Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
3.9.2011 | 17:42
Skipt um skoðun eða skoðanaskipti
Ólafur Ragnar skiptir stundum um skoðun á mönnum og málefnum. Einn daginn dýrkar hann og dáir útrásarvíkinga og næsta dag finnur hann gjörðum þeirra allt til foráttu og dauðsér eftir að hafa þegið far í einkaþotum þeirra út um allar jarðir og að hafa verið þeim jafn mikill gleðigjafi og bestu súludansmeyjar.
Einn daginn er Ólafur Ragnar algerlega á móti allri erlendri fjárfestingu í atvinnulífi landsins, en næsta dag er hann á þeirri skoðun að ekkert sé landinu jafn nauðsynlegt og kínverskir jarðakaupendur.
Þjóðin skiptir líka jafn oft um skoðun á Ólafi Rangnari, því einn daginn er hann vinsælasti maður þjóðarinnar, þann næsta sá mest hataði og þriðja daginn er hann aftur orðinn ástmögur þjóðarinnar oF s+a dáðasti.
Nú virðist þjóðin enn einu sinni vera að skipta um skoðun á Ólafi og þá vegna þess að hann er ekki á sömu skoðun og hann var áður og þjóðin er á núna.
Það er svo sem ekki nema heilbrigt að skipta um skoðun af og til og ef ekki er hægt að eiga skoðanaskipti við annað fólk, er a.m.k. hægt að hringla fram og til baka með sínar eigin skoðanir.
Ólafur Ragnar skipti um skoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2011 | 07:38
Missa bótarétt og atvinnuleysistölur lækka
Sveitarfélögin eru farin að hafa verulegar áhyggjur vegna fyrirséðrar fjölgunar þeirra sem munu missa atvinnuleysisbótarétt sinn á næstu misserum vegna langtímaatvinnuleysis.
Ríkisstjórnin hreykir sér af því að atvinnuleysi fari minnkandi í landinu og byggja á smávægilegri fækkun þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun. Sú fækkun segir þó ekki nema hálfan sannleikann, þar sem fjöldi fólks, sem annars væri á skránni, hefur farið til náms, þurft að leita á náðir sveitarfélaganna og flutt úr landi í atvinnuleit.
Þúsundir vinnufærra Íslendinga hafa flutt erlendis á unanförnum árum og fer sífjölgandi, því samkvæmt nýlegum fréttum flytja fimm til tíu fjölskyldur úr landi í hverri viku í leit að möguleikum til að framfleyta sér og sínum, vegna vonleysis um að úr rætist hér á landi á meðan núverandi ríkisstjórn situr að völdum.
Það er í raun hlægilegt og þó fremur grátlegt að horfa og hlusta á ráðherra ríkisstjórnarinnar berja sér á brjóst og þykjast hafa verið og séu enn, að vinna stórkostleg kraftaverk í atvinnu- og efnahagsuppbyggingu í landinu.
Því miður virðist að verulegum árangri verði ekki náð í þessum málum, fyrr en ríkisstjórn Þráins Bertelssonar hrökklast endanlega frá völdum.
Bótarétturinn að renna út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2011 | 19:06
Ríkisstjórn Þráins Bertelssonar
Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra í ríkisstjórn Þráins Bertelssonar, hefur stefnt að því leynt og ljóst að koma frumvarpi um fækkun ráðuneyta í gegn um þingið, í þeim tilgangi að losna við Jón Bjarnason úr ráðherrastóli. Með því ætlar hún að liðka til fyrir innlimunarferli Íslands sem útnárahrepps í væntanlegt stórríki ESB.
Það hlýtur nánast að vera formsatriði að Þráinn og Jóhanna hafi stólaskipti, enda er það nú Þráinn sem stjórnar því hvort, hvenær og hvaða lagafrumvörp fást lögð fyrir Alþingi og hvort þau fást yfirleitt samþykkt.
Þróinn hefur lýst því yfir að hann muni sjá til þess að fjárlagafrumvarp verði ekki samþykkt í haust, nema hans hugmyndir um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands nái fram að ganga og í dag stöðvaði hann stjórnarfrumvarp um breitingu á skipan stjórnarráðsins og fjölda ráðuneyta.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er greinilega genginn sinn veg og við hefur tekið ríkisstjórn Þráins Bertelssonar.
Stjórn Jóhönnu hefur ekki verið þjóðinni til neinna heilla og akveg er öruggt að þjóðin hefur ekki til neins að hlakka vegna þessara skipta á stjórnarherra.
Óboðlegt frumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2011 | 08:30
Hvað skilja ESBsinnar ekki í orðinu "evrukrísa"?
Íslenskar ESBgrúppíur halda því statt og stöðugt fram að evran sé afar traustur gjaldmiðill og engin vandamál steðji að evrunni sjálfri og hvað þá efnahagsstöðugleika evruríkjanna.
Hver kommisarinn í ESB, ýmsir ráðamenn í Evrópu og fjöldinn allur af fræðimönnum hefur þó haldið öðru fram og sagt framtíð evrunnar í verulegri hættu, nema evruríkin afsali sér fjárræði sínu til Brussel og að þaðað verði ríkisfjármálum allra ríkjanna stjórnað í framtíðinni.
Nú hefur Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, bæst í hóp þeirra sem stigið hafa fram og tjáð sig um nauðsyn þess að miðstýra fjármálum evruríkjanna frá Brussel og hefur dagblaðið Bild m.a. eftir honum: "Slíkra breytinga er þörf vegna evrukrísunnar, jafnvel þó að við vitum hversu erfiðar slíkar samningaviðræður geta verið."
Þýskaland og Frakkland eru þau ríki sem stjórna ESB í raun, þrátt fyrir að látið sé líta út fyrir að einhverskonar lýðræði, eða jafnræði, sé við líði innan hins væntanlega stórríkis, sem íslensku grúppíurnar vilja endilega að fái að innlima landið sem útnárahrepp.
Hvað skyldi það vera í sambandi við orðið "evrukrísa" sem íslesku ESBgrúppíurnar skilja ekki?
Vill meiri völd til Brussel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2011 | 08:39
Fjárhagsstaða Moggans styrkist á ný
Talsverð umskipti hafa orðið að undanförnu í afkomu Árvakurs hf., rekstrarfélags Morgunblaðisins, sem m.a. kemur fram í jákvæðri framlegð fyrri hluta þessa árs.
Í viðhangandi frétt segir um þennan viðsnúning m.a: "Framlegð (ebitda) af rekstri Árvakurs hf. á árinu 2010 batnaði um 389 milljónir króna frá árinu á undan. Framlegð ársins 2010 var neikvæð um 97 milljónir en var árið 2009 neikvæð um 486 milljónir. Á þessu ári hafa orðið jákvæð umskipti og framlegð á fyrri hluta ársins er jákvæð um 30 milljónir."
Þetta eru afar góð tíðindi og gefa auknar vonir um að Mogginn verði gefin út um ófyrirséða framtíð og leiði umræðuna í þjóðfélaginu áfram, eins og hann hefur gert áratugum saman, sem besti og áreiðanlegasti fjölmiðill landsins.
Mogginn ber af öðrum prentmiðlum eins og gull af eiri og enginn sem vill fylgjast með þjóðmálunum á Íslandi getur verið án þess að lesa blaðið, bæði fréttirnar og ritstjórnarskrifin. Blaðið var stórveldi í íslensku þjóðfélagi undir stjórn Styrmis og Matthíasar og er á góðri leið með að endurheimta þann sess undir stjórn núverandi ritstjóra.
Þó framlegð segi ekki nema hálfa söguna um endanlega afkomu fyrirtækis, er a.m.k. nauðsynlegt að hún sé jákvæð, ef möguleiki á að vera til þess að greiða niður fjárfestingu og fjármagnskostnað vegna hennar og rekstrarskulda.
Mogganum er óskað alls góðs í framtíðinni og þökkuð samfylgdin á undanförnum áratugum. Vonandi slitnar sú samfylgd ekki fyrr en dauðinn aðskilur og er þá ekki átt við líftíma Morgunblaðsins.
Rekstur Árvakurs á réttri leið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)