29.10.2009 | 08:33
Niðurlæging fyrir ríkisstjórnina
Í könnun fyrir Viðskiptablaðið, sem MMR framkvæmdi, var spurt hver svarendur vildu helst að leiddi Íslendinga út úr kreppunni og var niðurstaða könnnunarinnar athyglisverð, að ekki sé meira sagt.
Í svona könnunum hefur forsætisráðherra hverju sinni oftast orðið efstur, en nú bregður svo við að maður sem hætti í stjórnmálum fyrir fimm árum, lendir í fyrsta sæti og forsætisráðherrann í því þriðja.
Enn athyglisverðara er niðurstaðan í ljósi þess, að það var einmitt þessi sami forsætisráðherra, sem flæmdi þann sem efstur varð í könnunninni, úr starfi strax og hún komst í aðstöðu til þess. Það var reyndar hennar fyrsta verk sem forsætisráðherra, að flæma þann sem þjóðin treystir best úr embætti sínu.
Að Davíð Oddsson, sem Samfylkingin hefur reynt að klekkja á alla tíð, skuli hafa orðið efstur í þessari könnun er niðurlæging fyrir ríkisstjórnina og raunar alger háðung, en að sama skapi mikil uppreist æru fyrir Davíð Oddsson.
Í þessu efni, eins og svo mörgum öðrum, hlær sá best, sem síðast hlær.
![]() |
Treysta Davíð til að leiða landið út úr kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
29.10.2009 | 08:12
Hælist um af hroðvirkninni
Össur Skarphéðinsson, grínari, heldur nú uppistand fyrir norræna ráðherra og embættismenn úti í Stokkhólmi og reytir af sér brandarana, eins og venjulega og við misjafnar undirtektir, eins og venjulega.
Á milli þess, sem skrítlurnar eru látnar fjúka, hælir Össur sjálfum sér fyrir að vera hroðvirknasti ráðherra í gjörvallri Evrópu, eins og kemur fram í fréttinni: "Össur benti á að Ísland hefði þegar svarað þúsundum spurninga, sem framkvæmdastjórn ESB hefði lagt fyrir þótt svarfresturinn renni ekki út fyrr en um miðjan nóvember."
Hér heima hefur verið bent á, að svörin hafi verið illa unnin að mörgu leyti, t.d. var hraðinn á að koma þeim úr landi slíkur, að enginn tími var gefinn til samlestrar og samhæfingar svaranna og orðalag svaranna víða verið ónákvæmt og jafnvel villandi á stundum.
Utanríkisráðherra Finnlands gerir sér grein fyrir þessari fljótaskrift Össurar á málinu, og tekur gríninu eins og vera ber, eða eins og þar segir: "Alexander Stubb sagði við TT, að hann teldi að Ísland hefði sett Evrópumet í að svara spurningum tengdum aðildarumsókninni. Ef framkvæmdastjórnin sendir frá sér jákvæða álitsgerð þegar í desember þá væri það einnig met," sagði hann."
Össur hagar sér eins og barn í leikfangabúð og aðrir ráðamenn reyna að sussa á barnið og leiða því fyrir sjónir, að það geti ekki strax fengið allt sem það vill, þótt það grenji frekjulega.
Svo á Ísland á miklu betri skemmtikrafta, sem hægt væri að senda á samkomur Norðurlandaráðs, til að stytta þingfulltrúum stundirnar.
![]() |
Á methraða inn í ESB? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 20:25
Enn skammar ASÍ ríkisstjórnina
Enn koma harðorðar skammir frá ASÍ vegna aðkomu ríkisstjórnarinnar að stöðugleikasáttmálanum, sem hún hafði þó sjálf skrifað undir þann 25. júní s.l., en síðan svikið meira og minna.
Í fréttinni er þetta haft eftir forseta ASÍ: "Ég hélt að vegna tímanauðar, fjarveru ráðherra og kjördæmisdaga hefðu menn sammælst um að kæla þetta og setjast að viðræðum eftir helgina. Ég verð að viðurkenna að það kom mér í opna skjöldu að ríkisstjórnin sendi þetta frá sér í dag og loki málinu. Það er ágreiningur af hálfu ASÍ og SA um þetta. Við teljum þetta ekki grunn til að byggja samstarf á, sagði Gylfi."
Alþýðusambandið telur ríkisstjórnina tæplega viðræðuhæfa, eða marktæka, samkvæmt þessum orðum forsetans.
Stjórnarandstaðan á Alþingi kemst ekki í hálfkvisti við ASÍ í gagnrýni á stjórnun landsins.
Skyldi Samfylkingunni ekki vera farið að líða illa í ríkisstjórn, þegar baklandið er komið í harða stjórnarandstöðu?
![]() |
Yfirlýsingin kom ASÍ á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 16:01
Hvar eru náttúruverndarsamtökin?
Útigangskindurnar á fjallinu Tálkna hafa lagað sig að aðstæðum í fjallinu og virðast hafa spjarað sig þar sæmilega, enda verið þar í yfir fimmtíu ár. Þær eru leggjalengri en aðrar ær og sérlega fimar í klettaklifri.
Ragnar Jörundsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir í fréttinni: Samkvæmt heimildum er búið að vera þarna villt fé frá miðri síðustu öld og margir vilja meina að þetta sé orðið að sérstöku kyni meðan aðrir segja að þarna sé úrkynjun á ferð. Féð er nokkuð háfættara en venjan er núna þótt það hafi kannski verið svona almennt á fyrrihluta síðustu aldar. Síðan hefur heimafé verið ræktað mikið,
Sé féð að úrkynjast vegna skyldleikaræktunar, er auðvelt að bæta úr því, með því að senda ungan hrút á fjallið. Heimafé hefur verið ræktað mikið, þannig að þarna eru síðustu afkomendur landnámskindanna væntanlega samankomnar og mikið slys, ef stofninum verður algerlega útrýmt.
Hvað er að því, að leyfa þessum stofni að hafast þarna við, villtur og óáreittur fyrir mannfólkinu? Mætti ekki frekar flytja æranar á Hornstrandir, frekar en að lóga þeim?
Hvar eru nú öll náttúruverndarsamtökin?
![]() |
Nítján kindur heimtar af Tálkna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.10.2009 | 13:59
Yfirlýsing í dag eða á morgun, eða bara seinna
Blaðamaður mbl.is ræddi í síma við Jóhönnu, forsætisráðherralíki, þar sem hún er stödd í útlöndum, að spila á fiðlu með vinum sínum, á meðan Róm brennur. Vaðall var á frúnni í viðtalinu, eins og venjulega, en þó án þess að hún segði mikið annað en þetta venjulega um ESB drauma sína.
Aðspurð um stöðugleikasáttmálann, kvaðst hún ánægð með að samningar héldu á vinnumarkaði, sem var langt frá því henni að þakka, en svo komu venjubundnu svörin um aðgerðir ríkisstjórnarinnar: "Von er á sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra og fjármálaráðherra í dag um nokkur atriði varðandi stöðugleikasáttmálann. Þau snerta m.a. ríkisfjármálin og skattana."
Frá því í síðustu viku hefur verið sagt að þessi yfirlýsing kæmi í dag, í kvöld, á morgun eða a.m.k. fyrir helgi. Ennþá sami söngurinn og þjóðin bíður skellihlæjandi, þrátt fyrir að alls ekki sé um neitt gamanmál að tefla.
Annað sem kom fundarstjóra ríkisstjórnarinnar verulega á óvart, var verðbólgan, eða eins og í fréttinni segir: "Jóhanna lýsti vonbrigðum með verðbólguþróunina en þrátt fyrir síðustu mælingu kvaðst hún eiga von á að verðbólgan muni fara hratt niður, allar forsendur séu fyrir því. Það er afar mikilvægt til þess að við náum okkar markmiðum í þessum stöðugleikamálum, sagði Jóhanna."
Hún á sem sagt von á því að verðbólgan lækki í kvöld, á morgun, í næstu viku, eða að minnsta kosti einhverntíma í framtíðinni. Sömu von er hún búin að lýsa síðan í vor og þá áætlaði hún að verðbólga yrði komin niður í 2,5% um áramót. Það verður kannski, vonandi einhverntíma.
Þjóðin bíður og vonar að eitthvað gerist í kvöld, á morgun, hinn daginn, fyrir helgi, eða bara einhverntímann.
![]() |
Fagnar framhaldi kjarasamninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.10.2009 | 09:50
Fjarvera ráðherra og tímaskortur
Telja verður með ólíkindum að á örlagatímum, skuli fjórar ráðherranefnur vera erlendis á kjaftaþingi Norðurlandaráðs, þar á meðal bæði Jóhanna, forsætisráðherralíki, og Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur. Enginn hefði hins vegar gert athugasemdir við fjárveru félagsmála- og umhverfisráðherranefnanna, reyndar öllum fyrir bestu, að þau dvelji erlendis sem lengst.
Vegan svika ríkisstjórnarinnar í nánast öllum málum, sem hún hafði sjálf lofað að koma í verk í stöðugleikasáttmálanum og áttu að vera komin til framkvæmda þann 1. nóvember, var allt á suðupunkti um framlegnigu sáttmálans og kjarasamninga, og þá létu forsvarsmenn stjórnarinnar sig einfaldlega hverfa úr landi og gáfu "meltan mat" í hvað yrði um efnahagslíf landsins.
Eftirfarandi segir það, sem segja þarf: "Á vef ASÍ kemur fram að á lokametrunum hafi tekist að einangra ágreining við ríkisstjórnina við eitt atriði yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna framgangs stöðuleikasáttmálans. Samtökin hafi þegar óskað eftir viðræðum við ríkisstjórnina í dag til að útkljá þennan ágreining, en vonir ASÍ standi til að orsökin sé aðallega vegna fjarveru ráðherra og tímaskorts."
Nánar en þetta, er ekki hægt að lýsa áhuga- og kæruleysi ríkisstjórnarnefnunnar.
Samtök verkalýðsins eru orðin hörðustu gagnrýnendur stjórnvalda og er þá mikið sagt.
![]() |
Ágreiningur í skattamálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
27.10.2009 | 21:30
Móðgun við íslenska þjóð
Furðulegt er að fréttir skuli berast af því, að Jóhanna, forsætisráðherralíki, sé farin að tala um það í útlöndum, hvað Íslendingar ætli að gera innan ESB og innan hvaða málaflokka þeir muni beita sér sérstaklega eftir inngöngu í sambandið.
Forsætisráðherralíkið sagði t.d. á þingi Norðulandanna í dag: "Ísland mun vilja stuðla að auknu samstarfi smærri aðildarríkja ESB og árétta mikilvægi samstöðu allra aðildarríkja. Með aðild Íslands yrði aðstæðum á Norðvestur-Atlantshafi gefinn meiri gaumur og íslensk stjórnvöld verða ávallt reiðubúin að standa vörð um hagsmuni þjóða í þessum heimshluta."
Hagsmuna hvaða þjóða mun Jóhanna standa vörð um í þessum heimshluta? Stæði henni ekki næst að gæta hagsmuna Íslendinga á þessum slóðum, þar með töldum fiskveiðiréttindum og réttinum til annarra auðlinda og siglingaleiða á svæðinu?
Burtséð frá því, þá er það, að tala nánast eins og öruggt sé að Ísland verði aðili að ESB, alger móðgun við þjóðina, því fram að þessu hefur alltaf verið sagt, að íslenska þjóðin muni taka endanlega ákvörðun um málið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Auðvitað mun Samfylkingin svíkja það, eins og flest annað, enda er nú eingöngu talað um "ráðgefandi" þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samfylkingin mun svíkja þjóðina um þann rétt, enda er ætlunin að þröngva ESB upp á Íslendinga, með illu.
![]() |
Aukið samstarf smærri aðildarríkja mikilvægt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.10.2009 | 15:59
Engin tök á fjármálum ríkisins
Nú er komið í ljós, að ríkisstjórnarnefnan hefur engin tök á fjármálum ríkisins og stefnir nú í að hallinn á fjárlögum ársins verði þrjátíumilljörðum meiri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Ríkisendurskoðun gerir alvarlegar athugasemdir við þessi lausatök á fjármálum ríkisins í nýrri skýrslu og bendir á, að ekki hafi verið farið eftir fyrri ábendingum hennar, sem hún setti fram um mitt árið.
Í skýrslunni segir: "Ný áætlun fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir að tekjur ársins í heild verði rúmum 4 milljörðum meiri en reiknað var með í upphafi árs og telur Ríkisendurskoðun líkur á að þetta gangi eftir. Aftur á móti er nú gert ráð fyrir að halli ríkissjóðs verði mun meiri en fjárlög gerðu ráð fyrir eða 182 milljarðar í stað 153 milljarða. Segir Ríkisendurskoðun ljóst að aðgerðir um mitt ár sem ætlað var að hemja kostnað hafi ekki borið tilætlaðan árangur."
Þessi 33 milljarða framúrkeyrsla í útgjöldum ríkissjóðs sýnir svo ekki verður um villst, að fjármálajarðfræðingurinn hefur engin tök á rekstri ríkissjóðs og þrátt fyrir að í samstarfssamningi ríkissins og AGS hafi verið gert ráð fyrir að ekki yrði skorið verulega niður á þessu ári í ríkisútgjöldunum, átti alls ekki að auka hallann umfram 153 milljarða og þótti flestum nóg um þann halla.
Ríkisstjórnarnefnan hefur engar aðrar hugmyndir til að bregðast við vandanum, en að hækka skattana á almenning, langt umfram það, sem áður hafði verið boðað, og var það þó kallað skattahækkanabrjálæði.
Það eru engin lýsingarorð í íslensku, sem ná yfir þessar viðbótarhugmyndir um skattahækkanir.
Þær eru svo gjörsamlega glórulausar.
![]() |
Mun meiri halli á ríkissjóði en áætlað var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.10.2009 | 14:16
Svarar fyrir krónuna að sjómannasið
Viðskiptaritstjóri The Daily Telegraph, Ambrose Evans-Pritchard, hótar að svara að "sjómannasið", ef hann heyrir einhvern líkja gengislækkun íslensku krónunnar við slys.
Í grein sinni í The Daily Telegraph, segið hann m.a: "Veika krónan er að gera nákvæmlega það sem hún ætti að gera, skrifar Evans-Pritchard. Útflutningur frá Íslandi sé að rétta úr kútnum og vörur framleiddar á Íslandi séu að koma í stað innflutnings í stórum stíl."
Í blaðinu kemur einnig fram: "Síðan bendir hann á að efnahagur Íslands sé að rétta hraðar úr sér en segja megi um efnahaginn á Írlandi, í Lettlandi og Litháen. Síðasttöldu löndin séu öll í viðjum fastgengis - innan eða utan evru. Hann telur að áhrif þessa komi enn betur í ljós á næstu tveimur árum."
Það er merkilegt að þessi útlendingur skuli skilja hve mikils virði sjálfstæður gjaldmiðill er fyrir Íslendina, þegar margir Íslendingar skilja ekki sjálfir hversu krónan er landinu dýrmæt við þessar aðstæður.
Það versta er að þýðing sjálfstæðs gjaldmiðils er gjörsamlega óskiljanlegt fyrir þá, sem í skammsýni sinni vilja troða Íslandi inn í ESB og taka upp Evruna.
Skammsýnastar og skilningslausastar allra eru ráðherranefnur Samfylkingarinnar.
![]() |
Hótar að svara að sjómannasið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.10.2009 | 11:00
Tekur ríkisstjórnin sönsum?
Nú er ekki nema nokkrir klukkutímar til stefnu fyrir ríkisstjórnarnefnuna að taka sönsum varðandi sinn eigin stöðuleikasáttmála, svo að hann falli ekki úr gildi og allt fari endanlega í upplausn í þjóðfélaginu og hefur hún þó valdið nægum skaða fyrir.
Það yrði saga til næsta bæjar, ef aðilar vinnumarkaðarins hættu aðild að sáttmálanum vegna svika ríkisstjórnarinnar að standa við sinn hluta af sáttmála sem átti að verða til að efla atvinnulífið, fækka atvinnulausum, lækka vexti og almennt að koma einhverri hreyfingu á efnahagslífið.
Aðilar vinnumarkaðarins eru að gefast upp á ríkisstjórnarnefnunni, enda kemur fram að: "Ein af þeim hugmyndum sem hafa verið ræddar er að SA og ASÍ segi sig frá samstarfi um stöðugleikasáttmálann."
Ríkisstjórnarnefnan er algerlega hugmynda- og getulaus til þess að taka á efnahagsmálum þjóðarinnar.
Vonandi tekst aðilum vinnumarkaðarins að koma fyrir hana einhverju viti.
Það þarf ekki að vera mikið, til að verða til mikilla bóta.
![]() |
Stjórn SA fundar í hádeginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)