Siglfirðingar byrja ungir og hætta seint

Það verður ekki af Siglfirðingum skafið að þeir byrja ungir að láta að sér kveða og hætta því svo ekkert aftur fyrr en í fulla hnefana.

Þegar afar á níræðisaldri fara í bíltúr með níu ára barnabarn þykir þeim ekkert sjálfsagðara en að skiptast á að keyra bílinn.  Í því tilfelli sem fréttin fjallar um, þá keyrði afinn frá Siglufirði til Ólafsfjarðar og barnabarnið til baka, eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Ferðininni var heitið í gegnum hin nýju Héðinsfjarðargöng og afinn hefur auðvitað vitað sem var, að nánast væri útilokað að þeir félagar myndu mæta nokkrum bíl á ferð sinni, því á leið um Héðinsfjarðargöng er eftir þessu að dæma ekki líklegra að mæta bíl, en á hverjum öðrum sveitavegi þar sem aðrir stelast til að leyfa próflausum börnum að taka í bíla sína.

Auðvitað er alger vitleysa að vera að láta börn keyra bíla, en það er þó sök sér þar sem engin hætta er á að lenda í árekstrum við aðra bíla eða keyra niður aðra vegfarendur.


mbl.is Níu ára ökumaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll .....eitt sem að mig langar til að vita ?? hvernig veist þú hvort að þessi ungi drengur og afi hans séu frá siglufirði ??

spurning (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 15:49

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Thja spurning, það er nú spurning.  Heldur þú að það sé líklegra að þeir hafi skotist t.d. frá Reykjavík til að finna nokkuð öruggan vegarspotta til að láta guttann taka aðeins í bílinn? 

Mér finnst nefninlega líklegra að þetta séu Siglfirðingar, frekar en Ólafsfirðingar, vegna þess að þeir voru að koma inn á Siglufjörð þegar þeir voru stoppaðir.  Afi frá Ólafsfirði hefði mjög líklega snúið við í Héðinsfirði og látið barnabarnið sitt keyra heim þaðan.

Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2010 kl. 16:18

3 identicon

Heyrðu ekkert svona gamli :D hahahah

Ragna Dís Einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 16:29

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ragna Dís, þar er greinilegt að öllu hefur farið aftur þarna fyrir norðan hjá ykkur, síðan að ég flutti.  Það er ekki hlæjandi að vitleysunni sem viðgengst þarna nú orðið.  Svei, svei.

Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2010 kl. 16:41

5 identicon

Já þetta er náttúrulega bara fáránlegt!!! komdu og fluttu bara aftur til Sigló og hafðu hemil á þessu öllu saman og  þá getum við séð ykkur oftar líka :D

Ragna Dís Einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 16:44

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Maður þorir ekki að láta sjá sig þarna á næstunni af hræðslu við að smákrakkarnir keyri mann niður á afatrukkunum. 

Axel Jóhann Axelsson, 28.12.2010 kl. 16:49

7 identicon

hahah já það er alveg rétt :D við erum soddan krimmar hérna :D

Ragna Dís Einarsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 17:13

8 Smámynd: Dexter Morgan

Þarna er líklega komin réttlæting Siglfirðinga á því að senda þjóðinni 16 milljarða króna reikning fyrir þessari "vitlausustu samgönguframkvæmd í sögunni".

Þetta á sem sagt að nota sem æfingaakstursbraut fyrir þá sem eru að læra á bíl.

Svo er víst líka vinsælt að æfa og spila fótbolta inn í göngunum.

En dýr er Hafliði allur. Enda ættu þeir sem nota þessi göng, að greiða fyrir þau, eins og lagt er til víðast hvar núna í vegaframkvæmdum.

Dexter Morgan, 29.12.2010 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband