Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Svo bregðast krosstré sem önnur tré

Með nefndaráliti fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Fjárlaganefnd Alþingis virðist í flest skjól fokið varðandi kúgun Breta, Hollendinga og ESB vegna skuldar einkabankans Landsbanka við reikningshafa á Icesave, sem aldrei var ríkisábyrgð á og mátti reyndar alls ekki vera fyrir hendi, samkvæmt tilskipun ESB, þó nú taki stórríkið væntanlega fullan þátt í fjárkúguninni gegn Íslendingum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru nánast tvísaga í áliti sínu þegar þeir segja:  "Það er ljóst að  báðar leiðirnar, samningaleið eða dómstólaleið,  fela í sér áhættu. Það er mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, að þó að áhættan á því að við töpum dómsmálum sé til staðar, sé hún ekki veruleg.  Í því sambandi verður þó að hafa í huga að skuldbindingar okkar gætu margfaldast, tapaðist málið, þegar borið er saman við fyrirliggjandi samninga."

Áhættan er ekki veruleg að þeirra mati, en samt þora þeir ekki að leggja til að sú áhættulitla leið verði farin til að leysa málið endanlega.  Það verða mikil vonbrigði ef það verður raunin að Sjálfstæðisflokkurinn láti verða af því að taka þátt í að selja íslenska skattgreiðendur í ánauð fyrir elenda fjárkúgara næstu áratugina.

Þar sem ekki var gert ráð fyrir Icesave í nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 2011, fylgir með frumvarpinu um skattaþrældóminn að skattaþrælarnir skuli greiða rúma 26 milljarða króna til fjárkúgaranna strax á þessu ári og síðan tugmilljarða árlega eftir það næsta áratuginn a.m.k.  Það er nánast sama upphæð og var skorin niður og spöruð með miklum harmkvælum í ríkisrekstrinum á þessu ári.

Með þessari samþykkt fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Fjárlaganefnd verður ekki sagt annað en:  Svo bregðast krosstré, sem önnur tré.


mbl.is Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn hjálpi ríkisstjórninni að skilja grundvallaratriðin

Kreppan hér á landi mun verða mun lengri, dýpri og hafa mun meiri langvarandi áhrif en annars hefði orðið, hefði ríkisstjórnin minnsta skilning á því að það eina sem mun koma þjóðinni út úr kreppunni og til bættra lífskjara er atvinna fyrir allar vinnufúsar hendur. 

Því miður hefur ríkisstjórnin barist með kjafti og klóm síðustu tvö árin gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu og alveg sérstaklega allri erlendri fjármögnun, stóriðju og sjávarútvegi, en það eru þær greinar sem skapa verðmætin í þjóðfélaginu, ásamt ferðaiðnaði, sem allt efnahagslífið byggist á.  Verðmætasköpunin í þjóðfélaginu verður ekki til í tuskubúðunum í Kringlunni, Smáralind eða á laugaveginum, né heldur hér á blogginu. 

Því fyrr sem tekst að leysa úr deilum um sjávarútveginn og fjölga öðrum gjaldeyrisskapandi og -sparandi framleiðslufyrirtækjum, því fyrr mun þjóðin rísa upp úr efnahagsþrengingunum og raunar mun hún ekki rísa upp úr þeim öðruvísi.

Viðhangandi frétt um hagspá Seðlabankans lýkur svona:  "Fram kemur í Peningamálum, að viðskiptakjarabatinn varð nokkru meiri á síðasta ári en spáð var í nóvember. Gerir Seðlabankinn ráð fyrir áframhaldandi bata á þessu ári, drifnum af frekari hækkun verðs á áli og sjávarafurðum, sem vegi þyngra en hækkun verðs á innfluttri hrávöru og olíu. Horfur til næstu tveggja ára séu svipaðar og í nóvember."

Seðlabankinn skilur hvað til þarf og þyrfti bráðnauðsynlega að koma ríkisstjórninni í skilning um það líka.


mbl.is Ekki gert ráð fyrir breyttu gengi krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Besti flokkurinn er einungis bestu vinir Gnarr

Á borgarstjórnarfundi í dag upplýsti Jón Gnarr að Besti flokkurinn væri í raun ekki flokkur annarra en nokkura vina sinna, þannig að miðað við það ætti "flokkurinn" líklega frekar að heita "Bestu vinir aðal" og alls ekki að kenna nafnið við flokk, fyrst þetta er alls ekki flokkur.

Jón Gnarr sagði, samkvæmt fréttinni "að Besti flokkurinn hefði enga stefnu og  væri ekki flokkur, hefði enga starfsemi, engar nefndir og engin ráð full af fólki til að móta einhverja stefnu."  Þessu hefur oft verið haldið fram hér á þessu bloggi og alltaf verið uppskornar athugasemdir um að verið væri að níða niður Besta flokkinn og stefnu hans, að ekki sé talað um Jón Gnarr, sem jafnoft hefur verið haldi fram að væri gjörsamlega óhæfur til að gegna borgarstjórastarfi.

Nú þarf ekki fekari vitnanna við þar sem Jón Gnarr staðfestir þetta allt saman sjálfur og það verður að virða honum til tekna, að játa það svona hreinskilninslega á opnum borgarstjórnarfundi hverskonar plat "Besti flokkurinn" væri og að hann hefði verið að draga kjósendur sína á asnaeyrunum allan tímann.

Sennilega er Jón Gnarr byrjaður að undirbúa brottför sína úr borgarstjórastólnum, því hann hefur nú þegar ráðið sig til að stjórna sjónvarpsþætti á Stöð 2, sem þó mun örugglega ekki verða langlífur, ef mið má taka af fyrstu tveim þáttunum.

Jón Gnarr er góður leikari og mun vafalaust ekki skorta verkefni á þeim vígstöðvum og með brotthvarfi "Besta flokksins" úr borgarstjórn mun skapast grundvöllur fyrir vitræna stjórnun á þeim vígstöðvum.


mbl.is Sagði Besta flokkinn líkjast lítilli strákaklíku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörður átelur "belging" Íslendinga gegn Bretum

Laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins hefur ákveðið að fella niður rannsókn sína og hætta þar með við skýrslugerð um lagalegan grunn þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenska ríkisins og íslenskra fyrirtækja í Bretlandi í bankahruninu í október 2008.

Frá þessu skýrði Lilja Mósesdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, en Íslandsdeildin  fór fram á það í janúar 2009 að Evrópuráðið skoðaði hugsanleg álitamál í tengslum við beitingu hryðjuverkalaga gegn íslenskum hagsmunum í Bretlandi.  Þessum athugunum hefur sem sagt verið hætt, með þeim skýringum að Evrópuráðið vildi ekki birta álit, sem hugsanlega yrði hægt að nota í réttarhöldum síðar.

Í kjölfar þessara upplýsinga gerðist fáheyrður atburður á Alþingi, en í fréttinni segir þetta um ótrúleg ummæli þingmanns Samfylkingarinnar:  "Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að  Evrópuráðið, sem væri þekkt fyrir mannréttindabaráttu, teldi ekki að grundvöllur væri til að halda þessari rannsókn áfram. Þetta benti til þess, að Íslendingar hefðu reynt að grípa það hálmstrá í vandræðum sínum, að veifa frekar röngu tré en aungu. „Við ættum að setjast niður og skoða og vinna í okkar eigin málum frekar en að þenja okkur með belging sem ekki gerir neinum gagn."  

Þetta er gjörsamlega óhugnanleg afstaða íslensks þingmanns, sem kjörinn er til þess að setja landi sínu lög og sinna hagsmunamálum þess innanlands og ekki síður gagnvart öðrum þjóðum, að ekki sé talað um þegar þær sýna landinu og þjóðinni yfirgang og beita hana kúgun.

Vonandi er Mörður algerlega einangraður í þessari óþjóðlegu afstöðu sinni, þó ekki sé ólíklegt að fleiri Samfylkingarþingmenn gætu verið á sama róli og hann gegn hagsmunum Íslendinga í samskiptum við aðrar þjóðir.


mbl.is Rannsókn Evrópuþings á beitingu hryðjuverkalaga hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband