26.6.2012 | 06:52
Vonandi ekki sömu örlög og "sáttanefnd" um sjávarútveg
Þverpólitísk nefnd um framtíðarskipan ellilífeyrismála hefur loksins skilað af sér áliti, sem samkvæmt fréttinni virðist stefna til mikillar einföldunar í málaflokknum, ásamt því að eyða þeim hróplega ósanngjörnu tekjuskerðingum sem tröllriðið hafa kerfinu og gert það nánast óskiljanlegt fyrir þá sem þess eiga að njóta.
Þó miklar vonir verði að binda við að niðurstaða nefndarinnar verði einhvern tíma innan ekki of langs tíma að veruleika, verður að minnast þess að þverpólitísk sáttanefnd sem skilaði niðurstöðu sem allir gátu sætt sig við um stjórn sjávarútvegs á landinu var ekki fyrr búin að leggja fram sína "sáttatillögu" þegar ríkisstjórnin hleypti öllu í bál og brand að nýju, þannig að ósætti um þann málaflokk hefur aldrei verið meiri en einmitt núna.
Það er tími kominn til að eftirlaunakerfi ríkisins, sem allir greiða til með sköttum sínum, verði einfaldað, gert skilvirkt og ekki síst skiljanlegt.
![]() |
Skerðingar burt í áföngum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2012 | 20:20
Kosningabaráttan ekki lengur eftir handritinu?
Sagt er að kosningabarátta Þóru fari fram í samræmi við kvikmyndahandrit Gauks Úlfarssonar, en samkvæmt handritinu átti kvikmyndin að enda á innsetningu hennar í embætti forseta.
Handritið mun vera lítillega breytt frá því að það var notað þegar búinn var til borgarstjóri úr Jóni Gnarr, en sú sviðsetning var beint framhald af sköpun Silvíu Nætur og fíflaganginum í kringum hana, sem auðvitað var fest á kvikmynd, sem reyndar náði minni hylli en kvikmyndagengið hafði gert sér vonir um.
Snilldin við þetta er að nota almenning í landinu sem "stadista" við framleiðsluna, fyrst þegar Silvía Nótt var send fyrir hönd þjóðarinnar í Eurovision, næst þegar kjósendur gerðu Jón Gnarr að borgarstjóra og nú átti að nýta þá til að koma aðalleikaranum í síðustu mynd "þríleiksins" í forsetaembættið.
Allt gekk samkvæmt vel skrifuðu handritinu og þaulskipulagðri vinnu eftir því framan af en nú er örvænting að grípa um sig í framleiðendahópnum, þar sem endirinn virðist ekki ætla að verða eins og handritið gerði ráð fyrir.
Kannski nennir þjóðin ekki lengur að leika aukahlutverk í bíómyndum Gauks Úlfarssonar.
![]() |
Hvöttu Ara til að hætta við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.6.2012 | 21:07
Eru samningsmarkmiðin ríkisleyndarmál?
Össur Skarphéðinsson, ESBgrúppía nr. 1, þegir þunnu hljóði heimafyrir um þau markmið sem hann segist hafa um innlimunarkostina varðandi íslenskan sjávarútveg gagnvart ESB en blaðrar endalaust um sjálfan sig og innlimunarviðræðurnar erlendis eins og sést af þessu í viðhangandi frétt: "Við þurfum að hefja viðræðurnar, takast á við vandamálin og þannig munum við ná samkomulagi sem Ísland mun fara eftir. Við erum reiðubúin að leggja fram samningsmarkmið okkar, sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, við fjölmiðla í Brussel í gær."
Össur hefur ekki haft uppi nokkra einustu tilburði til að kynna áform sín fyrir Íslendingum um uppgjafarskilmála varðandi sjávarútveg og landbúnað í innlimunarviðræðunum við ESB, hvorki fyrir almenningi og ekki heldur fyrir Alþingi svo vitað sé.
Getur það virkilega verið að "kröfur" Íslendinga í þessu innlimunarferli, ef einhverjar kröfur eru þá uppi á borðum, séu ríkisleyndarmál?
![]() |
Samningsmarkmiðin tilbúin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2012 | 07:59
Árangur Íslands á leið sinni INN í ESB
Stefan Fule, innlimunarstjóri ESB, er ekkert feiminn við það, frekar en allir aðrir en íslenskir ráðamenn, að viðurkenna að innlimunaráætlunin vegna Íslands snúist aðallega um hversu hratt landið getur aðlagað sig að lögum ESB, en ekki um "hvað sé í pakkanum", eins og vel sést af eftirfarandi orðum hans:
Ég er mjög ánægður með þann góða árangur sem Ísland hefur náð til þessa á leið sinni inn í Evrópusambandið. Það er ljóst að inngangan er erfitt ferli og hraði þess byggist á því hversu vel Íslandi tekst að sýna fram á að það geti að lokum undirbúið sig fyrir aðild að sambandinu á öllum sviðum.
Þetta er auðvitað ekki nýr sannleikur, en sannleikur sem Össur Skarphéðinsson reynir ennþá að leyna fyrir þjóðinni. Í fréttinni kemur eftirfarandi einnig fram: "Þá sagði Füle mikilvægt að fólk gerði sér grein fyrir því að aðildarviðræðurnar snerust ekki aðeins um það hvernig taka ætti upp löggjöf Evrópusambandsins heldur einnig um það að auka skilning á milli sambandsins og Íslendinga á því sem máli skipti, lykilhagsmunum hvors annars og þörfum þeirra."
Það er tími til kominn að Össur hætti að leika sér úti í Evrópu með "stóru strákunum" enda mun þjóðin aldrei samþykkja að blanda sér í þann leikaraskap.
![]() |
Sáttur við hraðann á ferlinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2012 | 16:43
Ópólitískar forsetakosningar?????
Segir þetta ekki allt sem segja þarf um það hvort forsetakosningarnar séu pólitískar eða ópólitískar:
"74,5% samfylkingarfólks, 59,5% Vinstri-grænna og 65,3% stuðningsfólks Bjartrar framtíðar sagðist vilja kjósa Þóru. Þá voru 62,0% þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina sem jafnframt sögðust kjósa Þóru."
Hver var það annars sem stillti því þannig upp að í þessum kosningum væri aðeins um að ræða "tvo turna"? Því var farið að halda fram löngu áður en framboðsfrestur rann út og enginn vissi hverjir fleiri yrðu í framboði.
Hvers eiga hinir frambjóðendurnir að gjalda? T.d. er Herdís vel til setu á Bessastöðum fallin en löngu áður en hún gaf kost á sér var búið að lýsa því yfir að "slagurinn" stæði á milli Ólafs og Þóru.
Þjóðin hefur viku til að átta sig á því að það er um fleiri en tvo frambjóðendur að velja.
![]() |
Ólafur með 44,5% en Þóra 36,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.6.2012 | 07:27
Nú er bara að krossa fingur
Ákæra á hendur Agli "Gilzenegger" Einarssyni hefur nú verið felld niður vegna reikuls og ótrúverðugs framburðar kæranda og þar með verður að reikna með því að niðurstaða rannsakenda sé sú að ákæran hafi verið upplogin og þar með algerlega óréttmæt.
Fljótlega eftir að ákæran kom fram fóru að heyrast efasemdarraddir um málið og töldu ýmsir að verið væri að hefna sín á "Gilzenegger" vegna ýmissa ummæla hans um kvenfólk og þá aðallega feminista og satt best að segja voru ýmis þeirra bæði ósmekkleg og ófyndin, en aðaltilgangur leikpersónunnar "Gilzeneggers" virtist einmitt eiga að vera sá, að gera grín að feministunum og ergja þá á alla vegu.
Ef um falskar ákærur er að ræða í þessu máli verður "nú bara að krossa fingur" og vona að rannsakað verði hver eða hverjir hafi staðið á bak við þær og í hvaða tilgangi það hafi þá verið gert.
Það er geysilega alvarlegur glæpur að nauðga og það er líka alvarlegt að ljúga slíkum glæp upp á fólk.
![]() |
Mannorðið beðið alvarlegan skaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
21.6.2012 | 20:04
Rannsóknaraðferðir Geirfinnsmálsins?
Á sínum tíma voru sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum látnir dúsa í gæsluvarðhaldi mánuðum saman og allt upp í tvö ár í einangrun. Nokkrir einstaklingar sem ekkert tengdust málunum voru látnir dúsa í einangrun í marga mánuði í þeirri von að þeir myndu brotna niður að lokum og játa á sig sakir.
Síðar voru slíkar rannsóknaraðferðir fordæmdar og lögregluyfirvöld hafa afsakað framferði sitt með því að á þeim tíma hefðu rannsóknaraðferðir verið frumstæðar og reynsla íslenskrar rannsóknarlögreglu af meiriháttar afbrotum engin verið.
Við lestur viðhangandi fréttar rifjast þessi ótrúlegu vinnubrögð upp en einn sakborningur hefur setið í gæsluvarðhaldi í sex mánuði vegna gruns um aðild að hrottalegu líkamsárásarmáli, án þess að nokkuð hafi komið fram sem sannar aðild hans eða vitneskju um málið.
Hafa íslenskir rannsóknaraðilar ekkert lært á undanförnum áratugum?
![]() |
Vítisenglar héldu fundargerðarbók |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2012 | 18:15
Hortugur lagabrjótur
Þegar Jóhanna Sigurðardóttir var Félagsmálaráðherra stóð hún fyrir lagabreytingum um vald Jafnréttisstofu í þeim að efla stofnunina með þeim ásetningi að mark yrði tekið á úrskurðum hennar og stofnanir ríkisins myndu ekki komast lengur upp með að hunsa þá bótalaust.
Sem forsætisráðherra hefur Jóhanna gerst sek um að brjóta lögin sem hún barðist sjálf fyrir að innleiða og nú bregður svo við að hún reynir að gera lítið úr Jafnréttisstofu, hártoga niðurstöðu hennar og gefa í skyn að úrskurðurinn hafi verið svo vafasamur að sérstakan "rýnihóp" þyrfti að setja á fót til að yfirfara niðurstöðuna.
Héraðsdómur hefur nú "rýnt" í þetta mál og komist að sömu niðurstöðu og Jafnréttisstofa, þ.e. að Jóhanna Sigurðardóttir sé lagabrjótur af hortugustu gerð, enda reyndi hún að niðurlægja þann umsækjanda sem hún sniðgekk við ráðningu eftir að hafa brotið lögin sem um slíkar ráðningar gilda.
Með sanni má segja að Jóhanna Sigurðardóttir sé hortugur lagabrjótur. Ef til vill ekki undarlegt ef litið er til framkomu hennar almennt í samskiptum við annað fólk.
![]() |
Fagnar niðurstöðu héraðsdóms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.6.2012 | 19:57
Veiðigjaldið í Auðlindasjóð en ekki ríkissukk
Öll vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna í málefnum sjávarútvegsins er til mikillar skammar fyrir alla aðila og algerlega óboðleg þegar um svo stór hagsmunamál er að ræða, en í þessu tilfelli er hvorki meira né minna en höfuðatvinnuvegur þjóðarinnar sem um er vélað.
Allir umsagnaraðilar um veiðigjaldafrumvarpið voru sammála um að það væri hroðalega illa unnið og myndi að öllum líkindum leggja íslenskan sjávarútveg í rúst og þrátt fyrir margítrekaðar kröfur stjórnarandstöðunnar á þingi og annarra aðila, sem málið varðar, fengust ekki lagðir fram neinir útreikningar um áhrif frumvarpsins á þjóðarhag og verður það að teljast með ólíkindum í slíku stórmáli.
Kristján Möller, formaður Atvinnuveganefndar Alþingis, viðurkennir að enginn viti í raun og veru hvernig þessi væntanlegu lög um veiðigjald muni fara með undirstöðuatvinnuveginn, en segir að það muni allt verða reiknað út á næstu árum, en þá gæti það að vísu verið orðið of seint fyrir atvinnugreinina, sérstaklega ef hún verður dauð áður en niðurstaða í þá útreikninga fæst.
Í raun er verið að pressa þessi lög í gegn á þessu þingi í þeim eina tilgangi að ríkisstjórnin geti lagt fram eyðslu- og sukkfjárlög fram fyrir næsta ár, sem er kosningaár og því mikið í húfi fyrir ríkisstjórnina að láta líta út fyrir að fjármál ríkissjóðs bjóði upp á slíkt eyðslufyllerí sem Kristján gefur í skyn að bjóða eigi til á næsta ári.
Sjálfsagt er að veiðigjald standi undir kosnaði ríkisins af Hafrannsóknarstofnun og öðru sem snýr beint að fiskveiðum og vinnslu, en allt sem þar er umfram ætti að leggjast í Auðlindasjóð sem aðeins yrði nýttur í neyðartilfellum, þ.e. t.d. þegar aflabrestur eða aðrar efnahagshörmungar ganga yfir þjóðina.
Þess vegna á auðvitað að nota veiðigjaldið núna til að létta á skuldabyrði ríkissjóðs eftir síðasta efnahagsáfall, en alls ekki að nota það í kosningasjóð Samfylkingar og Vinstri grænna.
![]() |
Kristján: Hefðum mátt vera sneggri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.6.2012 | 21:15
Evrukrísan versnar enn og áhyggjur heimsins vaxa
Í viðhangandi frétt er fjallað um frásögn fréttavefjar Daily Telegraph í Bretlandi af áhyggjum Gordons Brown, fyrrv. forsætisráðherra Bretlands, af því að evrukrísan gæti enn versnað og náð til æ fleiri landa og þar á meðal til Frakklands, sem fram að þessu hefur verið burðarás svæðisins ásamt Þýskalandi.
Brown er enn einn af málsmetandi mönnum veraldarinnar sem varar við þeim hörmungum sem framundan gætu verið í Evrópu, ef fram fer sem horfir með evruna og reyndar eru fleiri en Evrópubúar sem óttast afleiðingar evrukrísunnar og eru að búa sig undir það versta, eins og segir í fréttinni: "Þá segir í fréttinni að margir telji að seðlabankar eins og Englandsbanki og Bandaríski seðlabankinn séu reiðubúnir að dæla gríðarlegum fjármunum inn í hagkerfi heimsins gerist þess þörf þegar markaðir opna á mánudaginn."
Allir hugsandi menn í heiminum hafa verulegar áhyggjur af fjármálakrísunni sem herjar á Evrópu og þá sérstaklega löndin sem nota evru sem gjaldmiðil, þ.e. fyrir utan ráðamenn á Íslandi sem ennþá láta eins og hér sé um minniháttar vandamál að ræða sem komi íslendingum ekkert við og hafi engin áhrif á áformin um að innlima landið í væntanlegt stórríki Evrópu.
Algert lágmark væri að fresta öllum innlimunarviðræðum um a.m.k. fimm ár, en líklega verður ekki séð fyrir endann á evrukrísunni fyrr og gæti jafnvel tekið mun fleiri ár að greiða endanlega úr vandanum.
Að fresta ekki innlimunaráformunum er hrein móðgun við íslenska þjóð.
![]() |
Frakkland og Ítalía gætu þurft björgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)