Alvarleg og yfirvofandi ógn við heimsbyggðina

Ekkert lát er á útbreiðslu 2019-nCOV veirunnar, sérstaklega í Kína, en sífellt fleiri tilfelli greinast í öðrum löndum sem farin eru að líta á veiruna sem ógn við allan heiminn.  Í viðhangandi frétt segir m.a:

"Bresk­ir fjöl­miðlar greina frá því að þarlend stjórn­völd lýsi út­breiðslunni sem al­var­legri ógn við lýðheilsu í land­inu. Alls eru átta staðfest til­felli í Bretlandi og eru smitaðir í sótt­kví á spít­ala í London."

Bresk stjórnvöld líta sem sagt þetta alvarlegum augum á þessa hættu, þrátt fyrir að aðeins fjórir einstaklingar hafi greinst með vírusinn í landinu.

Í Kína hafa rúmlega 2% látist af þeim sem greinst hafa sýktir af veirunni, samkvæmt opinberum tölum, en a.m.k. tvær til þrjár vikur hefur tekið að jafna sig af veikindunum fyrir þá sem það gera og þurfa þá að vera í einangrun allan þann tíma.

Það er fyrirkvíðanlegt að þessi óværa berist til landsins, en vonandi eru heilbrigðisyfirvöld og sjúkrahúsin tilbúin með einangrunarbúðir, þó ekkert hafi verið gefið upp um slíkt ennþá.

 


mbl.is Hægt að fylgjast með útbreiðslu veirunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki trúi ég að þeir leyni því ef svo er,eða verður.

Helga Kristjánsdóttir, 12.2.2020 kl. 07:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband