Enn einn toppur á ruglinu frá ríkisstjórninni

Ruglið og vitleysan í stjórnun landsins hefur verið nánast takmarkalaus í tíð núverandi ríkisstjónrar og í hvert sinn sem talið er að nú hafi toppnum verið náð, þá er skellt fram einhverju nýju rugli sem toppar það sem áður er komið.

Nýjasta nýtt í dellumálunum er að finna í væntanlegu frumvarpi um stjórnarráðið, þar sem það verðu lagt í hendur forsætisráðherra hverju sinni að ákveða fjölda ráðuneyta og þar með ráðherra og til viðbótar eiga ráðherrar að fá heimild til að ráða sér tvo pólitíska aðstoðarmenn og jafnvel allt að þrem til viðbótar, þannig að þeir verði alls fimm.

Stjórnarmeirihlutinn í Allsherjarnefnd Alþingis þykir ekki nóg að gert í upphaflegu frumvarpi, eða eins og segir í fréttinni: "Í nefndaráliti meirihluta nefndarinnar kemur fram að ákvæði frumvarpsins um aðstoðarmenn og ráðgjafa ráðherra séu ekki fullnægjandi. Telur meirihlutinn brýnt „að skapað verði aukið svigrúm fyrir ráðherra til að ráða til sín pólitíska aðstoðarmenn þannig að þeir fái með eðlilegum hætti sinnt pólitískri stefnumótun innan ráðuneyta sinna,“ segir í nefndarálitinu."

Hér á landi er þingbundin ríkisstjórn, sem þýðir að það er meirihluti Alþingis sem á að leggja hinar pólitísku línur hverju sinni, en ekki ráðherrarnir.  Ráðherrarnir eiga í raun að framfylgja samþykktum og lögum, sem samþykkt eru á þinginu, þar sem hin pólitíska umræða og stefnumótun fer fram.

Að ætla sér að koma upp sérstökum pólitískum skrifstofum innan hvers ráðuneytis fyrir sig með allt að fimm pólitískum aðstoðarmönnum ráðherra á launum frá almenningi við að "sinna pólitískri stefnumótun innan ráðuneyta" er gjörsamlega galin hugmynd, svo vægt sé til orða tekið.

Hitt er annað mál, að enginn er lengur hissa neinu sem frá "Norrænu velferðarstjórninni" og þingmeirihluta hennar kemur. 


mbl.is Heimilt að fjölga aðstoðarmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eitt sinn var kínverskur sendiherra í Bandaríkjunum að labba meðfram götu ásamt forseta Bandaríkjanna. Kínverjinn var nýbyrjaður í starfi og hafði aldrei farið útfyrir landssteinanna fyrr og sér þarna að það er skurðgrafa að grafa skurð og í henni sæti einn maður. Kínverjinn spyr forsetann afhverju í veröldinni þeir notuðu ekki bara handskóflur og forsetinn leyt undrandi á hann og spurði til hvers. Kínverjinn svarar því að það skapi mun fleiri störf en þá gætu 40 manns unnið í staðinn fyrir einn. Forsetinn svarar þá,, afhverju í veröldinni að nota skóflur ef að þið getið leyft 2000 manns að nota teskeiðar´´ 

valli (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 23:39

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Þetta er algjörlega í takt við það sem hver ráðherrann á fætur öðrum lætur frá sér fara, þegar hann tekur fram að ákvörðun verði tekin á pólitískum nótum en ekki út frá hagfræðilegum sjónarmiðum. 

Þessi ríkisstjórn hefur verið mest í því að koma að gæluverkefnum og pólitískum löngunum síðustu áratuga, en í öllum þeim verkefnum hefur alla framtíðarsýn skort, sem og skynsamleg rök.  

Með svona breytingum verður öllum fagmönnum innan ráðuneytanna ýtt til hliðar og reynsla og þekking höfð að engu.  Væri ekki ráð til þess að fullkomna vitleysuna að fækka bara starfsmönnum allra ráðuneyta niður í núll og hvert ráðuneyti samanstæði af þessari pólitísku hjörð ?

Jón Óskarsson, 7.9.2011 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband