Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2020
23.2.2020 | 13:50
Covid-19 veiruna þarf að taka alvarlega hér á landi
Eftir því sem best er vitað átti Covid-19 veiran upptök sín á "matarmarkaði" í Wuhan í Kína seinnihluta desembermánaðar s.l., þannig að hún hefur einungis herjað á fólk í u.þ.b. tvo mánuði. Á þessum stutta tíma hafa tugþúsundir manna smitast af veirunni og þúsundir látist af hennar völdum.
Í upphafi var sagt að veiran smitaðist alls ekki á milli manna, en fljótlega var þeirri yfirlýsingu breytt og þá sagt að smitleiðin gæti verið með snertingu og því var fólk hvatt til að þvo sér vel um hendur og spritta þær á eftir til að drepa veiruna og hindra smit þannig.
Í Kína hafa nokkrar milljónaborgir og nærsveitir þeirra verið settar í sóttkví og ferðir bannaðar á milli svæða og allt reynt til að hefta útbreiðslu óværunnar og virðast þær hörðu ráðstafanir hafa skilað þeim árangri að nýsmituðum virðist heldur fækka þar í landi, þó smitin séu fjölmörg ennþá frá degi til dags.
Nú er svo komið að veiran hefur borist til tuga landa utan Kína og jafnvel svo komið að nýjustu smitin er alls ekki hægt að rekja beint til Kína og ekki hefur tekist að upplýsa í öllum tilfellum hvernig fólk hefur smitast. Líklegast af öllu er að viðkomandi hafi verið í nálægð við kínverskan ferðamann eða einhvern sem hefur jafnvel hitt slíkan ferðamann á förnum vegi.
Þessar nýjustu fréttir af útbreiðslu veirunnar virðast benda til þess að smit geti borist manna á milli án snertingar, þ.e. þá með andardrætti, hósta og hnerra. Því hefur verið haldið fram að veiran gæti ekki lifað á dauðum hlutum, þ.e. fatnaði og umbúðum vara í sendingum milli landa.
Alltaf þegar fréttir eru sagðar af fjölda sýktra og þeirra sem látist hafa af hennar völdum er alltaf tekið fram að svo og svo margir hafi náð sér af veikindunum og virðist það látið fylgja með til að róa fólk og minnka kvíða vegna þessa óhugnaðar sem nú herjar á mannfólk.
Veiran virðist hafa verið höfð í hálfgerðum flimtingum hér á landi og lítið gert úr hættunni sem af henni stafar. Nú hlýtur að vera kominn tími til að landlæknir, smitsjúkdómalæknir og aðrir opinberir aðilar fari að leggja spilin á borðið og útskýra almennilega fyrir þjóðinni hvernig á að bregðast við þegar fárið skellur yfir landið af fullum þunga.
50 þúsund Ítalir í sóttkví | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.2.2020 | 12:37
Alvarleg og yfirvofandi ógn við heimsbyggðina
Ekkert lát er á útbreiðslu 2019-nCOV veirunnar, sérstaklega í Kína, en sífellt fleiri tilfelli greinast í öðrum löndum sem farin eru að líta á veiruna sem ógn við allan heiminn. Í viðhangandi frétt segir m.a:
"Breskir fjölmiðlar greina frá því að þarlend stjórnvöld lýsi útbreiðslunni sem alvarlegri ógn við lýðheilsu í landinu. Alls eru átta staðfest tilfelli í Bretlandi og eru smitaðir í sóttkví á spítala í London."
Bresk stjórnvöld líta sem sagt þetta alvarlegum augum á þessa hættu, þrátt fyrir að aðeins fjórir einstaklingar hafi greinst með vírusinn í landinu.
Í Kína hafa rúmlega 2% látist af þeim sem greinst hafa sýktir af veirunni, samkvæmt opinberum tölum, en a.m.k. tvær til þrjár vikur hefur tekið að jafna sig af veikindunum fyrir þá sem það gera og þurfa þá að vera í einangrun allan þann tíma.
Það er fyrirkvíðanlegt að þessi óværa berist til landsins, en vonandi eru heilbrigðisyfirvöld og sjúkrahúsin tilbúin með einangrunarbúðir, þó ekkert hafi verið gefið upp um slíkt ennþá.
Hægt að fylgjast með útbreiðslu veirunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2020 | 12:02
Eru Íslendingar of kærulausir vegna kórónuveirunnar?
Samkvæmt myndum sem fylgja viðhangandi frétt taka Kínverjar veirusýkinguna skæðu föstum tökum og virðast gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ráða niðurlögum hennar eftir mörg og afdrifarík mistök í upphafi.
Hálfgert útgöngubann hefur verið sett á í mörgum borgum Kína, þ.m.t. höfuðborgin, og í nokkrum milljónaborgum hefur íbúum verið bannað að fara út fyrir borgarmörkin og skipað að halda sig meira og minna heima hjá sér.
Hér á landi hefur umræðan um þessa stórhættulegu og bráðsmitandi veiru verið á nokkuð léttum nótum og virðist ekki vera tekin eins alvarlega og full ástæða er til að gera.
Fjöldi smitaðra í heiminum, aðallega í Kína ennþá, vex um þúsundir á dag og tugir manna látast á hverjum sólarhring, sem sýnir að þessa plágu ætti ekki að hafa í neinum flimtingum.
Vonandi berst hún aldrei til landsins og ef hún gerir það er rétt að krossa fingur og vona að heilbrigðisyfirvöld verði í stakk búin til að berjast við hana.
Tómar götur á háannatíma í Peking | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.2.2020 | 11:24
Umferðarruglið í Reykjavík
Ljóst er á tímum loftslagsbreytinga að ekki er í boði að halda áfram að setja meira fjármagn í framkvæmdir sem skapa aukið rými fyrir bílaumferð þar sem þær framkvæmdir munu bæði skapa aukna bílaumferð og auka losun á CO2 frá samgöngum. Þetta segir m.a. í bókun fulltrúa meirihlutaflokkanna í skipulags- og samgönguráði Reykjavíkur.
Meirihlutinn í Reykjavík stenduir á því fastar en fótunum að lagning gatna í borginni leiði einungis til fjölgunar bíla og þar með umferðar. Borgarfulltrúum dettur ekki í hug að bætt umferðarmannvirki verði til þess að greiða fyrir umferð og minnka óþarfa tafir og öngþveiti.
Einnig verður að telja undarlegt að nota losun á CO2 sem afsökun fyrir því að vilja ekki greiða fyrir bíláunferð þar sem öll þróun bílaframleiðslunnar er í átt til umhverfisvænna bíla, t.d. rafmagns- og metanknúinna. Þáttur í þeirri þróun er bann við innflutningi bíla sems knúðir eru olíu og bensíni sesm taka á gildi innan tiltölulega fárra ára.
Umhverfisvænir bílar þurfa vegi eins og óvistvænir bílar og almenningur mun ekki hætta að nota einkabílinn í nánustu framtíð og ekki mun borgarlínan væntanlega breyta því.
Fé ekki veitt til að auka rými fyrir bíla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)