Kreppan dýpkuð og lengd

Hagstofa Íslands hefur sent frá sér nýjar upplýsingar um landsframleiðsluna og í þeim staðfestist það sem sagt hefur verið, þ.e. að ríkisstjórninni sé að takast að dýpka og lengja kreppuna um fjöldamörg ár, umfram það sem hrunið árið 2008 gaf tilefni til.

Í fréttinni af skýrslu Hagstofunnar segir m.a:  "Þar kemur einnig fram að samkvæmt endurskoðuðum tölum Hagstofunnar yfir þjóðhagsreikninga á árinu 2010 dróst landsframleiðslan á því ári saman um 4% en áður var talið að samdrátturinn hefði numið 3,5%. Árið 2009 dróst landsframleiðslan saman um 6,7%. Hagstofan segir, að samdráttur landsframleiðslu á árinu 2010 sé að árinu 2009 undanskildu sá mesti sem mælst hefur frá árinu 1968, en þá nam hann 5,5%. Landsframleiðsla á liðnu ári varð svipuð að raungildi og landsframleiðsla ársins 2005."

Ríkisstjórnin hefur barist með kjafti og klóm gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu í landinu og þrátt fyrir fagrar yfirlýsingar og loforð um að greiða götu allrar mögulegrar fjárfestingar, þá hefur allt slíkt verið svikið jafnóðum og þar að auki hafa nú komið fram upplýsingar um að fjármálaráðherrann hafi unnið bak við tjöldin að því að eyðileggja allar áætlanir sem iðnaðarráðherrann hefði þó viljað koma í framkvæmd.

Sem betur fer styttist starfstími ríkisstjórnarinnar með hverjum deginum sem líður og miklar vonir standa til þess að hún falli um sjálfa sig á næstu vikum. 

 


mbl.is Landsframleiðsla dróst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Sæll Axel

það fer ekki á milli mála að það er Landráðslíður sem er við stjórn Jóhanna og Steingrímur

OG ÞEIRRA FÖRUNEITI Það hefur ekkert komið frá þeim nema LIGAR.

Jón Sveinsson, 8.9.2011 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband