Hryðjuverkalögum beitt aftur?

Samkvæmt samkomulaginu við bresk stjórnvöld um ríkisábyrgð Íslands á Icesave rikningunum, mun frystingu eigna Landsbankans í Englandi verða aflétt í dag.  Það er náttúrulega til háborinnar skammar, að það hafi þurft nauðasamninga við Breta til að fá þá til að aflétta hryðjuverkalögunum af íslenskum eignum.  Setning laganna af hálfu Breta var nánast glæpsamleg aðgerð og gjörsamlega út í hött, að semja um að þeir sleppi algerlega óátölulaust undan þessari gjörð sinni.

Ekki hefur komið fram hvað gerist ef Alþingi samþykkir ekki ríkisábyrgðina á Icesave.  Tryggingasjóður bankainnistæðna kann að vera ábyrgur fyrir þessum innistæðum og hann á þá að greiða þetta, svo langt sem eignir hans duga til.  Sá sjóður er ekki með ríkisábyrgð og ásæðulaust að samþykkja hana nú, nánast eingöngu til að losa Breta úr snöru hryðjuverkalaganna.

Verði ríkisábyrgðinni hafnað, munu Bretar þá beita hryðjuverkalögunum aftur gegn Íslendingum?

Þessu verður Steingrímur Jong Sig. að svara umbúðalaust.


mbl.is Auðveldar starfsemina verulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til að svara spurningunni:

Verði ríkisábyrgðinni hafnað, munu Bretar þá beita hryðjuverkalögunum aftur gegn Íslendingum?

 Þá er svarið JÁ. 

Þar sem þeim tókst að nota þessi lög í þessum tilgangi (sem þeim var ekki ætlað) þá munu Bretar ekki hika við að gera þetta aftur. Það er fjöldi annarra laga hér í Bretlandi sem eru misnotuð þ.e.túlkuð víðar en upphaflega var ætlað. Núna er til dæmis þrýstingur á að flugvellir geti notað lögin sem banni mótmæli innan við mílu frá Downingstræti 10. Enn sem komið er hefur það ekki náð í gegn. 

Því lengur sem ég er hérna í Bretlandi er ég farinn að sjá hvernig Bretar vinna og ég er sannfærður um að það hafi verið umræður á milli Landsbankans og breska fjármálaráðuneitisins

Það er venja hér í Bretlandi tala ekki um samning né samningaumræður fyrr en einhver undirskrift er komin á blað. Þannig er hægt að neyta öllu ef ekki semst um samningsdrög

Tómas (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 11:26

2 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Ríkisábyrgðin er í það minnsta óbeint komin á í formi láns?

Kannski bara bein ábyrgð í gegnum skilmála lánsins?

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 15.6.2009 kl. 12:00

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er nú bara orðið nokkurskonar fasistaríki, þarna á Bretlandseyjunum!

Guðmundur Ásgeirsson, 15.6.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband