1.10.2009 | 17:02
Skattabrjáluð ríkisstjórn
Spurst hafði, að leggja ætti á nýja skatta á næst ári að upphæð þrjátíumilljaða króna og þótti flestum meira en nóg um.
Nú kemur fjárlagafrumvarðið fram og þá blasir þetta við: "Gert er ráð fyrir að skera niður útgjöld um 43 milljarða og afla nýrra tekna með skattahækkunum upp á 61 milljarð." Þetta á að gera með hækkun óbeinna skatta og sköttum á einstaklinga og fyrirtæki. Allir skattar, sem lagðir eru á fyrirtækin, enda úti í verðlaginu og eru greiddir af neytendum og þar að auki hækkar vísitalan og öll lán hækka í samræmi við það.
Þetta jafngildir því, að hvert mannsbarn á Íslandi, frá fæðingu og uppúr, þarf að greiða hátt í 200.000 krónum hærri skatta á árinu 2010, en gert var á þessu ári. Sem sagt, hver fjögurra manna fjölskylda þarf að taka á sig skattahækkun uppá 800.000 þúsund krónur á næsta ári.
Þetta er gjörsamlega veruleikafirrt og skattabrjáluð ríkisstjórn.
Það verður væntanlega bloggað meira um þetta síðar, þegar mesta sjokkið verður liðið hjá.
![]() |
Reikna með 87 milljarða halla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.10.2009 | 16:15
Horfa til Alþingis og sjá einungis ESB
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, setti þingið í dag og hélt tölu yfir þingmönnum, eins og venjur og siðir standa til. Reikna hefði mátt með, að forseti þingsins færi yfir þau mál, sem brýnust eru fyrir þjóð og þing á þessum krepputímum, t.d. endurreisn atvinnulífsins, baráttuna við atvinnuleysið, skuldavanda heimila og fyrirtækja, niðurskurð ríkisútgjalda, fyrirhugaða skattpíningu almennings o.s.frv.
Ekki fór þingforsetinn neitt yfir þessi brýnu mál, heldur eyddi hún ræðutíma sínum til að útskýra fyrir þinmönnum, hvað þeir yrðu uppteknir næsta ár og jafnvel þarnæsta, í ferðalögum þvers og kruss um Evrópu, á sífellum fundum með þing- og embættismönnum ESB landa, vegna umsóknar Íslands að stórríkinu. Í fréttinni er þetta eftir henni haft: ""Það kemur t.d. í hlut Alþingis að sinna samskiptum við Evrópuþingið, bæði við forustu þess og nefndir svo og þingflokkana á Evrópuþinginu sem eru mikilvægir valdahópar innan þingsins. Þá verður það Alþingis að sinna tengslum við þjóðþing einstakra ríkja Evrópusambandsins í þessu ferli. Afstaða Evrópuþingsins og þjóðþinganna mun ráða miklu um endanlega lyktir málsins af hálfu Evrópusambandsins. Það er síðan íslensku þjóðarinnar að taka endanlega ákvörðun um það hvort til aðildar komi," sagði Ásta Ragnheiður."
Það verður ekki komið miklu í verk í vandamálunum innanlands, á meðan þingið og allt stjórnkerfið verður upptekið við að eyða milljörðum í þetta ferli.
Frosti Sigurjónsson sagði í viðtali við Viðskiptablaðið, að þetta væri dýrasta bjölluat sögunnar.
Meirihluti þjóðarinnar eru engin hrekkjusvín og hafa algerlega hafnað því, að taka þátt í þessu bjölluati og mun hafna þessum prakkaraskap í þjóðaratkvæðagreiðslu.
![]() |
Landsmenn horfa til Alþingis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2009 | 14:00
Erlendir endurskoðendur endurskoða íslenska endurskoðendur
Sérstakur saksóknari sendi sveit manna til leitar og handlagningar skjala og rafrænna upplýsinga varðandi bankahrunið hjá tveimur af stærstu endurskoðunarfyrirtækjum landsins, PricewaterhouseCoopers og KPMG. Bæði bankar og fyrirtækjakóngulóanet útrásarmógúla höfðu her lögfræðinga og endurskoðenda á sínum snærum, til þess að láta viðskipti sín líta út fyrir að vera samkvæmt öllum lögum og reglugerðum.
Því kemur ekki á óvart að húsleitir séu gerðar hjá lögfræði- og endurskoðunarskrifstofum í leit að gögnum varðandi þessi mál og hugsanlegt verður að telja, að fækkað gæti í stéttum lögmanna og endurskoðenda, að rannsókn lokinni. Í fréttinni segir: "Samkvæmt upplýsingum frá embætti sérstaks saksóknara liggur m.a. athugun fransks endurskoðanda á ársreikningum bankanna til grundvallar húsleitunum og til rannsóknar sé m.a. grunur um skjalabrot, auðgunarbrot, brot gegn lögum um bókhald og ársreikninga, brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og verðbréfaviðskipti og loks brot gegn hlutafélagalögum."
Þarna er greinilega um ákaflega umfangsmikla rannsókn að ræða, sem vafalaust mun taka langan tíma, en fram kemur að: "Auk starfsmanna embættisins tóku þátt í húsleitunum lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þ.á m. sérfræðingar í haldlagningu og meðferð rafrænna gagna og sex erlendir sérfræðingar á sviði endurskoðunar."
Það verður fróðlegt að fylgjast með þeim ákærum sem lagðar verða fram gegn lögfræðingum og endurskoðendum þessara fyrirtækja.
Ekki síður vörninni, sem háð verður af lögfræðingum og endurskoðendum.
![]() |
Grunur um fjölda brota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.10.2009 | 11:07
Jóhanna hafnar greiðsluskyldu í fyrsta sinn
Fram að þessu hafa Jóhanna, feluforsætisráðherra, og Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, haldið því statt og stöðugt fram, að Íslendingum bæri að greiða Icesave"skuld" þjóðarinnar til bresku og hollensku þrælahöfðingjanna og ef Íslendingar vildu vera þjóð meðal þjóða, yrðu þeir "að standa við skuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi". Þetta er akkúrat málflutningur þrælapískaranna og fyrir þeim málstað hafa þau skötuhjú barist hart, allt þar til nú.
Núna segir Jóhanna: "Er sanngirni í því að íslenska þjóðin taki á sig 300 milljarða vegna Icesave, 400 milljarða, eða 700 milljarða? Svar mitt er að það er ekki sanngirni í því að íslenska þjóðin taki á sig eina einustu krónu af þessu."
Jafn hrædd við þrælasvipuna og áður, bætir hún þessu við: "En við viljum vera í samfélagi þjóðanna. Við stöndum frammi fyrir því að við viljum ekki einangrast. Við stöndum frammi fyrir því að þegar þetta mál kom upp í haust þá stóðum við alein, alein meðal þjóðanna. Ekki einu sinni Norðurlandaþjóðirnar vildu standa með okkur um að okkur bæri ekki að greiða þessar skuldir. Það er hinn kaldi veruleiki. Regluverkið sem var stuðst við var gallað og við erum fórnarlömb þess hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Jóhönnu og Steingrími J. hefði verið nær að tala máli sinnar eigin þjóðar áður, en reyna ekki að réttlæta óþverralegasta þrælasamning, sem gerður hefur verið í Íslandssögunni.
![]() |
Ekki sanngirni að við borgum, en... |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.10.2009 | 09:50
Lilja vitkast við svipuhöggin
Lilja Mósesdóttir var stuðningmaður þess að Ísland gengi í ESB og greiddi atkvæði með umsókn að því skaðræðisbandalagi. Hún hefur líklega ekki haft mikil samskipti við fulltúra frá þessum löndum, en hún komst í kynni við nokkra slíka í vikunni og skipti þá snarlega um skoðun á ESB.
Lilja og fleiri íslenskir þingmenn hittu kollega sína frá Bretlandi og Hollandi og reyndu að útskýra fyrir þeim málstað Íslands í Icesave málinu og samkvæmt prótokollinu þóttust fulltrúar þrælahaldaranna hafa skilning á málstað Íslands, en sögðu svo hreint út, að ef íslenskir skattgreiðendur væru með eitthvert múður út af þrældómnum, sem hann hefur verið hnepptur í fyrir Breta og Hollegndinga, þá yrði séð um að Ísland kæmist aldrei inn í ESB.
Með orðum Lilju, hljóðuðu hótanirnar svona: "Það kom mér mjög á óvart. Ég spurði hvort þeir væru að tengja saman Icesave og ESB-umsókn okkar? Já, svöruðu þeir. Þið verðið að átta ykkur á því að ef þið verðið ekki búin að ganga frá Icesave, þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina, segir Lilja.
Hún segist sjálf hafa verið hlynnt því að skoða aðildarsamning að ESB, en eftir þessa hótun breska þingmanns Verkamannaflokksins varð ég afhuga aðild að Evrópusambandinu.
Þetta hefur reyndar verið vitað í langan tíma, þó sumir verði að fá þetta beint á bakið með svipuhöggum þrælahöfðingjanna.
![]() |
Þá eruð þið bara vandamál fyrir framkvæmdastjórnina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2009 | 08:27
Ráðherrann sem stjórnaði byltingunni
Álfheiði Ingadóttur, nýjum heilbrigðisráðherra, er óskað velfarnaðar í starfi, en hins vegar er ekki hægt að óska þjóðinni til hamingju með þennan einstakling í ráðherrastóli, því Álfheiður er hreinræktaður kommúnisti af gamla skólanum, sem hún fer hreint ekki leynt með sjálf, og hún var ein af þeim sem stjórnuðu ofbeldisseggjum búsáhaldabyltingarinnar bak við tjöldin, en þó ekki með meiri leynd en svo, að hún sendi þeim bendingar úr gluggum Alþingishússins um hvar best væri að gera atlögu að húsinu hverju sinni. Einnig réðst hún sjálf á lögreglumenn, sem unnu skyldustörf sín af kostgæfni í kjallara Alþingishússins.
Slíkri manneskju er ekki hægt að fagna þegar hún er sett til æðsta embættis innan heilbrigðiskerfisins. Stólinn hlýtur hún að hafa keypt með loforði um að styðja ríkisstjórnina við eitt lögbrotið enn, þ.e. að ganga gegn lögum Íslands með því að semja upp á nýtt um ríkisábyrgðirnar á Icesave skuldum Landsbankans.
Í fyrstu grein lagann um ríkisábyrgðina segir að fyrirvararnir skuli kynntir fyrir Bretum og Hollendingum og ríkisábyrgðin muni taka gildi, þegar þeir hafi samþykkt þá. Hvergi í lögunum er ríkisstjórninni gefið umboð til að endursemja um fyrirvarana, en það er einmitt sú lögleysa, sem hrakti Ögmund úr embætti og með stuðningi við þetta lögbrot er Álfheiður að taka við.
Ríkisstjórn, sem brýtur lög frá Alþingi, á sér ekki langa framtíð.
![]() |
Álfheiður verður ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
30.9.2009 | 22:13
Jóhanna málar skrattann á vegginn
Jóhanna, meintur forsætisráðherra, málaði skrattann á vegginn á opnum fundi Samfylkingarinnar í kvöld, til þess að plægja jarðveginn fyrir næstu tilkynningu sína, en sú mun fjalla um ótrúlegar skattahækkanir á almenning, enda koma stjórnarflokkarnir sér ekki saman um þann niðurskurð, sem raunverulega þyrfti að eiga sér stað í ríkisútgjöldum.
Auðvitað er ástandið alvarlegt og það var vitað strax á síðasta vetri, en mál hafa ekkert þokast til að koma atvinnuvegunum af stað aftur, né í baráttunni við atvinnuleysið, enda hanga þessi mál á sömu spýtunni.
Ef stjórnin væri ekki að flækjast fyrir atvinnuuppbyggingunni, t.d. með því að gera allt sem í hennar valdi stendur til að stöðva allar stórframkvæmdir, þá væri hægt að skapa vinnu fyrir þúsundir manna strax á næstu mánuðum. Með því væri hægt að fjölga skattgreiðendum og auka veltu í þjóðfélaginu, sem aftur myndi skila stórauknum tekjum í gegnum virðisaukaskattinn.
Í stað þess að fara atvinnuuppbyggingarleiðina, velur ríkisstjórnin þá leið að leggja nýja og hækkaða skatta að upphæð 400.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á næsta ári.
Það eru úrræði stjórnarinnar til aðstoðar heimilunum í landinu.
![]() |
Niðurskurður er óhjákvæmilegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.9.2009 | 15:38
Þeir sletta skyrinu, sem eiga það
Sigmundur Ernir, þingmaður Samfylkingar, leyfir sér á viðkvæmum tíma, að hæðast að og ögra VG með því að láta í það skína, að ekkert mál sé að fylla skarð Vinstri grænna í ríkisstjórninni, ef þeir hunskist ekki til að hlýða Samfylkingunni í einu og öllu, eins og þeir hafa reyndar gert fram að þessu.
Nú, þegar Ögmundi blöskrar yfirgangurinn, lætur Sigmundur Ernir hafa þetta eftir sér: "Hann segir það svo að eining innan VG skeri úr um áframhaldandi stjórnarstamstarf, náist ekki eining þurfi stjórnin á stuðningi að halda Þá finnst mér það eðlilegasti kosturinn að halla sér að þeim sem eru næstir okkur í pólitík, segir Sigmundur og segir áframhaldið verða að koma í ljós."
Ekki útskýrir hann hverjir standi næst Samfylkingunni í pólitík, aðrir en VG, sem Samfylkingarmenn hafa, fram að þessu, haldið fram að væri besti vinur aðal. Spurning hvort þarna sé átt við Hreyfinguna eða Framsóknarflokkinn, sem reyndar hefur verið harðasti andstæðingur Icesacesamningsins.
Svo klikkir Sigmundur Ernir út með því að hæðast að Ögmundi, með eftirfarandi orðum: Við héldum að hann væri orðinn skólaðri í pólitík en þetta.
Þetta segir nýliði á þingi, sem hefur enda oftast hagað sér sem slíkur.
![]() |
Stendur og fellur með VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2009 | 14:19
Klofnar flokkur Vinstri grænna?
Þingflokkur VG hefur verið kallaður saman kl. 14:15 í dag, til að fjalla um afsögn Ögmundar úr ríkisstjórninni og hvort hægt verður að berja afganginn af þingflokknum til hlýðni við feluforsætisráðherrann og Steingrím J. vegna fyrirvaranna við Icesave.
Þetta verður vafalaust hitafundur og ekki ólíklegt að flokkur Vinstri grænna klofni í herðar niður í framhaldi þessarar afsagnar. Enginn segir af sér ráherradómi að gamni sínu og án samráðs við sína helstu stuðningsmenn og það bakland, sem hefur komið viðkomandi alla leið í ráðherrastól.
Því mun það ráðast á þessum fundi, hvort Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir, Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja muni fylgja Ögmundi og stofna nýjan flokk, eða halda áfram að starfa með þrælasalanum Steingrími J.
Það sem örugglega kemur út úr þessu öllu, er að tilraunin með fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórnina á Íslandi mun mistakast herfilega.
Það sem mun fylgja þeirri pólitísku upplausn, sem nú þarf að glíma við á næstunni, mun ekki bitna á neinum öðrum en þjóðinni með síversnandi lífskjörum.
Þjóðin hefði reyndar þurft að þjást hvort sem var, því ekki gat ríkisstjórnin komið sér saman um nokkurn hlut, þó tækifærið sé notað til að sprengja stórnarsamvinnuna með Icesavemálinu.
![]() |
Þingflokkur VG fundar kl. 14.15 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 13:23
Jóhanna klúðrar með hortugheitunum
Nú þegar er það komið fram, sem spáð var í morgun, að Jóhanna, leyniforsætisráðherra, er búin að klúðra ríkisstjórnarsamstarfinu, með frekju sinni og hortugheitum. Hafi hún haldið að hún gæti svínbeigt Ögmund Jónasson til undirgefni við sig í Icesave málinu, er hún dómgreindarlausari stjórnmálamaður, en nokkur gat ímyndað sér, jafnvel þó álitið á henni hafi ekki verið mikið fyrir.
Ögmundur sagi af sér ráðherraembætti vegna þess að hann vildi ekki hlíta neinum afarkostum Breta og Hollendinga og treysti sér ekki til að standa að neinum breytingum við Icesavefyrirvarana sem ráðherra og mun auðvitað ekki styðja fyrirhugaðar breytingartillögur ríkisstjórnarinnar sem óbreyttur þingmaður.
Það var aðeins orðið spurning um daga, en ekki vikur, hvenær ríkisstjórnin hefði sprungið, því ekki er samstaða milli eða innan ríkisstjórnarflokkanna um nokkurt einasta mál, sem sem einhverja vikt hefur og því er auðveldast fyrir Jóhönnu að sprengja á Icesavemálinu, frekar en að láta koma endanlega í ljós, að ríkisstjórnin geti ekki komið saman fjárlögum fyrir árið 2010.
Nú verður að taka við stjórninni fólk, sem treystir sér og getur ráðið við vandann.
Líklega verður það Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Ögmundararmur VG.
![]() |
Ögmundur segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)