Horfa til Alþingis og sjá einungis ESB

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, setti þingið í dag og hélt tölu yfir þingmönnum, eins og venjur og siðir standa til.  Reikna hefði mátt með, að forseti þingsins færi yfir þau mál, sem brýnust eru fyrir þjóð og þing á þessum krepputímum, t.d. endurreisn atvinnulífsins, baráttuna við atvinnuleysið, skuldavanda heimila og fyrirtækja, niðurskurð ríkisútgjalda, fyrirhugaða skattpíningu almennings o.s.frv. 

Ekki fór þingforsetinn neitt yfir þessi brýnu mál, heldur eyddi hún ræðutíma sínum til að útskýra fyrir þinmönnum, hvað þeir yrðu uppteknir næsta ár og jafnvel þarnæsta, í ferðalögum þvers og kruss um Evrópu, á sífellum fundum með þing- og embættismönnum ESB landa, vegna umsóknar Íslands að stórríkinu.  Í fréttinni er þetta eftir henni haft:  ""Það kemur t.d. í hlut Alþingis að sinna samskiptum við Evrópuþingið, bæði við forustu þess og nefndir svo og þingflokkana á Evrópuþinginu sem eru mikilvægir valdahópar innan þingsins. Þá verður það Alþingis að sinna tengslum við þjóðþing einstakra ríkja Evrópusambandsins í þessu ferli. Afstaða Evrópuþingsins og þjóðþinganna mun ráða miklu um endanlega lyktir málsins af hálfu Evrópusambandsins. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að taka endanlega ákvörðun um það hvort til aðildar komi," sagði Ásta Ragnheiður."

Það verður ekki komið miklu í verk í vandamálunum innanlands, á meðan þingið og allt stjórnkerfið verður upptekið við að eyða milljörðum í þetta ferli.

Frosti Sigurjónsson sagði í viðtali við Viðskiptablaðið, að þetta væri dýrasta bjölluat sögunnar.

Meirihluti þjóðarinnar eru engin hrekkjusvín og hafa algerlega hafnað því, að taka þátt í þessu bjölluati og mun hafna þessum prakkaraskap í þjóðaratkvæðagreiðslu.


mbl.is Landsmenn horfa til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband