Á að verja meirihlutastjórn falli?

Þegar Smáflokkafylkingin missti kjarkinn í janúar s.l. og hljóp með skottið á milli lappanna úr ríkisstjórn með Sjálfstæðismönnum, lýstu Framsóknarmenn því yfir að þeir myndu verja minnihlutastjórn Smáflokkafylkingarinnar og Vinstri grænna falli, fram að kosningum, sem fram skyldu fara 25 maí, sem gekk svo eftir.

Eftir kosningarnar fengu Smáflokkafylkingin og VG hreinan meirihluta á Alþingi og mynduðu nýja ríkisstjórn í kjölfarið, eftir langar og strangar stjórnarmyndunarviðræður.  Fljótt kom þó í ljós, að engin samstaða hafði náðst með flokkunum um stóru málin, þ.e. efnahagsmálin, umsóknaraðild að ESB og alls ekki um niðurstöðu í Icesave deilunni.

Þegar þessir brestir koma í ljós í stjórnarsamstarfinu, leyfir ríkisvinnuflokkurinn sér að vísa ágreiningsmálum sínum til afgreiðslu stjórnarandstöðunnar og ásakar hana um ábyrgðarleysi, ef hún dirfist að krefjast upplýsinga og umræðna um þessi mál.

Nú bregður svo við að Jóhanna, ríkisverkstjóri, kallar eftir því að Sjálfstæðisflokkurinn verji meirihlutastjórn hennar falli, eða eins og segir í fréttinni:  "Fari svo að hluti af þingflokki VG leggist gegn ríkisábyrgðum eins og margt bendir til standa öll spjót á sjálfstæðismönnum. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist á föstudag ekki trúa öðru en því að þeir samþykktu ábyrgðirnar."

Getur nokkur meirihlutastjórn lagst lægra í aumingjaskapnum?


mbl.is Sjálfstæðismenn ráða úrslitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband