Lilja vitkast við svipuhöggin

Lilja Mósesdóttir var stuðningmaður þess að Ísland gengi í ESB og greiddi atkvæði með umsókn að því skaðræðisbandalagi.  Hún hefur líklega ekki haft mikil samskipti við fulltúra frá þessum löndum, en hún komst í kynni við nokkra slíka í vikunni og skipti þá snarlega um skoðun á ESB.

Lilja og fleiri íslenskir þingmenn hittu kollega sína frá Bretlandi og Hollandi og reyndu að útskýra fyrir þeim málstað Íslands í Icesave málinu og samkvæmt prótokollinu þóttust fulltrúar þrælahaldaranna hafa skilning á málstað Íslands, en sögðu svo hreint út, að ef íslenskir skattgreiðendur væru með eitthvert múður út af þrældómnum, sem hann hefur verið hnepptur í fyrir Breta og Hollegndinga, þá yrði séð um að Ísland kæmist aldrei inn í ESB.

Með orðum Lilju, hljóðuðu hótanirnar svona:  "Það kom mér mjög á óvart. Ég spurði hvort þeir væru að tengja saman Icesave og ESB-umsókn okkar? Já, svöruðu þeir. Þið verðið að átta ykkur á því að ef þið verðið ekki búin að ganga frá Icesave, þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina,“ segir Lilja.

Hún segist sjálf hafa verið hlynnt því að skoða aðildarsamning að ESB, „en eftir þessa hótun breska þingmanns Verkamannaflokksins varð ég afhuga aðild að Evrópusambandinu“.

Þetta hefur reyndar verið vitað í langan tíma, þó sumir verði að fá þetta beint á bakið með svipuhöggum þrælahöfðingjanna.


mbl.is „Þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

Ja það var sem Wagner sagði : Maðurinn þarf að þjást til að verða vitur.

Jónas Jónasson, 1.10.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband