Ooohh Darling.......

Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, var sá eini í veröldinni sem gerði sér grein fyrir því að efnahagskreppa væri að skella á heiminum á árinu 2008, a.m.k. að eigin sögn.

Darling segir að hvorki Brown, forsætisráðherra, né seðlabankastjórinn breski hafi gert sér nokkra grein fyrir ástandinu og ekki trúað fullyrðingum sínum um að kreppan sem væri að skella á yrði sú alvarlegasta sem yfir hefði dunir í sextíu ár.

Í ævisögu sinni, sem kemur út næstu daga, gefur Darling forsætisráðherra sínum falleinkunn og segir Brown hafa stjórnað landinu með harðri hendi og hagað sér nánast eins og einræðisherra, eða eins og fram kemur í viðhangandi frétt m.a:  ""Þetta var frekar grimmileg stjórn og margir okkar urðu fyrir barðinu á henni," segir Darling og bætir við, að út frá sínu sjónarhorni hafi ríkt alger óstjórn í Downingstræti 10 á meðan Brown var forsætisráðherra."

Íslendingar þurftu einnig að líða fyrir þessa grimmilegu stjórn í Bretlandi og reyndar var það Alistair Darling sem var í fremstu  víglínu í þeirri efnahagslegu styrjöld, sem Bretar og Hollendingar efndu til á haustdögum árið 2008 með stuðningi ESB og norðulandanna,  gegn íslensku þjóðinni vegna athafna einkafyrirtækis í löndunum tveim.

Ekki má heldur gleyma því að Darling, alvitri, hefur áður sagt að Björgvin Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra Íslands, hafi ekki trúað sér frekar en aðrir þegar Darling varaði hann við gerðum Landsbankans í Bretlandi.  Miklu fremur var um skilningsleysi íslenska ráðherrans að ræða, ef marka má fullyrðingar þess eina sem eitthvað vissi og skildi á þessum tíma.

Björgvin hafði a.m.k. ekki meiri áhyggjur en svo eftir samtal sitt við Darling, að hann flýtti fundi þeirra eins og mögulegt var til að missa ekki af tónleikum með hljómsveitinni Sex pistols, sem Björgvin var búinn að bíða lengi efitr að sjá og heyra.

Oooohhh Darling................ 


mbl.is Darling gagnrýnir Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband