Ópólitískar forsetakosningar?????

Segir þetta ekki allt sem segja þarf um það hvort forsetakosningarnar séu pólitískar eða ópólitískar:

"74,5% samfylkingarfólks, 59,5% Vinstri-grænna og 65,3% stuðningsfólks Bjartrar framtíðar sagðist vilja kjósa Þóru. Þá voru 62,0% þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina sem jafnframt sögðust kjósa Þóru."

Hver var það annars sem stillti því þannig upp að í þessum kosningum væri aðeins um að ræða "tvo turna"? Því var farið að halda fram löngu áður en framboðsfrestur rann út og enginn vissi hverjir fleiri yrðu í framboði.

Hvers eiga hinir frambjóðendurnir að gjalda?  T.d. er Herdís vel til setu á Bessastöðum fallin en löngu áður en hún gaf kost á sér var búið að lýsa því yfir að "slagurinn" stæði á milli Ólafs og Þóru.  

Þjóðin hefur viku til að átta sig á því að það er um fleiri en tvo frambjóðendur að velja. 


mbl.is Ólafur með 44,5% en Þóra 36,9%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef við skoðum kvenkyn forsetaframbjóðenda.

Efst í stafrófsröð er Andrea. Mjög skelegg mikið í hana spunnið. Næst er Herdís mjög meðvituð á málum okkar íslendinga, og ekki bara það, heldur er hún sennilega með mesta yfirsýn yfir þau mál sem við höfum yfir höfði okkar næstu misseri og/eða ár. Þóra er fyrirmyndarstarfskraftur í fjölmiðlum. Allar þessar konur eru mjög frambærilegar sem forseti. En ekki núna. Nú þurfum við einstakling sem stendur í hári rugludallanna á alþingi.(skrítið ég get ekki lengur skrifað alþingi með stórum staf?)

Nú er það karlpeningurinn sem forsetaframbjóðendur. Ari Trausti, er hann frambærilegur? jú,, en hann kemst aldrei nálægt kristjáni Eldjárn. Hann er allt annar karakter. Hannes er prúður maður og allt sem að hann segir er svo ljúft að það rennur í gegnum eina eyrað og út um hitt. Hans tími er ekki kominn. Ólafur Ragnar er maður sem allir treysta á sem einhverja glóru hafa í kollinum. Þá er ég nú að meina þá sem reyna að fylgjast með innanlandsmálum og utanríkismálum. Þessum málum verður að fylgjast með, því það er alltaf verið að mata okkur með ósannindum. Finnst ykkur það ekki???

Jóhanna (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 22:55

2 identicon

Axel, þú gleymdir alveg að minnast á þessa staðreind.."Þannig voru 67,2% framsóknarmanna, 63,7% sjálfstæðismanna og 45,7% stuðningsfólks Samtöðu sem sögðust kjósa Ólaf Ragna"

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 23.6.2012 kl. 06:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Staðfestir þetta ekki enn frekar að þetta séu stórpólitískar kosningar? Forsetakosningar ættu að vera hafnar yfir flokkspólitíkina og eingöngu kostir frambjóðendanna sem ættu að vera til umræðu, en ekki flokkspólitískar skoðanir kjósendanna.

Axel Jóhann Axelsson, 23.6.2012 kl. 09:20

4 identicon

Sæll Axel. Ég veit hverjir bjuggu til þessa tvo turna sem enn einkenna of mikið af stjórnmálum í dag, og afhverju. Þú getur rannsakað það sjálfur. Þetta voru öflin sem sundra og stilla fólki upp til stríðs. Í stríði eru bara til "við" og "hinir" og engir aðrir. Þar sem ekki deila tveir, heldur fleiri, þar eru skoðanaskipti og lýðræði en ekki stríð og fasismi eins og þar sem tveir deila. Það eru ekki frelsisöflin í þessum heimi sem vilja skipta þessu í tvennt.

x (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband