Mörður átelur "belging" Íslendinga gegn Bretum

Laga- og mannréttindanefnd Evrópuráðsþingsins hefur ákveðið að fella niður rannsókn sína og hætta þar með við skýrslugerð um lagalegan grunn þess að Bretar beittu hryðjuverkalögum til að frysta eignir íslenska ríkisins og íslenskra fyrirtækja í Bretlandi í bankahruninu í október 2008.

Frá þessu skýrði Lilja Mósesdóttir, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, en Íslandsdeildin  fór fram á það í janúar 2009 að Evrópuráðið skoðaði hugsanleg álitamál í tengslum við beitingu hryðjuverkalaga gegn íslenskum hagsmunum í Bretlandi.  Þessum athugunum hefur sem sagt verið hætt, með þeim skýringum að Evrópuráðið vildi ekki birta álit, sem hugsanlega yrði hægt að nota í réttarhöldum síðar.

Í kjölfar þessara upplýsinga gerðist fáheyrður atburður á Alþingi, en í fréttinni segir þetta um ótrúleg ummæli þingmanns Samfylkingarinnar:  "Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að  Evrópuráðið, sem væri þekkt fyrir mannréttindabaráttu, teldi ekki að grundvöllur væri til að halda þessari rannsókn áfram. Þetta benti til þess, að Íslendingar hefðu reynt að grípa það hálmstrá í vandræðum sínum, að veifa frekar röngu tré en aungu. „Við ættum að setjast niður og skoða og vinna í okkar eigin málum frekar en að þenja okkur með belging sem ekki gerir neinum gagn."  

Þetta er gjörsamlega óhugnanleg afstaða íslensks þingmanns, sem kjörinn er til þess að setja landi sínu lög og sinna hagsmunamálum þess innanlands og ekki síður gagnvart öðrum þjóðum, að ekki sé talað um þegar þær sýna landinu og þjóðinni yfirgang og beita hana kúgun.

Vonandi er Mörður algerlega einangraður í þessari óþjóðlegu afstöðu sinni, þó ekki sé ólíklegt að fleiri Samfylkingarþingmenn gætu verið á sama róli og hann gegn hagsmunum Íslendinga í samskiptum við aðrar þjóðir.


mbl.is Rannsókn Evrópuþings á beitingu hryðjuverkalaga hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Ég hrökk einnig við, við þessi ummæli Marðar, því gersamlega óháð því hvað hann mætti meina um von þess að Íslendingum falli væntanlegur dómur í vil (ef af réttarhöldum verður) þá er þetta neðan allrar virðingar kjörins fúlltrúa að orðleggja sig svona.

Enda er grundvöllurinn fyrir frávísun ekki kominn af því að þeir telji að þetta sé tapað mál, heldur vegna þess að það geti haft árhrif á væntanlegann dómsúrskurð, einnig er bent á að reyna megi heldur að sækja það vegna efnahagslegs taps Íslands vegna beitingu laganna, þetta ráð er nefnilega frekar notað eftir að dómar falla, sjaldnar í forkant. 

En enn og einu sinni sakna ég vandaðri vinnubragða fréttamanna hér á mbl.is hefðu getað sett "link" á þessa umfjöllun hjá Evrópuráðinu, ég er búinn að leita svoldið HÉR en finn ekkert um þetta, en er kannski bara ekki að leita á réttum stað.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 1.2.2011 kl. 15:22

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rétt til að varnar mbl.is leyfi ég mér að benda á, að ekki var verið að vitna í vefsíðu Evrópuráðsins, heldur verið að fjalla um umræður á Alþingi þar sem Lilja Mósesdóttir sagði frá þessum tíðindum og svo svari Marðar við þeim.

Svarið er Merði auðvitað til háborinnar skammar.

Axel Jóhann Axelsson, 1.2.2011 kl. 15:29

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

jú sá það, svo það er engin krafa þessvegna á "link" en hefði gefið fréttinni aðeins meiri vídd og kannski tekin enn meir niðrum Mörð !

Kv KH

Kristján Hilmarsson, 1.2.2011 kl. 16:11

4 identicon

Já kristján það er erfitt að kippa niðrum menn sem standa nakktir fyrir framan þjóðina íklæddir hrokanum einu saman.

Ágústa (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 17:24

5 identicon

Ég er einfaldlega orðlaus.bullið sem vellur úr Merði er fáránlegt

Sigurbjörn Kjartansson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband