Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
8.9.2011 | 19:30
Kreppan dýpkuð og lengd
Hagstofa Íslands hefur sent frá sér nýjar upplýsingar um landsframleiðsluna og í þeim staðfestist það sem sagt hefur verið, þ.e. að ríkisstjórninni sé að takast að dýpka og lengja kreppuna um fjöldamörg ár, umfram það sem hrunið árið 2008 gaf tilefni til.
Í fréttinni af skýrslu Hagstofunnar segir m.a: "Þar kemur einnig fram að samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2010 dróst landsframleiðslan á því ári saman um 4% en áður var talið að samdrátturinn hefði numið 3,5%. Árið 2009 dróst landsframleiðslan saman um 6,7%. Hagstofan segir, að samdráttur landsframleiðslu á árinu 2010 sé að árinu 2009 undanskildu sá mesti sem mælst hefur frá árinu 1968, en þá nam hann 5,5%. Landsframleiðsla á liðnu ári varð svipuð að raungildi og landsframleiðsla ársins 2005."
Ríkisstjórnin hefur barist með kjafti og klóm gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu í landinu og þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar og loforð um að greiða götu allrar mögulegrar fjárfestingar, þá hefur allt slíkt verið svikið jafnóðum og þar að auki hafa nú komið fram upplýsingar um að fjármálaráðherrann hafi unnið bak við tjöldin að því að eyðileggja allar áætlanir sem iðnaðarráðherrann hefði þó viljað koma í framkvæmd.
Sem betur fer styttist starfstími ríkisstjórnarinnar með hverjum deginum sem líður og miklar vonir standa til þess að hún falli um sjálfa sig á næstu vikum.
Landsframleiðsla dróst saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2011 | 20:48
Hanna Birna er glæsilegur forystumaður
Hanna Birna Kristjánsdóttir hugleiðir áskoranir um að hún gefi kost á sér í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins, en kosningar til æðstu embætta flokksins fara fram á Landsfundi í nóvember.
Bjarni Benediktsson hefur lýst því yfir að hann hafi áhuga á að gegna embættinu áfram og gefur því að sjálfsögðu kost á sér til endurkjörs. Bjarni hefur verið vaxandi í starfi sínu sem formaður þann stutta tíma sem hann hefur gengt embættinu. Hann hefur mátt þola talsverða gagnrýni fyrir að vera ekki nógu stefnufastur, en eflist við hverja raun.
Hanna Birna er glæsilegt foringjaefni og myndi sóma sér vel í formannsembættinu og enginn annar stjórnmálaflokkur í landinu getur státað af öðru eins mannvali í forystu sinni og Sjálfstæðisflokkurinn.
Hvort sem Hanna Birna eða Bjarni verður formaður Sjálfstæðisflokksins að afloknum Landsfundi verður fundurinn upphaf stórsóknar flokksins á landsvísu, enda sá flokkur sem best er treystandi til að koma þjóðfélaginu á skrið á nýjan leik, eftir hrunið 2008 og skelfilega óstjórn "Norrænu velferðarstjórnarinnar" síðan.
Útilokar ekki neitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
7.9.2011 | 08:25
Ekki einn um að fyrirverða sig
Richard Quest spurði Geir H. Haarde, í þætti sínum á sjónvarpsstöðinni CNN, hvað það segði um lýðræðið á Íslandi að stjórnmálamanni væri stefnt fyrir dómstóla vegna pólitískra starfa sinna.
Geir svaraði því til, að slíkt segði ekkert um lýðræðið en því meira um þá stjórnmálamenn sem beittu slíkum brögðum gegn pólitískum andstæðingum sínum. Jafnframt sagðist hann fyrirverða sig fyrir þá niðurlægingu Alþingis sem kristallast í þessari atlögu að honum.
Það eru fleiri en Geir H. Haarde sem skammast sín fyrir þessar pólitísku ofsóknir, sem óprúttnir stjórnmálamenn misnotuðu þingið til að koma fram.
Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meirihluti þjóðarinnar á sama máli.
Fyrirverður sig fyrir Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.9.2011 | 22:24
Banna siðareglur samkeppni?
Kostulegar kvartanir eru til umfjöllunar hjá Lögmannafélagi Íslands, en þær snúast um þann hræðilega grun nokkurra lögmanna, að ákveðin lögmannsstofa reyni að útvega sér viðskiptavini, sem jafnvel hafa áður þurft á lögfræðiþjónustu að halda.
Ef það telst til brota á siðareglum lögmanna að reyna að afla sér viðskipta, þá eru siðareglurnar einfaldlega eitthvað meira en lítið undarlegar. Í landi, þar sem frjáls samkeppni ríkir á flestum sviðum, hlýtur það að vera eðlilegasti hlutur í heimi að keppst sé um viðskitin, bæði með því að bjóða betri verð og þjónustu en keppinauturinn.
Ef lögmenn hafa leitt einhverskonar einokunartilburði inn í sínar siðareglur þarf að breyta þeim í takt við það sem almennt tíðkast í nútímaþjóðfélagi.
Lögfræðingar eru sú stétt manna í þjóðfélaginu, sem síst ætti að stunda verðsamráð og samkeppnishamlandi bellibrögðum.
Reyni að ná viðskiptum annarra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.9.2011 | 19:02
Enn einn toppur á ruglinu frá ríkisstjórninni
Ruglið og vitleysan í stjórnun landsins hefur verið nánast takmarkalaus í tíð núverandi ríkisstjónrar og í hvert sinn sem talið er að nú hafi toppnum verið náð, þá er skellt fram einhverju nýju rugli sem toppar það sem áður er komið.
Nýjasta nýtt í dellumálunum er að finna í væntanlegu frumvarpi um stjórnarráðið, þar sem það verðu lagt í hendur forsætisráðherra hverju sinni að ákveða fjölda ráðuneyta og þar með ráðherra og til viðbótar eiga ráðherrar að fá heimild til að ráða sér tvo pólitíska aðstoðarmenn og jafnvel allt að þrem til viðbótar, þannig að þeir verði alls fimm.
Stjórnarmeirihlutinn í Allsherjarnefnd Alþingis þykir ekki nóg að gert í upphaflegu frumvarpi, eða eins og segir í fréttinni: "Í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar kemur fram að ákvæði frumvarpsins um aðstoðarmenn og ráðgjafa ráðherra séu ekki fullnægjandi. Telur meirihlutinn brýnt að skapað verði aukið svigrúm fyrir ráðherra til að ráða til sín pólitíska aðstoðarmenn þannig að þeir fái með eðlilegum hætti sinnt pólitískri stefnumótun innan ráðuneyta sinna, segir í nefndarálitinu."
Hér á landi er þingbundin ríkisstjórn, sem þýðir að það er meirihluti Alþingis sem á að leggja hinar pólitísku línur hverju sinni, en ekki ráðherrarnir. Ráðherrarnir eiga í raun að framfylgja samþykktum og lögum, sem samþykkt eru á þinginu, þar sem hin pólitíska umræða og stefnumótun fer fram.
Að ætla sér að koma upp sérstökum pólitískum skrifstofum innan hvers ráðuneytis fyrir sig með allt að fimm pólitískum aðstoðarmönnum ráðherra á launum frá almenningi við að "sinna pólitískri stefnumótun innan ráðuneyta" er gjörsamlega galin hugmynd, svo vægt sé til orða tekið.
Hitt er annað mál, að enginn er lengur hissa neinu sem frá "Norrænu velferðarstjórninni" og þingmeirihluta hennar kemur.
Heimilt að fjölga aðstoðarmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2011 | 14:19
Ekki skipta um mynt, heldur fjármálastjórnun
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hefja hefði þurft að hefja mótun nýrrar peningamálastefnu strax og gjaldeyrishöftin voru sett og að ekki verði hægt að afnema þau, nema ganga í það verk af krafti.
Við þá mótun peningamálastefnu telur Bjarni að til greina komi að taka upp nýja mynt í stað krónunnar, eða að það sé a.m.k. einn þeirra möguleika sem kanna þurfi. Þá hlýtur hann að vera að meina einhliða upptöku nýs gjaldmiðils, enda er hann sjálfurl, Sjálfstæðisflokkurinn og stór meirihluti þjóðarinnar algerlega á móti innlimun í ESB og myntbandalag þess.
Í fréttinni segir af ræðu Bjarna m.a: "Hann sagði mótun nýrrar peningamálastefnu vera eina forsenduna fyrir því að hægt væri að afnema höftin. Hin skilyrðin væru trúverðug efnahagsstefna og síðast en ekki síst að nægilegt pólitískt áræði væri til staðar til þess að vaða í verkið."
Már Guðmundsson er guðfaðir þeirrar peningamálastefnu sem hér hefur verið fylgt frá árinu 2001, en þá var hann aðalhagfræðingur Seðlabankans, og þó sú stefna hafi ekki reynst vel á síðasta áratug, fylgir hann og peningastefnunefd bankans henni ennþá, eins og t.d. sést af síðustu vaxtahækkun bankans, sem flestir aðrir eru sammála um að sé algerlega út í hött og alls ekki í takti við það sem aðrir seðlabankar gera um þessar mundir.
Það þarf fyrst og fremst að skipta um, eða réttara sagt að taka upp, vitræna peningamála- og efnahagsstjórn, en ekki nýjan gjaldmiðil. Slíka stjórn hefur vantað hér á landi að mestu, nánast allan lýðveldistímann og líklega lítil von til að ástandið batni í tíð núverandi ríkisstjórnar og yfirmanna í seðlabankanum.
Þarf að vaða í verkið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2011 | 18:32
Yfirgangur og frekja ESB í innlimunarviðræðunum
ESB sýnir Íslendingum fádæma frekju og ruddaskap með þeirri ótrúlegu kröfu, að Íslendingar verði búnir að taka upp öll lög og reglugerðir stórríkisins væntanlega löngu áður en innlimunarviðræðunum ljúki, ef þeim lýkur þá nokkurntíma vegna andstöðu þjóðarinnar við að landið verði gert að áhrifalausum útnárahreppi í ESB.
Í viðhangandi frétt segir um heimtufrekju ESB: "Segir ESB að íslensk stjórnvöld verði að leggja fram tímasetta vinnuáætlun, sem kveði á um hvernig Ísland hyggist verða að fullu reiðubúið til þess að njóta þess ávinnings og axla þær skyldur sem af aðildarsamningi leiða á fyrsta degi aðildar, samþykki íslenska þjóðin aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Að sjálfsögu yrði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimunina ÁÐUR en atkvæðagreiðsla færi fram, því algerlega óþarft verður að umturna öllum lögum og reglugerðum þegar innlimuninni verður hafnað af þjóðinni.
Vilja nánari skýringar frá ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.9.2011 | 08:10
Ólafur Ragnar og smörfjallið
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, telur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sé með harkalegum ummælum sínum um frammistöðu ríkisstjórnarinnar í Icesavemálinu, að beina athygli fjölmiðla frá klaufalegum meðmælum sínum um athugasemdalausa sölu Grímsstaða til kínversks aukýfings, sem Ólaf langar að telja til vina sinna.
Björn segir af því tilefni m.a.: "Mér þótti eins og Ólafur Ragnar beitti þarna smjörklípuaðferðinni, hann vildi draga athygli frá ummælum sínum um söluna á Grímsstöðum á Fjöllum til kínverska auðkýfingsins. Þau einkenndust af fljótræði og dómgreinarleysi."
Ólafur Ragnar er mesti smjörklípusérfræðingur þjóðarinnar og notar smjörið ótæpilega til að beina umræðum frá athöfnum sínum og athafnaleysi. Allir þekkja hlaup hans með og á eftir útrásargengjunum á sínum tíma og hvernig honum tókst að beina athygli almennings frá því með því að hafna Icesavelögunum staðfestingar.
Ólafi hefur tekist að fá bæði almenning og fjölmiðla til að gleyma því að hann staðfesti fyrstu Icesavelögin, en þá voru það reyndar Bretar og Hollendingar sem höfnuðu þeim staðfestingar vegna fyrirvara sem Alþingi setti inn í lögin. Það var því ekki fyrr en við Icesave 2 og eftir tugþúsunda áskoranir almennings sem Ólafur hafnaði því lagafrumvarpi staðfestingar og almenningur felldi síðan eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef miðað er við hversu oft og ríkulega Ólafur Ragnar smyr smjörklípunum hlýtur að mega áætla að smjörfjallið fræga sé nú vistað á Bessastöðum.
Sakar Ólaf Ragnar um smjörklípu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2011 | 18:49
Siðareglur fyrir erlenda fjárfesta
Norski olíusjóðurinn sem er gífurlega stór og sterkur og með stærstu fjárfestum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur sett sér siðareglur og fjárfestir ekki í hlutabréfum fyrirtækja, sem ekki uppfylla þau skilyrði sem í reglunum eru sett. Sjóðurinn fjárfestir ekki í fyrirtækjum sem framleiða vopn, stunda barnaþrælkun eða yfirleitt önnur vafasöm viðskipti.
Íslendingar gætu sett svipaðar siðareglur sem erlendir fjárfestar verða að standast, a.m.k. þeir sem koma frá löndum utan EES, en líklega er ekki hægt að takmarka aðgang fjárfesta þaðan vegna tvíhliða samningsbundinna réttinda.
Kvaðir sem fjárfestar utan EES yrðu að uppfylla gætu t.d. verið þær að lönd þeirra veiti Íslendingum sambærileg réttindi í sínum löndum, í heimalöndum þeirra sé lýðræðislegt stjórnarfar, barnaþrælkun sé ekki liðin í þeirra heimahögum, viðskipti viðkomandi fjárfestis séu gagnsæ og tengist ekki á nokkurn hátt vafasömum viðskiptaháttum o.s.frv.
Væru slíkar siðareglur í gildi hér á landi væri tilgangslaust fyrir kínverskan fjárfesti að sækja um að fá að kaupa hérna jarðir eða fjárfesta í atvinnulífinu yfirleitt.
Ekki væri verra að fjárfestar frá EESlöndum uppfylltu einnig slíkar reglur og best af öllu væri að þeir íslensku gerðu það líka.
Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2011 | 12:34
Ooohh Darling.......
Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, var sá eini í veröldinni sem gerði sér grein fyrir því að efnahagskreppa væri að skella á heiminum á árinu 2008, a.m.k. að eigin sögn.
Darling segir að hvorki Brown, forsætisráðherra, né seðlabankastjórinn breski hafi gert sér nokkra grein fyrir ástandinu og ekki trúað fullyrðingum sínum um að kreppan sem væri að skella á yrði sú alvarlegasta sem yfir hefði dunir í sextíu ár.
Í ævisögu sinni, sem kemur út næstu daga, gefur Darling forsætisráðherra sínum falleinkunn og segir Brown hafa stjórnað landinu með harðri hendi og hagað sér nánast eins og einræðisherra, eða eins og fram kemur í viðhangandi frétt m.a: ""Þetta var frekar grimmileg stjórn og margir okkar urðu fyrir barðinu á henni," segir Darling og bætir við, að út frá sínu sjónarhorni hafi ríkt alger óstjórn í Downingstræti 10 á meðan Brown var forsætisráðherra."
Íslendingar þurftu einnig að líða fyrir þessa grimmilegu stjórn í Bretlandi og reyndar var það Alistair Darling sem var í fremstu víglínu í þeirri efnahagslegu styrjöld, sem Bretar og Hollendingar efndu til á haustdögum árið 2008 með stuðningi ESB og norðulandanna, gegn íslensku þjóðinni vegna athafna einkafyrirtækis í löndunum tveim.
Ekki má heldur gleyma því að Darling, alvitri, hefur áður sagt að Björgvin Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra Íslands, hafi ekki trúað sér frekar en aðrir þegar Darling varaði hann við gerðum Landsbankans í Bretlandi. Miklu fremur var um skilningsleysi íslenska ráðherrans að ræða, ef marka má fullyrðingar þess eina sem eitthvað vissi og skildi á þessum tíma.
Björgvin hafði a.m.k. ekki meiri áhyggjur en svo eftir samtal sitt við Darling, að hann flýtti fundi þeirra eins og mögulegt var til að missa ekki af tónleikum með hljómsveitinni Sex pistols, sem Björgvin var búinn að bíða lengi efitr að sjá og heyra.
Oooohhh Darling................
Darling gagnrýnir Brown | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)