Útifundurinn heppnaðist ágætlega

Það eru merkileg viðbrögð fulltrúa þeirra flokka sem útifundurinn á Austurvelli beindist að, að segja fundinn hafa misheppnast vegna skrílsláta nokkurra einstaklinga sem öskruðu sig hása í tilraun til að yfirgnæfa ræðumenn fundarins og reyna þar með að koma í veg fyrir að þeir gætu notað sér lýðræðislegan tjáningarrétt sinn og málfrelsi.

Stjórnarliðar taka greinilega meira mark á skrílslátum en málefnalegri umræðu.


mbl.is Segir fund LÍÚ misheppnaðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þessu Axel. Ég var þarna sjálfur sem fyrrum sjómaður og stóð í hópnum með hundruðum sjómanna sem mættir voru. Fundurinn var vel heppnaður en auðvitað var þarna fólk sem var með hávaða og skrílslæti, atvinnumótmælendur sem ættu að kynna sér málið betur.

Annað sem vakti athygli var fréttaflutningur RÚV af þessum vel heppnaða fundi. Þeir eru enn við sama heygarðshornið og gera lítið úr öllum málflutningi sem beinist gegn esb ríkisstjórninni, hinni tæru vinstri stjórn.

Bjarni Th. Bjarnason (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 14:57

2 identicon

Sæll.

Þessi ummæli Marðar segja mun meira um hann sjálfan en þennan fund.

@1: Sammála þér með RUV, þar þarf virkilega að taka til eftir kosningar, lögbrot á ekki að líða.

Helgi (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband