Hvers konar Evrópusamband?

Þó íslenskt Samfylkingarfólk og fámennur hópur annarra ESBaðdáenda vilji hvorki sjá, heyra eða viðurkenna að evran sé að hruni komin og lífróður sé róinn í Evrópu til að bjarga henni ásamt efnahagskrísunni sem flest evruríkin hrjáir um þessar mundir, þá hika kommisarar ESB ekkert við að ræða þau mál og hvaða breytingar þurfi að gera til að ESBdraumurinn verði ekki að verri martröð en hann þegar er orðinn.

Kommisararnir stefna að því að gera ESB að stórríki Evrópu, með einni sterkri yfirstjórn á öllum sviðum, ekki síst í peninga- og efnahagsmálum, eða eins og Olli Rehn, yfirmaður efnahagsmála ESB, lýsti yfir í viðtali á fréttavefnum Euobserver.com:  „Við þurfum að velta fyrir okkur hvers konar Evrópusamband á þurfi að halda til þess að dýpka efnahagslegan og pólitískan samruna, til að mynda til þess að sameiginleg útgáfa á skuldabréfum gæti gengið fyrir öll þau aðildarríki sem deila sameiginlega gjaldmiðlinum."

Yfirstandandi fundarhöldum, sem alfarið er stjórnað af kommisörum ESB, um innlimun Íslands í framtíðarríkið  verður að slíta umsvifalaust, enda liggur ekki fyrir ennþá í hvers konar ríki er verið að innlima landið.

Lágmarkskrafa er að þjóðin fái að segja álit sitt á þessum "viðræðum" í þjóðaratkvæðagreiðslu og hvort halda beri áfram inn í þá óvissu sem nú stefnir í. 


mbl.is Evruskuldabréf aftur á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Sammála síðasta ræðumanni!

Bergljót Gunnarsdóttir, 24.5.2012 kl. 00:39

2 Smámynd: Magnús Ágústsson

er það ekki USS€ sem þetta lið vill

Magnús Ágústsson, 24.5.2012 kl. 02:02

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég spurði Timo Summa að því um daginn hvernig breytingarnar og viðbæturnar á sáttmálum ESB vegna skuldakreppunnar myndu passa inn í viðræðurnar við Ísland.

Pakkað inn í langdregið málskrúð fékk ég eftirfarandi svar: "I can not give you any concrete answers."

Guðmundur Ásgeirsson, 24.5.2012 kl. 06:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband