Eða öllum peningum sem hægt er að eyða

Alveg er merkilegt að sjá, að ráðuneytin og ríkisstofnanir geta ekki hafið undirbúning sparnaðar, fyrr en þau eru búin að fá útgjaldaramma fyrir ráðuneytin.  Eyðslan í ríkisstofnunum fer sem sagt ekki eftir nauðsynlegustu þörfum stofnananna, heldur eingöngu því fjármagni, sem þau fá til eyðslu og þá er ákveðið í hvað peningarnir eiga að fara. 

Samkvæmt fréttinni, er fjárlagavinna nánast stopp, eða eins og þar segir:  "Rekstrarstjórar ráðuneytanna hafa sameinast um að þrýsta á stjórnvöld að flýta ákvörðun um útgjaldaramma ráðuneyta á árinu 2010. Að mati Ríkisendurskoðunar er ljóst að undirbúningur sparnaðaraðgerða getur ekki hafist fyrir alvöru fyrr en útgjaldaramminn liggur fyrir."

Öll fyrirtæki og heimili í landinu þurfa nú að skera niður allan óþarfa kostnað og spara á öllum sviðum, en ríkisfyrirtæknin geta ekki lagt fram neinar áætlanir, fyrr en þau eru búin að fá uppgefið hve miklu þau mega eyða, ekki hve miklu þau þurfa að eyða.

Þetta getur orðið erfitt, því ríkisstjórnin getur ekki komið sér saman um þetta, frekar en annað.


mbl.is Undirbúningi fjárlaga 2010 verði hraðað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband