Svo bregðast krosstré sem önnur tré

Með nefndaráliti fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Fjárlaganefnd Alþingis virðist í flest skjól fokið varðandi kúgun Breta, Hollendinga og ESB vegna skuldar einkabankans Landsbanka við reikningshafa á Icesave, sem aldrei var ríkisábyrgð á og mátti reyndar alls ekki vera fyrir hendi, samkvæmt tilskipun ESB, þó nú taki stórríkið væntanlega fullan þátt í fjárkúguninni gegn Íslendingum.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru nánast tvísaga í áliti sínu þegar þeir segja:  "Það er ljóst að  báðar leiðirnar, samningaleið eða dómstólaleið,  fela í sér áhættu. Það er mat fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd, að þó að áhættan á því að við töpum dómsmálum sé til staðar, sé hún ekki veruleg.  Í því sambandi verður þó að hafa í huga að skuldbindingar okkar gætu margfaldast, tapaðist málið, þegar borið er saman við fyrirliggjandi samninga."

Áhættan er ekki veruleg að þeirra mati, en samt þora þeir ekki að leggja til að sú áhættulitla leið verði farin til að leysa málið endanlega.  Það verða mikil vonbrigði ef það verður raunin að Sjálfstæðisflokkurinn láti verða af því að taka þátt í að selja íslenska skattgreiðendur í ánauð fyrir elenda fjárkúgara næstu áratugina.

Þar sem ekki var gert ráð fyrir Icesave í nýsamþykktum fjárlögum fyrir árið 2011, fylgir með frumvarpinu um skattaþrældóminn að skattaþrælarnir skuli greiða rúma 26 milljarða króna til fjárkúgaranna strax á þessu ári og síðan tugmilljarða árlega eftir það næsta áratuginn a.m.k.  Það er nánast sama upphæð og var skorin niður og spöruð með miklum harmkvælum í ríkisrekstrinum á þessu ári.

Með þessari samþykkt fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Fjárlaganefnd verður ekki sagt annað en:  Svo bregðast krosstré, sem önnur tré.


mbl.is Þjónar hagsmunum að ljúka Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Á fólkið í landinu að borga fyrir fyrri eigendur og stjórendur Landsbankans sem enn ganga lausir? Nei, og aftur nei. Dæmið þá og svo skulum við athuga málið. Ekki fyrr.

Sigurður I B Guðmundsson, 2.2.2011 kl. 20:08

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þetta er sorgardagur fyrir okkur sanna íhaldsmenn sem erum þó þeirri gæfu búnir sem heitir víðsýni, var ekki búinn að lesa þetta blogg þitt þegar ég skrifaði mitt (í hamsi auðvitað) við fréttina af atkvæðagreiðslunni á þingi í dag, HÉR er linkur á það.

Heyrumst Axel og látum í okkur heyra.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 3.2.2011 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband