hafað séð myndina, en hvað í ósköpunum hefur Jón Ásgeir að fela sem er svona hættulegt honum eða áhorfendum myndarinnar?

 Snýst þetta fjaðarafok hans um að "off record" gerir hann grein fyrir að allt sem hann segir í myndinni er í stíl við annað sem kemur gjarnan frá Baugslygaveitunni?  Marklausar lygar og sögufalsanir?

En þetta er það besta sem gat komið fyrir kvikmyndagerðarmanninn, til að auglýsa myndina.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 11:46

4 identicon

En svo má spyrja, hvar standa þessi vinnubrögð á siðferðisskalanum miðað við birtingu á stolnum einkapóstum Jónínu Ben? 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband