4.1.2011 | 14:08
Þetta er allt spurning um verklag, Steingrímur
Steingrímur J. segir aðeins eftir að ná samkomulagi við lífeyrissjóðina um verklag vegna úrlausnanna um skuldavanda heimilanna, sem áttu að vera tilbúnar til framkvæmda þann 15. desember s.l., en hafa að sjálfsögðu ekki gert það, frekar en aðrar ráðstafanir stjórnarinnar sem hafa átt að vera tilbúnar "eftir helgi" eða a.m.k. "í næstu viku", eins og yfirleitt hefur verið tímasetning aðgerða sem stjórnin hefur boðað.
Steingrímur segir að þetta sé aðeins spurning um verklag, en það er auðvitað arfaslakt verklag að kynna aðgerðir til lausnar á einhvejum vanda í svo miklu flaustri og án almennilegs undirbúnings og vekja með því væntingar hjá fólki sem á í verulegum skuldavanda og hefur beðið eftir að ríkisstjórnin efni margítrekuð loforð um "verklag" til úrlausna fyrir fólkið, en hefur alltaf það "verklag" á loforðum sínum að efna þau aldrei, nema þá afar seint og illa.
Sama má segja um öll önnur verk ríkisstjórnarinnar, að þau eru eingöngu spurning um "veklag". Verklag hennar hefur verið með þeim ólíkindum að lengja og dýpka þá kreppu sem hrjáir þjóðfélagið, en ríkisstjórn með "verklagið" á hreinu stæði ekki í vegi fyrir hverskonar atvinnuuppbyggingu, heldur væri "verklagið" þvert á móti það, að gera allt sem mögulegt væri til að ýta undir aukna verðmætasköpun og stofnun nýrra og stækkun gamalla útflutningsfyrirtækja, en það er auðvitað eina leiðin út úr kreppunni og til eflingar lífskjaranna í átt til þess, sem áður var.
Þegar Steingrímur J. fer að skilja að allt snúist þetta um "verklagið" og breytir "verklagi" sínu og ríkisstjórnarinnar, fer vonandi að rofa til í efnahagsmálum þjóðarinnar. Það gerist ekki með "verklagi" skattahækkanabrjálæðis.
![]() |
Bara spurning um verklag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.1.2011 | 22:55
Ný evrukrísa í uppsiglingu
Spánn og Ítalía þurfa að endurfjármagna 400 milljarða af evruskuldum sínum á næstu mánuðum og það mun verða langt frá því auðvelt verk, eins og ástandið er á evrunni um þessar mundir og skuldaástandi evruríkjanna almennt.
Sérfræðingar telja afar vafasamt að evran lifi til lengdar sem gjaldmiðill og að janfvel strax á þessu ári muni verða ný evrukrísa, sem afleiðing af gífurlegri þörf evruríkjanna á endurfjármögnun skulda sinna.Celetino Amore, stofnandi fyrirtækisins IlliquidX, sem sérhæfir sig í verslun með skuldabréf, spáir miklum erfiðleikum á evrusvæðinu og segir m.a. í viðhangandi frétt: Það sem við erum að horfa fram á hefur greinilega möguleika til að verða að annarri lausafjárkreppu. Í þetta skiptið yrði hún hins vegar mun verri en áður. Stjórnvöldum hefur tekist að hægja á ferlinu, en vandamálin hafa ekki farið í burtu. Það eru útistandandi billjónir dala af skuldum sem verður að endurfjármagna eða selja.
Kínverjar eru þegar byrjaðir að kaupa upp spænsk ríkisskuldabréf og hafa reyndar verið iðnir við að kaupa upp evrópsk ríkisskuldabréf og evrur og sífellt styttist í því að þeir hafi fjárhagslega framtíð Evrópu í hendi sinni, eins og þeir hafa nú þegar bandarískt efnhagslíf nánast í sínum höndum.
Íslensk stjórnvöld skrökva því bláköld að þjóðinni að erfitt verði fyrir Íslendinga að fá erlend lán á næstunni verði ekki samþykkt að gera íslendinga að skattalegum þrælum Breta og Hollendinga vegna Icesave. Allir sem vilja sjá í gegnum þennan blekkingarvef og öllum erlendum fjármálafyrirtækjum er nákvæmlega sama um Icesave og fæst þeirra vita nokkuð um það mál, enda skiptir það ekki nokkru við ákvörðun lána til Íslendinga.
Sé hægt að sýna fram á arðvænlegar fjárfestingar mun ekki standa á fjárfestum og lánveitendum erlendis frá. Það eina sem stendur í vegi atvinnuuppbyggingar í landinu er ríkisstjórnin. Um leið og hægt verður að losna við hana, verður mögulegt að koma þjóðinni út úr kreppunni og fyrr ekki.
Málið er nú ekki flóknara en það.
![]() |
Telja ólíklegt að evran lifi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.1.2011 | 16:38
Hagvöxtur aukinn með lífeyrissparnaði
Við fjárlagagerðina gaf ríkisstjórnin út þá spá sína, að hagvöxtur yrði á árinu 2011, en hann yrði ekki drifinn áfram af aukinni verðmætasköpun í landinu eða minnkun atvinnuleysis, heldur myndi AUKIN EINKANEYSLA sjá til þess.
Nú er komið í ljós hvernig einkaneysla á að geta aukist á þessu ári án aukins krafts í atvinnulífinu og þar með meiri launatekjum þjóðarinnar. Einkaneyslan á að aukast með því að fólk á besta aldri gangi á SÉREIGNARLÍFEYRISSPARNAÐ sinn, sem því hafði tekist að koma sér upp á mörgum árum á meðan við völd voru ríkisstjórnir sem skildu þýðingu atvinnunnar og þýðingu þess að leggja til hliðar á starfsævinni í þeim tilgangi að skapa sér mannsæmandi kjör í ellinni.
Þetta er einhver fáránlegasta efnahagsstjórn sem sögur hafa farið af á vesturlöndum og sjálfsagt þó víðar væri leitað, en flestar ríkisstjórnir skilja það, að í kreppum er fyrsta, annað og þriðja boðorðið að reyna allt sem hægt er til að halda atvinnufyrirtækjunum gangandi og skapa forsendur fyrir ný og allra helst erlenda fjárfestingu í atvinnuvegunum.
Hér á landi gerir "fyrsta hreina vinstri stjórnin" allt sem mögulegt er til að koma í veg fyrir atvinnuuppbyggingu og þá allra helst ef eitthvað erlent gæti hugsanlega tengst málunum. Til að benda á þveröfug viðbrögð við kreppu má benda á Írland, en þar er megináhersla lögð á atvinnumálin, enda vita Írar, eins og flestir aðrir, að atvinna er undirstaða allra annarra aðgerða við slíkar aðstæður.
Vonandi losnum við hið fyrsta við þá ólánsríkisstjórn, sem við sitjum uppi með og þá mun gamla góða kjörorðið ganga í endurnýjun lífdaga: "Aldrei aftur vinstri stjórn".
![]() |
Heimild til taka út lífeyrissparnað hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.1.2011 | 22:30
Þingmenn ættu að vera 31
Furðuleg tillaga hefur séð dagsins ljós í Innanríkisráðuneytinu, en hún snýst um að fjölga sveitarstjórnarmönnum sem mest í helst hverju einasta krummaskuði landisins.
Samkvæmt þessum fáránlegu tillögum eiga sveitarstjórnarmenn í sveitarfélögum með fleiri en 100 þúsund íbúa að vera 23-31, en eru í eina sveitarfélaginu af þeirri stærðargráðu, þ.e. Reykjavík, fimmtán og hefur flestum þótt meira en nóg fram að þessu.
Ekki skal þessi geggjaða tillaga tengd á nokkurn hátt við kosningu Besta flokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, en varla er það lausn á vandamálinu, að því fleiri óhæfir borgarfulltrúar sem slæðist inn í borgarstjórn í einum kosningum, að þá sé ráðið við því að fjölga þeim allt að því tvöfalt.
Foringi Besta flokksins og borgarstjóri í Reykjavík hefur lýst sig vanhæfan til að gegna störfunum sem fylgja starfinu og hefur því losað sig við þau flest öll, en þiggur ennþá launin og hlunnindin sem greidd eru fyrir störfin en ekki titilinn. Til að leysa úr því vandamáli að hann sjálfur væri óhæfur til starfans, lagði hann sjálfur til að ráðnir yrðu tveir menn til að gegna starfi eins borgarstjóra fyrir tvöföld laun og virðist tillaga Innanríkisráðuneytisins vera af nákvæmlega sömu rótum runnin.
Ef fjöldi sveitarstjórnarmanna er óhæfur til að sinna skyldum sínum er eina ráðið sem jafn óhæfum opinberum ráðuneytismönnum dettur í hug til að leysa úr því, að fjölga sveitarstjórnarmönnum um helst 100% í þeirri von að við fjölgunina slæddist inn einn og einn hæfari frambjóðandi en fyrir voru við stjórnina.
Nær væri að vinna að því að fjölga hæfum sveitarstjórnarmönnum innan þess fjölda sem nú gegnir slíkum störfum og vinna að því jafnframt að fækka Alþingismönnum niður í 31, en það virðist vera tiltölulega hæfilegur fjöldi til lagasetninga fyri land og þjóð og gæti fækkað bulli á þingi um a.m.k. 50%.
Reyndar er tæplega hægt að reikna með að slík tillaga komi frá opinberum embættismönnum ráðuneytanna. Það allt of fjölmenna lið er þekkt fyrir flest annað en tillögur um að fækka og spara í mannahaldi ríkisrekstrarins.
![]() |
Fjöldi fulltrúa gæti breyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.12.2010 | 15:27
Gnarrinn kjörinn fígúra ársins á Stöð 2
Árið ætlar greinilega að enda á sama ótrúlega fíflaganginum og hefur einkennt mest allan framgang mála nánast allt frá hruni, og í samræmi við það hefur Stöð 2 séð ástæðu til að hæðast að þeim kosningum sem fram hafa farið undanfarið á ýmsum fjölmiðlum um "mann ársins".
Í háðungarskyni við Reykvíkinga útnefndi fréttastofa Stöðvar 2 Jón Gnarr sem fígúru ársins og getur þetta val engan veginn túlkast sem háð og spott um Reykvíkinga sem sitja uppi með trúð á borgarstjórastóli, en skrifstofustjóra borgarinnar sem sinni öllum verkefnum sem borgarstjóri á að gegna.
Það verður að viðurkennast að svo óbúinn er maður svona prakkaraskap af einni af stærri fréttastöðvum landsins, að tunga vefst gjörsamlega um höfuð, þegar reyna á að tjá sig um málið og setur algerlega úr skorðum allar fyrirætlanir um að blogga um merkilega hluti, sem þó gerðust einn og einn á árinu sem er að líða.
Vegna þess óstuðs sem þetta setur mann í, verður einfaldlega þagað fram á næst ár.
Óska öllum lesendum þessarar bloggsíðu, vinum, vandamönnum og öllum öðrum farsæls nýs árs með von um að það færi þjóðinni betri tíð með blóm í haga. Til að svo megi verða, þarf einungis nýja stjórn og nýja atvinnupólitík.
Kærar þakkir fyrir samskiptin á árinu 2010.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
31.12.2010 | 11:40
Becham í krossmálaferlum vegna vændis
Knattspyrnukappinn David Beckham er enn á ný kominn í vandræði vegna ásakana um að hafa haldið framhjá henni Victoríu kryddpíu, sem hann hefur verið kvæntur til margra ára. Í þetta sinn er það vændiskona frá Bosníu sem básúnar það út í fjölmiðlum að Beckham hafi borgað sér tíu þúsund dollara fyrir þjónustu sína á glæsihótelum víða um veröld.
Becham ætlar ekki að láta bjóða sér upp á svona trakteringar og krefst 25 milljóna dollara skaðabóta vegna þeirrar sálarangistar sem hann og Victoría hafa orðið fyrir við lestur þessara slúðurfrétta, enda erfitt fyrir viðkvæmar sálir að höndla slíkar ásakanir, enda ef sannar reyndust afar niðurlægjandi fyrir Victoríu, enda yrðu þær ályktanir þá dregnar að hún væri ekki nógu góð við manninn sinn í svefnherberginu.
Það sem er einna athyglisverðast við fréttina er þó lokasetning hennar sem segir svona frá viðbrögðum vændiskonunnar: "Hún mun hyggja á gagnsókn í málinu og segir málið hafa valdið sér likamlegum og tilfinningalegum skaða."
Við meðferð málsins hlýtur að koma fram í hvaða líkamshlutum aumingja konan fann mest til við framkvæmd vændissölunnar.
![]() |
Beckham í málaferlum við vændiskonu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2010 | 23:30
Stefnan er að auka smygl og svarta vinnu
Ríkisstjórnin hefur hækkað alla skatta, sem hægt er að hækka og fundið upp fjöldann allan af nýjum ofursköttum og er með þessu skattabrjálæði sínu að drepa algerlega niður alla getu fyrirtækja til fjárfestinga og atvinnusköpunar og skattpíning einstaklinga er að valda algeru skipbroti í fjármálum heimilanna, sem ekki máttu við svona ríkisaðgerðum ofan á allt annað.
Skattpíning og jaðaráhrif skatta einstaklinganna mun ýta æ fleirum út í svarta vinnu, sem síaukið framboð verður af, einmitt vegna skattaæðis stjórnarinnar. Ofurhækkun skatta á tóbak og áfengi mun að sjálfsögðu stórauka smygl á slíkum vörum, en ekki hefur borið mikið á fregnum af slíku smygli undanfarin ár, en með þessari staðföstu stefnu Steingríms J. varðandi ofursköttun allra hluta, er hann og stjórnin að kynda undir aukningu glæpa í þjóðfélaginu og finnst flestum nóg um þá nú þegar.
Sala á tóbaki og áfengi mun minnka mikið í kjölfar skattabrjálæðisins og smygl aukast gífurlega. Líklega mun einnig styttast í að reynt verði að smygla olíu- og bensínvörum, eins og skattageggjunin er orðin á slíkum nauðsynjavörum, ásamt öllu öðru sem að bifreiðarekstri snýr.
Svo hikar Steingrímur J. ekki við að "stela" stórum hluta bifreiðaskattanna sem eiga að fara til vegagerðar, til annarra þarfa ríkissjóðs. Þá er gripið til þess að skattleggja notkun veganna aftur, án nokkurrar tryggingar fyrir því að það fé, sem þannig innheimtist, renni ekki beint í hítina hjá Steingrími J.
Vonandi springur þessi arma ríkisstjórn fljótlega eftir áramótin, þannig að hæfara fólk komist að völdum til að bjarga þjóðinni frá þessari "fyrstu tæru vinstri stjórn".
![]() |
Fíkniefni og tóbak fundust í flutningaskipi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
30.12.2010 | 17:25
Engin upphefð af kosningu á Útvarpi Sögu
Það var fjallað um það á þessu bloggi fyrir nokkrum dögum að Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG og athyglissjúklingur, gerði allt hvað hún gæti til að ná sér í útnefningu sem "maður ársins" á einhverjum fjölmiðlinum, sem einmitt hafa verið undanfarna daga að skoða slíkar tilnefningar.
Nú hefur Lilju orðið að ósk sinni, en lítill sómi er þó að þeirri útnefningu sem henni hefur tekist að gráta sér til, en það er að hafa verið kosin "maður ársins" á ómerkilegustu útvarpsstöð norðan Alpafjalla, þ.e. Útvarpi Sögu, en þar ausa helst hinir ýmsu kverúlantar hugarsóðaskap sínum yfir hlustendur, undir forystu einhverra mestu skítadreifara þjóðarinnar, þeirra Péturs Gunnlaugssonar og Eiríks Stefánssonar.
Þrátt fyrir að nokkrir þáttastjórnendur starfi við stöðina sem hlustandi er á og eins suma pistlahöfundanna, þá verður aldrei hægt að taka þessa útvarpsstöð alvarlega á meðan menn eins og Pétur og Eiríkur ausa svívirðingum og lygum um menn og málefni úr andlegum hlandskálum sínum yfir þá hlustendur sem láta viðbjóðinn yfir sig ganga án þess að skrúfa niður í tækinu, eða skipta um stöð.
Þó engar líkur séu á því, eftir væl og skjæl Lilju í fjölmiðlum og í netheimum undanfarið, ætti hún að afþakka þessa "upphefð" frá Útvarpi Sögu, enda kosningin algerlega ómarktæk, þar sem sama fólkið gat hringt inn dag eftir dag og tilnefnt allt upp í þrár manneskjur í hverju símtali. Slíkar "kosningar" eru auðvitað algerlega ómarktækar og engum til sóma, hvorki þeim sem að þeim standa, né þeim sem flest "atkvæði" fær.
Verði Lilja kjörin "maður ársins" á einhverjum marktækari fjölmiðli en Útvarpi Sögu, þá er kominn tími til að hafa alvarlegar áhyggjur af andlegu ástandi þjóðarinnar um þessar mundir.
![]() |
Lilja maður ársins á Útvarpi Sögu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
29.12.2010 | 19:06
Gnarrið að renna af Reykvíkingum
Reykvíkingar, margir hverjir, voru (g)narraðir til að kjósa Besta flokkinn í síðustu borgarstjórnarkosningum, með loforðum um breytingar í stjórn borgarinnar í þá veru að útsvar yrði lækkað, þjónustugjöld yrðu ekki hækkuð og rólega yrði farið í að hækka gjaldskrár OR. Ofan á allt saman átti að gera lífið í Reykjavík svo skemmtilegt, að íbúarnir yrðu síhlæjandi og svo góðir vinir að þeir gætu ekki slitið sig úr faðmi hvers annars.
Öll kosningabarátta Besta flokksins var rekinn með bröndurum og kæruleysislegum yfirlýsingum um að öll loforð yrðu svikin eftir kosningar og meira að segja loforðið um að svíkja öll loforð og þótti allt of stórum hluta kjósenda þessi aðferð í kosningabaráttu svo fyndin, að þeir hlógu alla leið á kjörstað og langleiðina heim aftur.
Eftir heimkomuna og við nánari yfirferð brandaranna og frammistöðu Besta flokksins í borgarstjórn og þá alveg sérstaklega meðhöndlun Jóns Gnarr á borgarstjóraembættinu, en hann kom nánast öllum störfum embættisins yfir á skrifstofustjóra borgarinnar, en stundar sín daglegu trúðslæti á þeim launum og hlunnindum, sem ætluð eru til greiðslu fyrir borgarstjóravinnuna.
Nú eru byrjaðar að renna tvær grímur á þá kjósendur sem slysuðust til að kjósa trúðaflokkinn í vor og skoðanakannanir byrjaðar að sýna fylgishrun hans, aðeins rúmu hálfu ári eftir kosningarnar. Eins og allt sæmilega þenkjandi fóllk bjóslt við, mun Besti flokkurinn fljótlega heyra sögunni til, eins og önnur grínframboð sem komið hafa fram áður.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur sækir í sig veðrið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.12.2010 | 15:32
Siglfirðingar byrja ungir og hætta seint
Það verður ekki af Siglfirðingum skafið að þeir byrja ungir að láta að sér kveða og hætta því svo ekkert aftur fyrr en í fulla hnefana.
Þegar afar á níræðisaldri fara í bíltúr með níu ára barnabarn þykir þeim ekkert sjálfsagðara en að skiptast á að keyra bílinn. Í því tilfelli sem fréttin fjallar um, þá keyrði afinn frá Siglufirði til Ólafsfjarðar og barnabarnið til baka, eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Ferðininni var heitið í gegnum hin nýju Héðinsfjarðargöng og afinn hefur auðvitað vitað sem var, að nánast væri útilokað að þeir félagar myndu mæta nokkrum bíl á ferð sinni, því á leið um Héðinsfjarðargöng er eftir þessu að dæma ekki líklegra að mæta bíl, en á hverjum öðrum sveitavegi þar sem aðrir stelast til að leyfa próflausum börnum að taka í bíla sína.
Auðvitað er alger vitleysa að vera að láta börn keyra bíla, en það er þó sök sér þar sem engin hætta er á að lenda í árekstrum við aðra bíla eða keyra niður aðra vegfarendur.
![]() |
Níu ára ökumaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)