Umferðarruglið í Reykjavík

„Ljóst er á tím­um lofts­lags­breyt­inga að ekki er í boði að halda áfram að setja meira fjár­magn í fram­kvæmd­ir sem skapa aukið rými fyr­ir bílaum­ferð þar sem þær fram­kvæmd­ir munu bæði skapa aukna bílaum­ferð og auka los­un á CO2 frá sam­göng­um.“ Þetta seg­ir m.a. í bók­un full­trúa meiri­hluta­flokk­anna í skipu­lags- og sam­gönguráði Reykja­vík­ur.

Meirihlutinn í Reykjavík stenduir á því fastar en fótunum að lagning gatna í borginni leiði einungis til fjölgunar bíla og þar með umferðar.  Borgarfulltrúum dettur ekki í hug að bætt umferðarmannvirki verði til þess að greiða fyrir umferð og minnka óþarfa tafir og öngþveiti.

Einnig verður að telja undarlegt að nota losun á CO2 sem afsökun fyrir því að vilja ekki greiða fyrir bíláunferð þar sem öll þróun bílaframleiðslunnar er í átt til umhverfisvænna bíla, t.d. rafmagns- og metanknúinna.  Þáttur í þeirri þróun er bann við innflutningi bíla sems knúðir eru olíu og bensíni sesm taka á gildi innan tiltölulega fárra ára.

Umhverfisvænir bílar þurfa vegi eins og óvistvænir bílar og almenningur mun ekki hætta að nota einkabílinn í nánustu framtíð og ekki mun borgarlínan væntanlega breyta því.


mbl.is Fé ekki veitt til að auka rými fyrir bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er enn af þeim sem skil als ekki þessa röksemd því að því lengur sem bílarnir eru í gangi í umferðinni vegna tafa þá framleiða þeir meira co2.

Talsverður áhugi er á því að kaupa rafmagnsknúnar bifreiðar, en með því er verið að styðja við bakið á barnaþrælkun í sunnanverðri Afríku.

allidan (IP-tala skráð) 2.2.2020 kl. 13:52

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því er spáð að fólki fjölgi á höfuðborgarsvæðinu um 50 þúsun á næstu tíu árum, en það þýðir minnst 40 þúsund fleiri bíla. Nú sést á sölutölum og auglýsingum að langmest seldu bílarnir eru stórir, og því er augljóst að það verður hvorki fjármagn né rými til að leysa þau vandamál sem munu hrannast upp. 

Eina lausnin er að beita fjölþættum úrræöum til að mæta auknu flæði, og þá er ágætt að hafa í huga að ef meðallengd bíla styttist um aðeins hálfan metra og verður skapleg, verða hundruð kílómetrar af malbiki auðir í stað þess að verða þakti hinum eftirsóttu "jeppum.". Og líka má muna, að hver einkabílseigandi, sem ákveður að fara í staðinn á reiðhjoli eða vélhjóli sem einkafarartæki sínu, losar rými fyrir annan einkabíl en hans i umferðinni. 

Ómar Ragnarsson, 2.2.2020 kl. 14:57

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það mun vafalaust taka nokkrar kynslóðir að venja fólk af einkabílnum eins og veðurfarið er á landinu meginhluta ársins.  Fólk í úthverfunum mun ekki sækja vinnu eða skóla fyrir vestan Elliðaár, að ekki sé talað um háskólana, landspítalann og aðra vinnustaði vestar í bænum, að vetri til og sennilega ekki heldur yfir sumarmánuðina.

Til að fækka einkabílum svo einhverju nemi verður að stórbæta almenningssamgöngurnar og borgarlínan mun ekki leysa neitt fyrir þá sem búa utan við þann hring sem hún mun ganga eftir.  Strætóleiðirnar, sem eiga að fæða borgarlínuna, verða að stórbatna ásamt því að setja verður upp boðleg biðskýli og stórauka ferðatíðnina.

Eftir sem áður verður að gera allt sem mögulegt er til að greiða fyrir einkabílaumferðinni, því umhverfisvænir bílar eru í sjónmáli og þeir munu taka jafn mikið pláss í umferðinni og þeir sem úreldast.

Axel Jóhann Axelsson, 2.2.2020 kl. 15:41

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

´´Til hvers að byggja nýtt og stærra sjúkrahús? Fjölgar það ekki bara sjúklingum?´´

 Þetta er viðhorfið hjá borgarstjórnarmeirihluta Reykjavíkur, þegar kemur að því að liðka fyrir umferð ökutækja um götur höfuðstaðarins. Meirihluta sem er orðinn svo gjörsamlega steiktur í flestu sem hann lætur framkvæma, að engin fordæmi eru fyrir annari eins þvælustjórnun. Það hvarflar stundum að manni, hvort ekki væri rétt að hafa fíkniefnaleitarhund viðstaddan, þegar sumar ákvarðanir eru teknar á fundum þessara kjána.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.2.2020 kl. 04:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband