Seðlabankinn hjálpi ríkisstjórninni að skilja grundvallaratriðin

Kreppan hér á landi mun verða mun lengri, dýpri og hafa mun meiri langvarandi áhrif en annars hefði orðið, hefði ríkisstjórnin minnsta skilning á því að það eina sem mun koma þjóðinni út úr kreppunni og til bættra lífskjara er atvinna fyrir allar vinnufúsar hendur. 

Því miður hefur ríkisstjórnin barist með kjafti og klóm síðustu tvö árin gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu og alveg sérstaklega allri erlendri fjármögnun, stóriðju og sjávarútvegi, en það eru þær greinar sem skapa verðmætin í þjóðfélaginu, ásamt ferðaiðnaði, sem allt efnahagslífið byggist á.  Verðmætasköpunin í þjóðfélaginu verður ekki til í tuskubúðunum í Kringlunni, Smáralind eða á laugaveginum, né heldur hér á blogginu. 

Því fyrr sem tekst að leysa úr deilum um sjávarútveginn og fjölga öðrum gjaldeyrisskapandi og -sparandi framleiðslufyrirtækjum, því fyrr mun þjóðin rísa upp úr efnahagsþrengingunum og raunar mun hún ekki rísa upp úr þeim öðruvísi.

Viðhangandi frétt um hagspá Seðlabankans lýkur svona:  "Fram kemur í Peningamálum, að viðskiptakjarabatinn varð nokkru meiri á síðasta ári en spáð var í nóvember. Gerir Seðlabankinn ráð fyrir áframhaldandi bata á þessu ári, drifnum af frekari hækkun verðs á áli og sjávarafurðum, sem vegi þyngra en hækkun verðs á innfluttri hrávöru og olíu. Horfur til næstu tveggja ára séu svipaðar og í nóvember."

Seðlabankinn skilur hvað til þarf og þyrfti bráðnauðsynlega að koma ríkisstjórninni í skilning um það líka.


mbl.is Ekki gert ráð fyrir breyttu gengi krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband