Neyðarlögin tekin til eftirbreytni erlendis

Við bankahrunið í október 2008 björguðu Neyðarlögin því sem bjargað varð í peningamálum þjóðarinnar, en eins og allir muna vafalaust voru bankainnistæður settar fremstar í kröfuröð við gjaldþrot fjármálastofnana, sem t.d. verður til þess að breskir og hollenskir Icesaveinnistæðueigendur munu fá kröfur sínar greiddar úr þrotabúi Landsbankans  og fá forgang á aðra kröfuhafa við uppgjör búsins.

Ýmsir gagnrýndu þessa íslensku lagasetningu á sínum tíma, en nú er svo komið að erlendar ríkisstjórnir eru farnar að sjá snilldina við setningu Neyðarlaganna á sínum tíma, þó erfitt sé að viðurkenna það og einhver tími muni vafalaust líða þar til forgangur innistæðna verður almennt viðurkenndur í heiminum, en þó er breska ríkisstjórnin að ríða á vaðið og taka Neyðarlögin sér til fyrirmyndar við endurskoðun laga um fjármálakerfið, eða eins og segir í viðhangandi frétt:

"Gert er ráð fyrir að breska ríkisstjórnin leggi fram lagafrumvarp um umbætur í breska fjármálakerfinu síðar á þessu ári þar sem meðal annars verði kveðið á um forgang innistæðueigenda en eins og mbl.is hefur áður fjallað um fela þau áform í sér að farin verði sambærileg leið og gert var með neyðarlögunum sem sett voru hér á landi í kjölfar bankahrunsins haustið 2008."

Líklega mun ríkisstjórnar Geirs H. Haarde verða minnst víða um lönd fyrir fyrihyggjusemi sína og byltingarkennda lagasetningu á neyðarstundu þegar heimurinn verður almennt búinn að melta það sem í Neyðarlögunum fólst.


mbl.is Breskir innistæðueigendur í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgin kaupi Orkuveituna í heilu lagi af sjálfri sér

Orkuveita Reykjavíkur er í fjárhagskröggum eins og flestir vita og hefur sett sér það takmark að selja eignir fyrir a.m.k. tvo milljarða króna á þessu ári til að bjarga sér fyrir horn fjárhagslega.

Erfiðlega hefur gengið að finna kaupendur að eignum OR, enda í flestum tilfellum um eignir að ræða sem ekki falla að hvaða rekstri sem er og hvað þá að þær gætu nýst einstaklingum, sem fæstir hefðu hvort eð er ráð á því að kaupa þær þó þeir gætu nýtt sér þær í einhverjum tilgangi.

Vegna þess hve erfiðlega hefur gengið að finna kaupendur að þessum eignum hefur stjórn OR fengið þá snilldarhugmynd að best væri að Reykjavíkurborg keypti af fyrirtækinu bæði Perluna og Línu-Net, eins og það fyrirtæki hét þegar það var stofnað til að veita borgarbúum aðgang að internetinu í gegnum rafmagnslínur, en öllum þessum árum síðar er það ekki orðinn raunhæfur kostur, en snillingurinn sem lét sér detta þá dellu í hug er hins vegar sífellt meira hampað af Samfylkingunni.

Næst dettur þessum snillignum sjálfsagt í hug að Reykjavíkurborg kaupi OR í heilu lagi af sjálfri sér og bjargi þannig fjárhag beggja til allrar framtíðar.


mbl.is Borgin fær lengri frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúður í Kópavogi

Það verður að teljast mikil glámskyggni hjá bæjarstjóra og bæjarfulltrúum í Kópavogi, hvort sem þar er um meirhlutann að ræða eða samstöðu allra bæjarfullterúanna, að hækka laun sín um 23% á einu bretti og kalla það "leiðréttingu" en ekki launahækkun, sem það auðvitað er og ekkert annað.

Þó laun bæjarfulltrúa hfi verið lækkuð í kjölfar hrunsins, þá þurftu flestir aðrir að taka á sig launalækkanir og þar til viðbótar miklar hækkanir á sköttum, öðrum opinberum gjöldum og alls kyns þjónustugjöldum opinberra stofnana.

Á meðan þessar auknu álögur verða ekki dregnar til baka a.m.k. að einhverju leyti, er algerlega taktlaust að hækka laun bæjarfulltrúa, þrátt fyrir að ráðherrar og Alþingismenn hafi látið sér sæma að taka við álíka launahækkunum og bæjarfulltrúar í Kópavogi þiggja núna.

Ráðherrar, bæjarstjórar, Alþingismenn og bæjarfulltrúar þurfa að sýna að þeir séu í tengslum við kjósendur sína og hafi einhvern skilning á þeim raunveruleika sem almenningur býr við í þessu landi.

Kauphækkanir til sjálfra sín á þessum tímum sýna ekki slíkan skilning.


mbl.is Dragi til baka launahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herdís vinnur stöðugt á sem verðugur forseti

Herdís Þorgeirsdóttir verður sífellt álitlegra forsetaefni, því nær sem dregur kosningum, enda loksins farið að gefa henni gaum í fjölmiðlum og þar með hefur henni gefist kostur á að sýna hvað hún hefur fram að færa, án þess að hengja sjálfa sig á ævilangan skuldaklafa vegna auglýsinga og annars kostnaðar sem kosningamaskínur stjórnmálaflokka virðast greiða fyrir einstaka frambjóðanda.

Herdís virðist vera hrein og bein, kemur vel fyrir og er vel menntuð og með mikla og góða starfsreynslu, innanlands og utan og ekki annað að sjá en að hún hafi allt til að bera til að geta orðið góður forseti til næstu tólf til sextán ára.

Kosningabaráttan fyrir forsetakosningarnar hefur verið á fremur rólegum nótum fram að þessu, en hefur þó verið að harðna síðustu dagana og mun sjálfsagt verða þeim mun óvægnari eftir því sem nær dregur kjördegi og línur fara að skýrast milli frambjóðenda, en vafalaust á fylgi Herdísar eftir að vaxa mikið á þeim tveim vikum sem eftir lifa fram að kosningunum.

Persónulegt skítkast er farið að vera talsvert áberandi og virðist helst mega rekja til herbúða Þóru Arnórsdóttur og verður að láta þá von í ljósi að slíku linni og baráttan síðustu dagana verði málefnaleg og heiðarleg.

Því verður ekki trúað að persónulegt skítkast verði nokkrum frambjóðanda til framdráttar og hvað þá að nokkur kjósandi byggi afstöðu sína á slíkum óþverra.


mbl.is Forsetinn á að efna til umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Obama er hræddur- Jóhanna og Össur ekki

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er hræddur við evrukrísuna og þau neikvæðu áhrif sem hún hefur og getur haft á bandaríkst efnahagslíf.

Bandaríkin eru eitt mesta efnahagsveldi veraldarinnar, en samt líst Obama ekkert á blikuna vegna vandamálanna sem evruríkin eru að glíma við og telur að þau séu svo smitandi að efnahagur Bandaríkjanna muni bera stórskaða af sjúkdómnum.

Íslenskir ráðamenn, með Jóhönnu og Össur í fararbroddi, hafa hins vegar ekki minnstu áhyggjur af þeim áhrifum sem evruvandinn kynni að hafa á veikburða efnahag Íslands, sem þó má ekki við miklu enda langt frá því búið að jafa sig eftir bankahrunið í október 2008.

Íslensku ráðherrarnir þrá ekkert heitara en að komast á sjúkrabeðið með evruríkjunum og virðast halda að með því að veikjast af enn illvígari sjúkdómi þá muni sá sem nú herjar á íslenskt fjármálalíf a.m.k. læknast.

Hvort skyldi nú ótti Obama eða óttaleysi íslensku ráðherranna vera skynsamlegri viðbrögð við þessu stóralvarlega vandamáli?


mbl.is Obama óttast evrukreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrr má nú rota...........

Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt, enda bannað með lögum hér á landi a.m.k., en samt sem áður er til gamalt og gott máltæki sem hljóðar svo: "Fyrr má nú rota en dauðrota" og er yfirleitt notað í þeirri merkingu að gengið sé óþarflega langt í einhverjum tilteknum efnum.

Allflestir eru því sammála að eðlilegt sé að sjávarútvegurinn greiði SANNGJARNT veiðileyfagjald fyrir aðgang að fiskimiðunum, en frumvarp Steingríms J. og ríkisstjórnarfélaga hans gengur fram úr öllu hófi í þeim efnum og eru nánast allir sammála um það, jafnt hagsmunaaðilar sem tilkvaddir sérfræðingar ríkisstjórnarinnar sjálfrar.

Skattabrjálæði ríkisstjórnarinnar er hins vegar þvílíkt að hún kann sér ekkert hóf í þeim efnum, eins og almenningur í landinu hefur áþreifanlega orðið var við undanfarin ár, jafnt með álögðum tekjusköttum og ekki síður hækkun óbeinna skatta og þjónustugjalda allskonar, t.d. í heilbrigðisþjónustunni.

Steingrímur J., ríkisstjórnin öll og sífækkandi stuðningsfólki hennar ætti að hafa máltækið góða, sem vitnað var til hér í upphafi, í huga þegar atlögur eru gerðar að hagsmunum almennings og atvinnulífs.

Að minnsta kosti hefur bændum aldrei þótt góð latína að slátra bestu mjólkurkúnum og alls ekki ef aðeins er ein á bænum.


mbl.is „Vilja ráða efnislegri niðurstöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útifundurinn heppnaðist ágætlega

Það eru merkileg viðbrögð fulltrúa þeirra flokka sem útifundurinn á Austurvelli beindist að, að segja fundinn hafa misheppnast vegna skrílsláta nokkurra einstaklinga sem öskruðu sig hása í tilraun til að yfirgnæfa ræðumenn fundarins og reyna þar með að koma í veg fyrir að þeir gætu notað sér lýðræðislegan tjáningarrétt sinn og málfrelsi.

Stjórnarliðar taka greinilega meira mark á skrílslátum en málefnalegri umræðu.


mbl.is Segir fund LÍÚ misheppnaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samstöðu þörf gegn skattabrjálæðinu

Fiskiskipaútgerðir, fiskvinnslufyrirtæki, sjómenn og fiskverkafólk sameinast á Austurvelli í dag til þess að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar að eyðileggja grundvöll og framtíðarmöguleika fiskiðnaðarins í landinu til framtíðar með skattaæði sínu, sem í þessu tilfelli brýst út undir nafninu "Auðlindagjald".

Líklega eru flestir landsmenn sammála um að eðlilegt sé að hóflegt "Auðlindagjald" verði lagðar á nýtingu sjávarauðlindarinnar, sem og aðrar auðlindir þjóðarinnar, en sá brjálæðislegi skattur sem Steingrímur J. og félagar í ríkisstjórnarflokkunum og sem sérfræðingar telja að nema muni ríflega öllum arði fiskveiðanna ár hvert, gengur svo úr hófi að jafnvel hörðustu stuðningsmönnum stjórnarinnar sjálfara blöskrar algjörlega.

Sérfræðingar, sem stjórnin sjálf og Atvinnumálanefnd Alþingis létu vinna fyrir sig skýrslur um þetta mál voru sammála flestum öðrum álitsgjöfum um að þetta skattabrjálæði myndi slátra mjólkurkú þjóðarbúsins á fáeinum árum og þrátt fyrir öll þessi samdóma álit ætla stjórnarflokkarnir að keyra málið í gegnum Alþingi á þrjóskunni og frekjunni einni saman og kalla allar umræður um málið "málþóf" og það jafnvel áður en umræður hefjast að ráði, enda annað frumvarpið um fiskveiðimálin enn til umfjöllunar í Atvinnumálanefnd.

Allir, sem annt er um framtíðarhagsmuni þjóðarbúsins og eiga þess kost, hljóta að mæta á Austurvelli í dag til að sýna hug sinn til þessara grófu skemmdarverka sem ríkisstjórnin er að reyna að vinna á undirstöðuatvinnuvegi landsmanna.


mbl.is Bein útsending frá höfninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers konar Evrópusamband?

Þó íslenskt Samfylkingarfólk og fámennur hópur annarra ESBaðdáenda vilji hvorki sjá, heyra eða viðurkenna að evran sé að hruni komin og lífróður sé róinn í Evrópu til að bjarga henni ásamt efnahagskrísunni sem flest evruríkin hrjáir um þessar mundir, þá hika kommisarar ESB ekkert við að ræða þau mál og hvaða breytingar þurfi að gera til að ESBdraumurinn verði ekki að verri martröð en hann þegar er orðinn.

Kommisararnir stefna að því að gera ESB að stórríki Evrópu, með einni sterkri yfirstjórn á öllum sviðum, ekki síst í peninga- og efnahagsmálum, eða eins og Olli Rehn, yfirmaður efnahagsmála ESB, lýsti yfir í viðtali á fréttavefnum Euobserver.com:  „Við þurfum að velta fyrir okkur hvers konar Evrópusamband á þurfi að halda til þess að dýpka efnahagslegan og pólitískan samruna, til að mynda til þess að sameiginleg útgáfa á skuldabréfum gæti gengið fyrir öll þau aðildarríki sem deila sameiginlega gjaldmiðlinum."

Yfirstandandi fundarhöldum, sem alfarið er stjórnað af kommisörum ESB, um innlimun Íslands í framtíðarríkið  verður að slíta umsvifalaust, enda liggur ekki fyrir ennþá í hvers konar ríki er verið að innlima landið.

Lágmarkskrafa er að þjóðin fái að segja álit sitt á þessum "viðræðum" í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvort halda beri áfram inn í þá óvissu sem nú stefnir í. 


mbl.is Evruskuldabréf aftur á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mammon brýst inn hjá Sérstökum saksóknara

Risastór mál varðandi hugsanlegt fjármálamisferli eru til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara og er þar um fjárhæðir að ræða sem hlaupa á milljónum og upp í hunduð milljarða.

Þegar um svo mikil og stór spillingar- og glæpamál er að ræða er öllum brögðum beitt til að trufla, tefja og eyðileggja rannsókn málanna og til þess er öllum brögðum beitt og allir færustu og dýrustu lögfræðingar landsins eru komnir í varnarvinnu fyrir þá grunuðu í þessum málum.

Enn ein birtingarmynd þeirra klækja sem beitt er birtist í dag, þegar fréttist að þrotabú Milstone hafi keypt skýrslu af tveim (fyrrverandi) starfsmönnum Sérstaks saksóknara á þrjátíu milljónir króna, þar sem þeir nota upplýsingar sem þeir komust yfir í starfi sínu fyrir saksóknarann til að selja meintum sakborningum.

Fégræðgi mannskepnunnar eru eru fá takmörk sett og langt er til seilst þegar starfsmenn laga og reglna verða henni að bráð, eins og þetta mál virðist sanna.


mbl.is Kærðir vegna brots á þagnarskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband