"Nú get ég" - segir Hörður Torfason

Frá því að Hörður Torfason leikstýrði "Búsáhaldabyltingunni" í kringum áramótin 2008/2009 og tókst með því að koma Vinstri grænum í ríkisstjórn, hefur ekki til hans heyrst eða spurst í sambandi við þau mótmæli sem beinst hafa að svikum þess flokks í ríkisstjórn.

Sjálfur lýsti Hörður því í fjölmiðlaviðtölum að "Búsáhaldabyltingunni" hefði verið stýrt eins og hverju öðru leikriti, enda hefði hann haft áratugareynslu af leikstjórastörfum sem hann hefði nýtt sér til hins ítrasta við leikstjórn "Búsáhaldabyltingarinnar".

Nú eru mótmæli gegn því að óreiðuskuldum banka og fjármálafyrirtækja sé endalaust velt yfir á skattgreiðendur vítt og breitt um heiminn og næsta laugardag hefur verið boðað til mótmæla víða um heim samtímis til að sýna fram á að skattgreiðendur viðkomandi landa sætta sig ekki lengur við slíka meðferð.

Almenningur á Íslandi setti gott fordæmi í þessum efnum þegar þjóðin reis upp gegn ríkisstjórninni og þeirri skattaáþján sem hún ætlaði að leiða þjóðina í, í þágu Breta og Hollendinga vegna skulda Landsbankans hf., sem var gjaldþrota einkabanki.

Í Icesaveátökunum bar ekkert á Herði Torfasyni eða einkasamtökum hans, Radda fólksins, en nú þegar von er til að vekja á sér athygli í tengslum við mótmælin sem fyrirhuguð eru vestan hafs og austan, þá finnst Herði ástæða til að boða til útifundar á ný.

"Nú get ég" segir Hörður af því tilefni og þykist væntanlega vilja sýna með því hver það er, sem er "aðal".


mbl.is Efna til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er rakalaust kjaftæði í þér Axel Jóhann Axelsson og ekki mönnum bjóðandi.

1. Mótmæli Radda fólksins veturinn 2008 - 2009 snérust ekki um að koma Vinstri Gölnum í ríkisstjórn.

2. Hörður Torfason naut vissulega góðs af því að hafa lært leikstjórn sem fundarstjóri - nákvæmlega ekkert við það að athuga að hafa góða fundarstjóra.

3. Raddir fólksins börðust frá upphafi (áramótin 2008 - 2009) með InDefence samtökunum gegn IceSlave. Mikill og góður samgangur og samráð var með forystumönnum InDefence- samtakanna og talsmönnum Radda fólksins veturinn 2008 - 2009 og Raddir fólksins gengust fyrir fyrsta IceSlave fundinum á Austurvelli í júní 2009 þar sem fulltrúi InDefence talaði.

Rugludallar eins og þú, AJA, ættu að kynna sér staðreyndir áður en þeir ráðast fram á ritvöllinn með lygaþvætting.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 19:51

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hörður sagði sjálfur að "Búsáhaldabyltingin" hefði verið sett upp eins og leikrit og hann hefði nýtt sér leikstjórareynslu sína til þess. Ekki sem fundarstjóri, heldur til að "leikstýra" atburðarásinni.

Ég bloggaði mikið á móti Icesave, alveg frá upphafi og minnist þess ekki að hafa séð Harðar getið nokkursstaðar í því sambandi. Hafi hann unnið með InDefence hefur það farið undarlega hljótt, en sjálfsagt að láta hann njóta sannmælis í því efni, hafi svo verið.

Síðustu tæplega þrjú ár, hefur margoft verið skorað á hann að taka að sér að skipuleggja mótmæli gegn núverandi ríkisstjórn, en hefur ávallt neitað allri þátttöku. Nú er von til að komast í samantekt erlendra fréttamiðla af alþjóðlegum mótmælum gegn banka- og útrásargengjum veraldarinnar og þá segir Hörður: "Nú get ég". Trúverðugt er það hins vegar ekki. Vonandi verða mótmælin þó bæði fjölmenn og friðsöm.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2011 kl. 20:05

3 identicon

Þetta er einfaldlega fært í stílinn hjá þér Axel minn. Hörður Torfason hefur aldrei sagt að svonefnd "Búsáhaldabylting" hafi verið sett upp sem leikrit - það get ég vottað hér og nú.

Varst þú farinn að fylgjast með IceSave- umræðunni um áramótin 2008-2009? Fulltrúar Radda fólksins mættu í Stjórnarráðið í byrjun janúar 2009 með áskorun til stjórnvalda um að kæra gjörsamlega löglausa aðgerð Breta áður en kærufrestur rann út. Í framhaldi af því áttu fulltrúar Radda fólksins fund með þáverandi forsætisráðherra um miðjan janúnar þar sem málefni IceSave og barátta InDefence var m.a. rædd.

Mikið og gott samstarf var milli forystumanna InDefence og talsmanna Radda fólksins og fór svo að Raddir fólksins héldu sérstakan fund um málefni IceSave í júní 2009 - á Austurvelli, þar sem einn forvígismanna InDefence var aðalræðumaður.

Ef þetta hefur viljandi/óviljandi farið fram hjá þér Axel minn þá ertu maður að meiri að opna augun fyrir staðreyndum málsins og biðjast í leiðinna afsökunar á frumhlaupinu.

Hörður Torfason þrælaði sér út á Austurvelli veturinn 2008 - 2009, viku eftir viku - mánuð eftir mánuð og afleiðingin var sú að hann keyrði sig út líkamlega. Hann átti við harðvítug veikindi að stríða veturinn 2009 - 2010 á meðan fjölmargir Íslendingar kepptust við að gera lítið úr baráttu hans og níða niður af honum skóinn.

Það er hægast fyrir þig Axel minn að skora á aðra að vinna skítverkin fyrir þig. Hvað hefur þú afrekað til að breyta rotinni fjórflokkakrumlu þessa lands?

Hörður Torfason hefur verið á ferðalögum víða erlendis undanfarið ár, m.a. á Spáni og í Mexíkó, til að berjast gegn samspillingu AGS og spilltra stjórnmálamanna. Ísland er ekki nafli alheimsins.

Tek að sjálfsögðu heilshugar undir með þér að samstöðufundurinn á Austurvelli 15. okt. kl. 15:00 verður vonandi fjölmennur og friðsamur.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 20:30

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þú þarft ekkert að staðfesta eitt eða neitt um það sem Hörður hefur sagt í viðtölum við fjölmiðla.  Varla eru allir búnir að gleyma viðtalinu, þar sem hann lýsti því hvernig mótmælin hefðu verið byggð upp smátt og smátt og tækni og kunnátta leikstjórans hefði verið nýtt í því sambandi. 

Ekki gagnrýndi hann heldur það ofbeldi og skemmdarverk sem óþjóðalýður hafði í frammi í skjóli mótmælanna.  Á þetta benti ég í bloggi í janúar 2009.   Það blogg má sjá

HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2011 kl. 20:45

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Einnig má benda á færslu á mínu bloggi frá því í júní 2009, þar sem vísað er í tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði og því haldið fram að ríkisábyrgð ætti alls ekki að vera á Icesaveinnistæðunum.  Ekki veit ég til þess að áður hafi verið bent á þetta opinberlega, þ.e. fyrr en í þessu bloggi mínu.  Þú bendir mér á það, ef þú veist um eldri greinar um að íslenskum skattgreiðendum bæri ekki að taka þessa kvöð á sig.

Þennan pistil má sjá HÉRNA

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2011 kl. 21:16

6 Smámynd: Dexter Morgan

Jæja, þar kom að því. Axel er sem sagt á móti því að ríkistjórninni verði mótmælt. Inn í þessa góðu umræðu um almenn mótmæli dregur þú fram, persónu Harðar sem leikstjóra, þú ættir nú, samkvæmt kokkabókinni, alls ekki að vera á móti því að Hörður "leikstýri" þessum mótmælum. Svo týnir þú til ESB kjaftæði og Æseif djóka, sem VIÐ erum nýbúinn,(Æseif) eða ætlum (ESB) að hafna.

Eða er það kannski hræðslan við fjármálamennina með peningavöldin sem hvetur þig til þessara skrifa.

Mótmælum á Íslandi, hreinlega ÞARF að leikstýra, annars eru þau ekki að bíta. Ég fagna komu Harðar og styð hann, Raddir Fólksins og alla Mótmælendur Íslands, heils hugar.

Dexter Morgan, 12.10.2011 kl. 21:43

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Dexter, þú mátt hafa þínar skoðanir á mér og öðru, alveg eins og þér sýnist og ástæðulaust að þrasa við þig um þær.

Hins vegar þætti mér fróðlegt að vita við hvaða fjármálamenn ég ætti að vera hræddur og hvers vegna. Varla hefur það sem ég hef skrifað um banka- og útrásargengin, ásamt öðru fjármálasukki og glæpum, verið til vitnis um einhverja sérstaka hræðslu við "fjármálamennina með peningavöldin".

Endilega útskýrðu þetta með hræðsluna betur.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2011 kl. 21:56

8 identicon

Þú ert enn við sama heygarðshornið Axel minn. Vinsamlegast bentu mér á meint viðtal þar sem Hörður á (samkv. þér) að hafa sjálfur lýst því í fjölmiðlaviðtölum að "Búsáhaldabyltingunni" hefði verið stýrt eins og hverju öðru leikriti, enda hefði hann haft áratugareynslu af leikstjórastörfum sem hann hefði nýtt sér til hins ítrasta við leikstjórn "Búsáhaldabyltingarinnar".

Í bloggi þínu frá 24.1.2009 | 11:52 ferð þú mikinn í yfirlýsingum og gaspri um meintan vilja HT. Þú fullyrðir þar m.a. að "Margoft hefur Hörður neitað að fordæma ofbeldisseggina sem hafa tekið þátt í "mótmælunum" og sagt að þetta væri allt lögreglunni að kenna". Þetta er beinlínis rangt hjá þér. HT hefur alltaf og ævinlega haldið sig við friðsamleg mótmæli.

Þú vitnar í blogg þitt frá 22.6.2009 | 16:23 og fullyrðir að þar sé vísað í tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði og því haldið fram að ríkisábyrgð ætti alls ekki að vera á Icesaveinnistæðunum.  Jafnframt að þú vitir ekki til þess að áður hafi verið bent á þetta opinberlega, þ.e. fyrr en í þessu bloggi mínu(!)

Þú ert sannarlega stór maður í smæð þinni Axel Jóhann.

Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, stóðu fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 20. júní. Þetta er 24. vika útifundanna og 30. fundurinn á Austurvelli.

Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar hlutdeild banka, fjárglæpamanna, stjórnmálamanna og eftirlitsstofnanna ríkisins í efnahagshruni þjóðarinnar.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

  1. Stöðvum ICESAVE- samninginn
  2. Mótmælum sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja
  3. Krefjumst þess að dómskerfið taki á hvítflibbaglæpamönnum

Ræðufólk dagsins er:

Andrea Ólafsdóttir, stjórnarkona í Hagsmunasamtökum Heimilanna

Jóhannes Þ. Skúlason, sagnfræðingur og grunnskólakennari

Fundarstjóri er Hörður Torfason.

Á þessum útifundi ræddi talsmaður InDefence, Jóhanner Þ. Skúlason, sannarlega um hættuna af ríkisábyrgð á IceSave-innistæðum.

Samtökin Raddir fólksins, undir yfirskriftinni Breiðfylking gegn ástandinu, stóðu enn fremur fyrir útifundi á Austurvelli laugardaginn 27. júní kl. 15:00. Þetta er 25. vika útifundanna og 31. fundurinn á Austurvelli undir merkjum samtakanna.

Ítrekað er að Raddir fólksins eru óflokkspólitísk samtök sem byggja á sjálfsprottnu og ólaunuðu framtaki Íslendinga sem blöskrar hlutdeild banka, fjárglæpamanna, stjórnmálamanna og ríkisstofnanna í efnahagshruni þjóðarinnar.

Kröfur samtakanna eru skýrar:

  1. Stöðvum ICESAVE- samninginn
  2. Mótmælum sinnuleysi stjórnvalda í málefnum heimila og fyrirtækja
  3. Réttum tafarlaust yfir hvítflibbaglæpamönnum

Ræðumenn dagsins eru:

  1. Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur.
  2. Guðmundur Magnússon, varaformaður Öryrkjabandalagsins.
  3. Helga Björk Magnús- og Grétudóttir, hæstvirtur varaformaður Aðgerðahóps Háttvirtra Öryrkja.
  4. Þórður B. Sigurðsson, formaður Hagsmunasamtaka Heimilanna.

Fundarstjóri er Hörður Torfason.

Á fundinum ræddi Helgi Áss Grétarsson um hinn skelfilega Svavarssamning og nauðsyn þess að þjóðin sameinaðist um að fella hann.

Já - nú get ég, hefur þú eflaust haldið Axel Jóhann - bullað út í eitt og borið á borð staðlausa stafi um aðkomu HT og Radda fólksins að svonefndri "Búsáhaldabyltingu", að ég nefni nú ekki rakalausa lygi þína um meinta þögn Radda fólksins varðandi IceSave-átökin. Ég endurtek það enn og aftur að þú ert einungis maður að meiri að viðurkenna villu þíns vegar og biðjast afsökunar á bullinu.

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.10.2011 kl. 22:05

9 Smámynd: Dexter Morgan

Nei Axel minn, ég ætla mér nú ekki heldur að vera neitt að þræta við þig, síður en svo. En mér finnst bara óþarfi að vera að gera hlut Harðar eitthvað tortrygginn í þessum mótmælum, svo og öðrum mótmælum. Hann hefur bara staðið sig vel, finnst mér.

Hvað varðar hlut "fjármálamennina með peningavöldin" þá eru það nú flokksbræður þínir og félagar upp til hópa, svo ég var nú einungis að vísa í það, að kannski fælist einhver hræðsla í því að "óinnmúraður" félagsmaður væri að rugga bátnum og styggja forystuna.

Dexter Morgan, 12.10.2011 kl. 22:21

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, mér urðu á þau mistök að vísa í færslu frá 22. júní 2009, en þar var ég að vísa beint í tilskipun ESB um innistæðutryggingar og sýna með því fram á að ekki væri gert ráð fyrir ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum.

Ég hafði reyndar byrjað að mótmæla því a.m.k. viku fyrr, eða strax og opinberað að samningur hefði verið gerður (Icesave I), þó til að byrja með hefði verið sagt að ekki mætti upplýsa um innihald hans og ætlast væri til að Alþingi samþykkti hann ólesinn. 

Eins og áður sagði byrjaði ég strax að mótmæla því að um ríkisábyrgð væri að ræða og það má t.d. sjá HÉRNA

Þó þú hafir ekki getað bent á að ríkisábyrgðinni hafi verið mótmælt fyrr, a.m.k. ekki opinberlega og þá skulum við telja blogg með því sem kallað er að birta eitthvað opinberlega, þá met ég mikils baráttu InDefence á sínum tíma og allra annarra sem börðust gegn hverri tilraun ríkisstjórnarinnar til þess að koma skuldum einkabanka yfir á skattgreiðendur landsins.

Ég geymdi ekki blaðið, þar sem viðtalið við Hörð var birt, en eins og sjá má á blogginu frá í janúar 2009 var nýbúið að birta það og því ætti að vera hægt að finna það, ef maður nennti að vera að elta ólar við þetta núna.  Ummælin voru hins vegar látin falla og um það þarf ekki að deila.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2011 kl. 22:34

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það vill svo til að Hörður er vinur minn og ég hef oft rætt við hann um þessi mótmæli, og ágangnum og árásunum sem hann varð fyrir, og jafnvel reynt að troða af honum æruna.  En þeir höfðu ekkert á hann, því Hörður skuldar engum neitt.  Og hann lýsir því sjálfur hvernig hann byrjaði þessi mótmæli einn fyrir utan alþingi:

Hörður Torfason
Fyrir nákvæmlega 3 árum klukkan 12.00 á hádegi 11.okt 2008 tók ég mér stöðu fyrir framan Alþingishúsið og spurði fólk tveggja spurninga; Hvað er að gerast á Íslandi og Hvað getum við gert í málinu? Þetta framtak varð að 5 mánaða fullu starfi og 29 útifundum. Síðasti fundurinn var haldinn 14 mars 2009. - Margt hefur gerst síðan.
 Þetta eru hans eigin orð.  Og ég veit að hann lagði heilmikið á sig í þessum mótmælum og hann fylgir engum pólitískum flokki, það eina sem hann er að reyna að fá fram er réttlæti.  Enda drengur góður og gegnheiðarlegur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.10.2011 kl. 22:41

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég hef aldrei dregið í efa að Hörður Torfason sé hinn vænsti maður og ég met hann mikils sem söngvaskáld, enda farið á hans árlegu hausttónleika í Borgarleikhúsinu þegar ég hef komið því við undanfarin ár.

Þar með afsala ég mér ekki rétti til að gagnrýna gerðir hans, t.d. að hafa ekki fordæmt ofbeldisverkin sem framin voru í tengslum við útifundina á sínum tíma. Friðsamlegum mótmælum hef ég aldrei verið á móti, en alltaf verið á móti skrílslátum.

Fyrst setningin "Síðasti fundurinn var haldinn 14 mars 2009" er höfð eftir Herði sjálfum, stenst ekki fullyrðing Hilmars hér að ofan um að Hörður hafi skipulagt fundi seinnihluta júnímánaðar 2009, en það skiptir svo sem engu máli í þessu sambandi.

Hroki og dramb Hilmars verður honum ekki til framdráttar að þessu sinni, frekar en áður.

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2011 kl. 22:57

13 Smámynd: Rauða Ljónið

Hörður er hræsnari Íslands númer 1. og Samtökin Raddir fólksins er prump, þegar hann sá að mótmælendum við setningu þingsins hafa fjölgað og á mánudegin helgina eftir sá hann tilgang að koma sér á stall aftur hann hefur ekki sést síðan í feb 2009 þegar hann argað óhæhf ríkisstjórn og hún kom og landið er í rúst. Hann hugsar bara um sitt eigið egó.

Rauða Ljónið, 12.10.2011 kl. 23:50

14 identicon

Axel Jóhann Axelsson, 12.10.2011 kl. 22:57: Sumir menn kunna einfaldlega ekki að skammast sín, Axel Jóhann, og þú virðist því miður tilheyra þeim hópi. Það er beinlínis hlægilegt af þér að ásaka mig um 'hroka og dramb' þegar ég er búinn að rekja, lið fyrir lið, rangfærslurnar, sögufölsunina og gífuryrðin í málflutningi þínum. 

Það eru hæg heimatökin hjá þér að kynna þér starfsemi Radda fólksins á heimasíðu samtakanna: http://raddirfolksins.info/ en að sjálfsögðu nennir þú ekki að hafa fyrir því að hafa það sem sannara reynist heldur hamast við að níða skóinn niður af mönnum sem berjast fyrir réttlæti á þessu Guðsvolaða landi. Svo bítur þú höfuðið af skömminni með því að gera kröfur á aðra um að berjast fyrir þig!

Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 00:00

15 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir maður þarf ekki að heita Hörður Torfa til að mótmæla og fá fólk til að mótmæla svo mikið er víst en öll mótmæli gegn núverandi stjórnarstefnu eru vel þeginn sama hvaðan þau koma þvi við þetta ástand verður ekki unað lengur!

Sigurður Haraldsson, 13.10.2011 kl. 00:31

16 identicon

Lýðræði ekki bankaræði lækjartorg 15. október 15:00 það er málið.

http://map.15october.net/reports/view/396

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 00:40

17 identicon

Leikstýrir Samfylkingin, Axeli Jóhanni Axelssyni.?

Númi (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband