Engin upphefð af kosningu á Útvarpi Sögu

Það var fjallað um það á þessu bloggi fyrir nokkrum dögum að Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG og athyglissjúklingur, gerði allt hvað hún gæti til að ná sér í útnefningu sem "maður ársins" á einhverjum fjölmiðlinum, sem einmitt hafa verið undanfarna daga að skoða slíkar tilnefningar.

Nú hefur Lilju orðið að ósk sinni, en lítill sómi er þó að þeirri útnefningu sem henni hefur tekist að gráta sér til, en það er að hafa verið kosin "maður ársins" á ómerkilegustu útvarpsstöð norðan Alpafjalla, þ.e. Útvarpi Sögu, en þar ausa helst hinir ýmsu kverúlantar hugarsóðaskap sínum yfir hlustendur, undir forystu einhverra mestu skítadreifara þjóðarinnar, þeirra Péturs Gunnlaugssonar og Eiríks Stefánssonar.

Þrátt fyrir að nokkrir þáttastjórnendur starfi við stöðina sem hlustandi er á og eins suma pistlahöfundanna, þá verður aldrei hægt að taka þessa útvarpsstöð alvarlega á meðan menn eins og Pétur og Eiríkur ausa svívirðingum og lygum um menn og málefni úr andlegum hlandskálum sínum yfir þá hlustendur sem láta viðbjóðinn yfir sig ganga án þess að skrúfa niður í tækinu, eða skipta um stöð.

Þó engar líkur séu á því, eftir væl og skjæl Lilju í fjölmiðlum og í netheimum undanfarið, ætti hún að afþakka þessa "upphefð" frá Útvarpi Sögu, enda kosningin algerlega ómarktæk, þar sem sama fólkið gat hringt inn dag eftir dag og tilnefnt allt upp í þrár manneskjur í hverju símtali. Slíkar "kosningar" eru auðvitað algerlega ómarktækar og engum til sóma, hvorki þeim sem að þeim standa, né þeim sem flest "atkvæði" fær.

Verði Lilja kjörin "maður ársins" á einhverjum marktækari fjölmiðli en Útvarpi Sögu, þá er kominn tími til að hafa alvarlegar áhyggjur af andlegu ástandi þjóðarinnar um þessar mundir.


mbl.is Lilja maður ársins á Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðin er í góðum gír en hún hefur áhyggjur af smáborgaralegum og hrokafullum viðhorfum og yfirlýsingum fólks sem tekur sig alvarlega.

Það eru þessir fáu sem draga þjóðina niður í stað þess að lifta henni upp!

Til hamingju Lilja!

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 17:38

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég segi líka til hamingju LILJA og megir þú splundra þessari ríkisstjórn og drögum ESB málin öll til bakan Já öll lög frá þeim. Seljum þeim enga matvöru og verslum ekkert frá þeim.

Valdimar Samúelsson, 30.12.2010 kl. 17:45

3 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Tvo þumalputta upp Axel! 

Bergljót Gunnarsdóttir, 30.12.2010 kl. 17:50

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Væri ekki við hæfi að sýna aðeins meira umburðarlyndi Axel? Sjálfur ert þú ekki barnanna bestur í orðavali og upphrópunum.

Sigurður Hrellir, 30.12.2010 kl. 18:24

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, mín skrif eru eins og ritningargreinar í samanburði við óþverrann sem vellur úr heilakömrum þeirra félaganna, Péturs og Eiríks.

Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2010 kl. 18:35

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Sammála í annað sinn..Þetta fer að verða ískyggilegt...

hilmar jónsson, 30.12.2010 kl. 18:45

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, ég sá líka á síðunni þinni að þú værir á sömu skoðun og eins og ég sagði þar, þá hefði maður haldið, samkvæmt þjóðtrúnni a.m.k., að svona dularfullir atburðir gerðust ekki nema á nýjársnótt.

Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2010 kl. 19:07

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Segðu. Við hljótum að geta óskað okkur .

hilmar jónsson, 30.12.2010 kl. 19:10

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ja hérna og ég sem hélt lengi vel að Axel Jóhann og Hilmar væru einn og sami maðurinn. En svona er þetta bara, strákar, stelpan hefur mikla hylli og mest hjá þeim sem eitthvað standa höllum fæti. Hún er glöð, birtir fallega mynd af sér á facebook þar sem hún heldur á sigurtákninu, og við skulum bara gleðjast með henni. Skál!

Baldur Hermannsson, 30.12.2010 kl. 19:59

10 identicon

Til hamingjun Lilija Mósesdóttir 

Pétur Óskarsson (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 20:04

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Baldur, það er nú einmitt ekki síst á Facebook sem blessuð konan opinberar óseðjandi athyglissýki sína og þörf fyrir klapp á bakið. Þar er hún búin að koma sér upp 50-100 manna hjörð sem smellir á "like" eða skrifar um hana hól og ekkert veit hún dásamlegra en það.

Bara í dag er hún búin að birta fimm eða sex sinnum frásögn af kosningunni á Útvarpi Sögu og myndir af sér með verðlaunagripinn og í hvert sinn fiskar hún nokkur "like" í viðbót.

Athyglis- og viðurkenningarsýki af þessari stærðargráðu getur engan veginn talist eðlileg.

Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2010 kl. 20:25

12 identicon

Lilja Mósesdóttir Like Axel Jóhann Axelsson Dislike

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 20:36

13 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég tek nú ofan fyrir þessari einkareknu stöð og hlusta mikið á hana. Er nokkur ástæða að láta kostningu Lilju fara svona í taugarnar á sér?

Sigurður I B Guðmundsson, 30.12.2010 kl. 20:55

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, það má alveg taka ofan fyrir því að ná að halda einkarekinni útvarpsstöð í rekstri eins og ástandið er í þjóðfélaginu.

Hins vegar verður Útvarp Saga aldrei alvöru fjölmiðill á meðan þessir tveir, sem nefndir voru hér að ofan, halda áfram með þætti sína á stöðinni.

Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2010 kl. 21:46

15 identicon

Forsetinn kosinn maður ársins á Pressunni og Lilja kosin maður ársins á Útvarpi Sögu, ekki að undra að sumir engist og séu uggandi.

Anna Björg Hjartardóttir (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 22:23

16 identicon

Vil benda á að Lilju er þessi kosning óviðkomandi.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 23:14

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur Ingi, Lilja var búin að láta öllum illum látum á undanförnum dögum og gera mikið úr því afreki sínu að vera á móti fjárlagafrumvarpinu og þykjast hafa lausnir á öllum málum og geta gert "allt fyrir alla" ein og óstudd, bara ef farið væri að hennar ráðum.

Þetta virkaði nokkuð vel hjá henni og mikilmennskuna og athyglissýkina sýnir hún hvergi betur en á Facebook. Þessi kosning var sannarlega keyrð áfram af Lilju af öllum hennar mætti. Viðbrögð hennar á Facebook sanna það betur en nokkuð annað.

Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2010 kl. 23:36

18 Smámynd: Benedikta E

Axel - Hvaða - HVAÐA - Lilja er hársbreidd frá því að fella óstjórnina og koma henni á haugana - það er áfangi sem öðrum hefur ekki tekist til þessa - Er ekki bara að gleðjast yfir því - Það þarf þá ekki ÖSKUR -mótmæli eftir áramótin.....................

Benedikta E, 31.12.2010 kl. 02:33

19 identicon

Ég skil nú ekki alveg hvað þú ert að fara með því að vera alltaf að tala um að Lilja sé með athyglissýki...er það vegna þess að hún sýnir ekki hjarðhegðun flokkanna eins og við eigum að venjast?

Fólk hlýtur að mega hafa öðruvísi skoðanir og við verðum að virða það án þess að ausa ónefnum yfir fólk...nær væri að ræða málefnalegar hliðar málanna.

Hún hefur t.d. verið dugleg að reyna að benda okkur á að læra af mistökum Finna þegar þeir lentu í djúpri kreppu og eru enn að súpa seyðið af þeim mistökum...en við Íslendingar látum ekki segja okkur fyrir verkum...enda margir "Bjartur í Sumarhúsum" hér á landi.

Valgerður (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 10:01

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rétt í þessu var verið að tilkynna úrslit í kosningu um "mann ársins" á Bylgjunni, en rúmlega tíu þúsund manns munu hafa tekið þátt í þeirri kosningu, eftir því sem upplýst var í þættinum.  Kosningu hlaut Þórður Guðnason, björgunarsveitarmaður á Akranesi, vegna björgunarafreks sem hann og sveit hans vann við björgun mannslífs við óhemju erfiðar aðstæður á Langjökli á árinu.

Þóður Guðnason vann þar hetjudáð sem hann hefur aldrei gortað sig af í fjölmiðlum eða verið sí og æ að minna á til þess að vekja athygli á sjálfum sér og verkum sínum. 

Allir hljóta að sjá muninn á því að hetja hljóti slíta útnefningu, eða lýðskrumari og athyglissjúklingur.  Fyrir utan að sá síðarnefndi var kosinn í algerlega marklausri atkvæðagreiðslu í ómarktækum fjölmiðli. 

Axel Jóhann Axelsson, 31.12.2010 kl. 11:25

21 identicon

Flott kosning hjá Þórði Guðnasyni, en einnig hjá Lilju Mósesdóttur , þar fer manneskja sem vill vinna í þágu fólksins í landinu ólíkt mjög mörgum á þingi og mun halda því áfram þrátt fyrir hælbíta og sleggjudómara.

Einnig væri íhugunarefni fyrir þig Axel að lesa yfir yfirlýsinguna um orfæri hér fyrir ofan sem ég reikna með að þú hafir ritað sjálfur. Annars gætir þú sómt þér vel með Pétri og Eiríki ,sama orðfæri :-)

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 12:24

22 identicon

Sammála með Þórð Guðnason, hann á þetta svo sannarlega skilið.  Lilja og Ólafur Ragnar hafa gert ýmislegt á hinu liðna ári sem fer misvel ofan í fólk, sumir dýrka þau en aðrir þola ekki, en Þórður drýgði hetjudáð.  Þar liggur aðalmunurinn.  En mér finnst hér svolítið ómaklega vegið að Lilju.

Skúli (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 16:26

23 Smámynd: ThoR-E

"Bara í dag er hún búin að birta fimm eða sex sinnum frásögn af kosningunni á Útvarpi Sögu og myndir af sér með verðlaunagripinn og í hvert sinn fiskar hún nokkur "like" í viðbót."

Þetta er kolrangt hjá þér Axel. Hún birti einusinni frétt af því að hún var kosinn þetta af hlustendum þessarar stöðvar, eitt annað sem birtist þar á síðunni er þegar einn af FB vinum hennar gerir svokallaða límingu (tagged) á mynd af henni. "Lilja Mósesdóttir was tagged in her own album."

Hvernig þú færð út úr þessu að hún birtir fimm eða sex sinnum frásögn af málinu veit ég ekki en ég ráðlegg þér að fara yfir stærðfræðina betur, því 1+1 er ekki 5, hvað þá 6.

Lifðu vel.

ThoR-E, 1.1.2011 kl. 17:11

24 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Acer, það þurfa greinilega einhverjir að rifja upp stærðfræðina og sumir meira en aðrir.

Við eldsnögga yfirferð yfir Facebooksíðu Lilju rekur maður augun í sex færslur frá henni, sem allar eru til að vekja athygli á kjöri hennar og meira að segja leggst hún svo lágt að nota tækifærið og óska þeim sem lenti í fyrsta sæti á Rás 2, til hamingju með kjörið, en benda síðan á að hún sjálf hafi verið í öðru sæti og sjálfshólið kaffærir algerlega hamingjuóskirnar til þess sem varð í fyrst sætinu.

Það er rétt hjá þér að 1+1 eru ekki 5 eða 6, en í hvert skipti sem þú bætir einum við í samlagningunni kemstu nær þeirri útkomu. Það er alveg upplagt að nota sjálfshólsfærslur Lilju á Facebook til að æfa sig í svona samlagningu.

Axel Jóhann Axelsson, 2.1.2011 kl. 17:50

25 Smámynd: ThoR-E

Ég ákvað nú að fara yfir vegg hennar aftur eftir að hafa lesið athugasemd þína og þar sé ég eina færslu frá henni þar sem hún bendir FBvinum sínum á að hlusta á Útvarp Sögu en þar var hún eflaust að benda á að úrslitin úr kosningunni færu fram um kl.15. Annar status hjá henni er þegar hún þakkar vinum sínum og þeim sem kusu hana kærlega fyrir stuðninginn. Það er nú allt og sumt.

Annað sem kemur inn á síðu hennar sem hægt er að tengja þessari kosningu, er þegar hún setur sjálf inn í myndaalbúm sitt á FB síðunni mynd af sér að taka á móti þessum verðlaunum, en þá birtist sjálfkrafa á veggnum. Sama mynd birtist aðeins ofar þegar einhver FB vinur hennar "taggar" hana á þessari mynd í öðru myndaalbúmi.

Hvernig þú færð úr þessu 6 færslur um kosninguna skil ég ekki.

Þetta er nú það sem ég vildi benda á, þér er guðsvelkomið að gagnrýna þingmanninn Lilju, eins og aðra þingmenn ... en reynum nú að sleppa ýkjum og svoleiðis málflutningi, það bætir ekkert.

Kveðja

ThoR-E, 2.1.2011 kl. 18:21

26 Smámynd: ThoR-E

Jú síðan óskar hún reyndar manni ársins á Rás 2 til hamingju með titilinn og segist vera ánægt með að hafa verið í öðru sæti þar og tekur fram að hún líti á það sem stuðning við þingmenn sem ekki eru húsbóndahollir osfrv.

En það tengist varla kosningunni á útvarpi sögu og upphefð vegna hennar..

Þetta er nú komið gott held ég hvað þetta mál varðar, enda aukaatriði hvað fólk setur á sína fb síðu.

En ég verð að taka heilshugar undir með þér hvað varðar þessa stöð, það er ekki hlustandi á þessa stöð.

kv.

ThoR-E, 2.1.2011 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband