Steingrímur neitar að svara

Í morgun var spurt í  þessu bloggi hvort hryðjuverkalögum yrði beitt aftur á Íslendinga, ef Icesave samningsdrögin yrðu ekki samþykkt á Alþingi.  Jafnframt var sagt að þessu yrði Steingrímur Jong Sig., fjármálajarðfræðingur, að svara umbúðalaust.

Nú, eftir hádegi, spyr Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Steingrím akkúrat þessarar spurningar og þá er svarið þetta, samkvæmt fréttinni:  "Steingrímur svaraði að þingið muni væntanlega fjalla um þessa spurning þegar frumvarp um málið kemur fram."

Svona hrokafullt er svar ráðherra í ríkisstjórn, sem þóttist ætla að innleiða opna og gegnsæja stjórnsýslu, þar sem öll spil yrðu lögð á borðið, almenningi til upplýsingar.  Steingrímur vildi ekki einu sinni upplýsa, hvort gengið hefði verið úr skugga um stuðning meirihluta þingsins við þennan samning.

Svona hroki og leynipukur getur hreinlega ekki gengið á árinu 2009.

 

 


mbl.is Rætt um Icesave á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Því miður virðast þessir 30.000 aðilar sem hafa skráð sig á móti Icesave samningnum vera búin að missa alla trú á að getað haft nokkur áhrif á stjórnvöld og þingheim til að forða þeim frá landráðinu. Hugsanlega er það offramboð af fréttum af glæpahyskinu, spilltum embættismönnum og myrkraverkum þeirra sem hefur skollið yfir þjóðin látlaust seinustu vikurnar sem lamar fólk og fyllir það vonleysi og framtaksleysi? Búin að gefast upp?

Stundum virðist eins og fjölmiðlar gangi sérstaklega erinda þeirra sem hafað skammtað þeim nýjum “skúbbum” til að draga athyglina frá ruglinu í þeim sjálfum.

Því miður var mætingin á Austurvöll ekki góð. Samt var nokkuð harður hópur sem settist á götuna fyrir framan Alþingishúsið og lögreglan fjarlægði þau með valdi og væntalega upp á lögreglustöð.  Umferðin var engin.  Einnig segja fréttir útvarps að einhverju hafi verið hent í Alþingishúsið.  Einhverjir unglingar hentu nokkrum vatnsblöðrum eins og börn nota til leikja.  Aðgerðir yfirvalda voru fullkomlega óþarfar að mínu viti, og einungis til þess fallnar að hleypa mótmælunum í óþarfa hörku og þá ekki síður af mótmælendunum frekar en yfirvalda.

Mætingin á morgun er um kl. 16.30, og það er hæpið að við sem höfum mætt á hverjum degi getum mótmælt fyrir ykkur og fjölskyldurnar ykkar sem og ófædda afkomendur. Við erum öll að vilja gerð, en því miður dugar þessi litli hópur varla. Betur má ef duga skal.


Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 18:19

2 identicon

Steingrímur er huglaus var það líka þegar hann var í minnihluta, það tók bara engir eftir því, þá notaði hann bar gífuryrði til að framfleyta sér, á erfiðara með það nú reynir samt að spilla útslitna plötu um hrunnið sér til bjargar svo hann haldi andlitinu   í vandræðum sínum.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband