Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
5.6.2010 | 19:44
Jóhanna laug blákalt um launaloforðið til Más
Undanfarnar vikur haf verið miklar umræður um það, hvort Jóhanna Sigurðardóttir hafi lofað Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra, miklu hærri launum en lögin hennar Jöhönnu segðu fyrir um, en samkvæmt þeim má enginn hafa hærri laun en lélegasti forsætisráðherra sögunnar, þ.e. Jóhanna sjálf.
Jóhanna hefur þrætt eindregið fyrir að hafa lofað Má þessum launakjörum og sama hafa allir aðrir gert, en Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, hefur fórnað sínu eigin mannorði með því að þegja yfir því hver lofaði hverju, í tengslum við launakjör nýja seðlabankastjórans.
Nú hefur Mogginn komist yfir tölvupósta sem gengu á milli Jóhönnu sjálfrar og Más vegna ráðningar hans í bankann og þar kemur fram, að samskiptin voru ekki eingöngu rafræn, heldur einnig símleiðis þeirra í milli. Þar tjáði Már henni að hann myndi ekki taka starfinu, nema Jóhanna ábyrgðist honum þau launakjör sem giltu, þegar starfið var auglýst. Þó það komi ekki skýrt fram í fréttinni, hefur Jóhanna gefið ákveðið loforð þar um, fyrst Már hætti við að draga umsókn sína til baka.
Það sem er alvarlegt við þetta mál er, að forsætisráðherra þjóðarinnar skuli blygðunarlaust ljúga, bæði í fjölmiðlum og á Alþingi, án þess að blikna eða blána, um þau málefni sem á hennar könnu eru.
Þó er jákvætt að þjóðin hefur nú fengið endanlega staðfestingu á óheiðarleika Jóhönnu Sigurðardóttur.
Már og Jóhanna ræddu launin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.6.2010 | 15:14
Ríkisstjórnin hlýtur að stöðva málið strax
Ríkisstjórnin hefur barist af öllu sínu afli gegn hvers konar atvinnuuppbyggingu í landinu, framlengingu kreppunnar og auknu atvinnuleysi.
Sérstaklega hefur henni verið uppsigað við allar mannaflsfrekar framkvæmdir og því meir, ef hætta hefur verið á að erlendir aðilar hafi verið tilbúnir til að fjárfesta hérlendis, með tilkomu innstreymis gjaldeyris, sem er það sem þjóðarbúið skortir einna mest um þessar mundir.
Rio Tinto er nú tilbúið til að auka afköst álversins í Straumsvík, með fjárfestingu upp á 250 milljónir dollara, að sjálfsögðu með ákveðnu rekstraröryggi til framtíðar í huga og setur því þau skilyrði, að Búðarhálsvirkjun verði kláruð og að orkuskattar verði ekki hækkaðir úr hófi, en þeir nema nú um einni milljón króna á dag hjá fyrirtækinu.
Ólafur Teitur, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir í viðtali mið Mbl, að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi litið svo á að samkomulag væri í gildi um það hvernig skattamálum yrði háttað á næstu árum, í rekstrarumhverfi álversins.
Það er meira en einkennilegt að forsvarsmenn fyrirtækisins hafi látið sér detta í hug að ríkisstjórn Samfylkingar og VG myndi standa við gerða samninga.
Það hefur hún aldrei gert og fer varla að byrja á því núna.
Rio Tinto vill straumhækkunina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
5.6.2010 | 11:23
Guðlaugur Þór gerir EKKI hreint fyrir sínum dyrum
Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, hefur gert marga góða hluti á sínum stjórnmálaferli og stóð sig afar vel sem heilbrigðisráðherra á meðan hann gegndi þeirri stöðu. Hann hefur verið duglegur og málefnalegur þingmaður og hafa verið bundnar miklar vonir við hann sem hluta af framvarðarsveit Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur háði mikla kosningabaráttu í prófkjöri árið 2006 og tjaldaði þar öllu til og þáði 24,8 milljónir í styrki frá ýmsum aðilum til að kosta þá baráttu og var það allt í samræmi við venjur og reglur þess tíma og væri ekkert út á það að setja, ef allt væri uppi á borðum varðandi þessi fjárframlög og ekki væri verið að pukra með styrktaraðilana.
Á þessari síðu hefur verið haldið uppi vörnum fyrir þá frambjóðendur sem þessa styrki þáðu, hvar í flokki sem þeir standa, enda engar reglur eða lög brotin svo vitað sé, í tengslum við þessi styrkjamál. Sá, sem hér skrifar hefur alltaf verið mikill stuðningsmaður Guðlaugs Þórs og talið hann í hópi bestu þingmanna þjóðarinnar og stutt hann bæði í prófkjörum og á öðrum vettvangi.
Nú, að öllum þessum tíma liðnum og eftir háværar kröfur úr öllum áttum, hefur Guðlaugur Þór loksins birt lista yfir þá, sem styrktu prófkjörsbaráttu hans árið 2006 og eins og hjá öðrum voru það bankarnir og helstu útrásargarkarnir sem framlögin veittu, enda fjársterkustu aðilar þjóðfélagsins á þeim tíma, en eftir sem áður getur Guðlaugur ekki, eða vill ekki, upplýsa um greiðendur tæplega 40% allra styrkjanna, þ.e. leynd hvílir yfir hverjir greiddu 9 milljónir af 24,8 milljónum samtals.
Þetta er algerlega óviðunandi af hálfu Guðlaugs Þórs og ýtir undir þær grunsemdir að hann hafi eitthvað að fela og að ekki þoli allt í sambandi við prófkjörsbaráttu hans að koma fram í dagsljósið og þá fer gamanið að kárna og styrkirnir fá á sig allt aðra mynd en áður.
Styrkirnir á þessum tíma voru samkvæmt öllum lögum og reglum, en lágmarkskrafa er, að í sambandi við þá sé allt opið og gegnsætt, grein gerð fyrir hverri krónu og hverjir fjármögnuðu. Allt annað er algerlega óviðunandi.
Geri Guðlaugur Þór ekki betri og skýrari grein fyrir prófkjörsbaráttu sinni og hverjir styrktu hana, þá á hann engan annan kost en að yfirgefa völlinn og segja af sér þingmennsku og lýsi því yfir eigi síðar en á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok júnímánaðar.
Guðlaugur fékk hæstu styrkina frá Baugi, Fons og FL Group | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.6.2010 | 10:31
Skráning Haga á markað algerlega misheppnuð
Höskuldur H. Ólafsson, nýr bankastjóri Arion banda, hefur ákveðið að fresta skráningu Haga hf. á hlutabréfamarkað fram á haust, án þess að dagsetningar séu nefndar í því sambandi. Fyrirrennari Höskuldar í stöðu bankastjóra Arion banka var kominn langleiðina með að eyðileggja orðspor bankans algerlega með ýmissi þjónkun við fallna útrásarmógúla og verður það ærið verkefni fyrir hinn nýja bankastjóra, að reyna að vinna bankanum eitthvert traust á næstu mánuðum.
Finnur, fyrrum bankastjóri, lýsti því yfir að margir fyrrum útrásargarkar væru þeir einu sem bankinn treysti til góðra verka og því væri réttlætanlegt að afskrifa jafnvel hundruð milljarða af skuldum þeirra og afhenda þeim síðan fyrirtækin aftur á silfurfati, enda nytu þessir aðilar "fyllsta trausts" í bankanum. Dæmi um þetta er að Ólafur Ólafsson fékk Samskip aftur í hendurnar, eftir "endurskipulagningu skulda" og Jóhannesi í Bónus og fjölskyldu var lofað forgangi að 15% hlutafjár í Högum, þegar fyrirtækið yrði sett á markað, enda væru þar á ferð "snjöllustu rekstrarmenn landsins".
Nú liggja allir þessir aðilar undir rannsókn Sérstaks saksóknara og skattyfirvalda og búið að frysta eignir sumra þeirra, jafnvel um allan heim, og því varla nema von að Arion banki fresti því að setja Haga á hlutabréfamarkaðinn, enda vandséð hver myndi vilja kaupa í fyrirtækinu með þá "kjölfestufjárfesta" sem bankinn ætlaði að bjóða uppá í "kaupbæti".
Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið situr Jón Ásgeir í Bónus ennþá í stjórn tveggja fyrirtækja í Bretlandi, sem fulltrúi skilastjórna bankanna, og þiggur há laun fyrir "sérfræðiþekkingu" sína.
Bankarnir öðlast ekki tiltrú almennings á meðan að svona er í pottinn búið þar á bæ.
Skráningu Haga frestað til hausts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.6.2010 | 16:50
Hátt hreykir heimskur sér
Grínflokkarnir í Reykjavík hafa boðað til blaðamannafundar klukkan fimm í dag á þaki blokkarinnar við Æsufell 4 í Breiðholtinu, en það er líklega hæsti "útsýnispallur" borgarinnar.
Hvort Æl-istinn hefur valið Æsufellsblokkina vegna upphafsstafsins í nafni hennar, skal ósagt látið, en líklega hefur æringjunum þótt þetta geysilega fyndið, sem það er nú reyndar ekki, en þó verður að viðurkennast að staðurinn er óvenjulegur til fundarhalda.
Varla getur skýringin verði sú, að grínistarnir þykist svo hátt yfir Reykvíkinga hafnir, að þetta sé táknræn athöfn til undirstrikunar á því. Kannski er þetta bara saklaus aðferð til að "lyfta sér upp", en ekki veitir nú af því fyrir Samfylkinguna, eftir þá útreið sem hún fékk í borgarstjórnarkosningunum, ekki síst oddvitinn Dagur B., sem þurfti að þola fjöldaútstrikanir af listanum.
Það sem kom þó allra fyrst upp í hugann við lestur fréttarinnar var gamli góði málshátturinn: "Hátt hreykir heimskur sér".
Meirihluti á þaki Æsufells | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
4.6.2010 | 15:34
Kvóti eða ekki kvóti
Þorskstofninn er á hægri uppleið, samkvæmt upplýsingum Hafrannsóknarstofnunar, sem leggur til að þorskafli verði aukinn úr 150 þúsundum tonna í 160 þúsund. Þetta segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, að sé skólabókardæmi um árangur í fiskveiðistjórnun, en um það hlýtur að mega deila eftir nærri þrjátíu ára friðun, sem litlu hefur skilað í stækkun stofnsins, þar til nú.
Ef þetta er skólabókardæmi um friðunaraðgerðir, þá væri fróðlegt að fá skýringu á því hvers vegna stofnunin leggur til 18 þúsund tonna minni ýsuafla á næsta fiskveiðiári, eða að þá verði veidd 45 þúsund tonn af ýsu í stað 63 þúsund tonna, sem heimilt er að veiða á þessu fiskveiðiári. Hvaða skólabókarlærdóm er hægt að draga af því?
Margir eru ekki sáttir við rannsóknir og veiðiráðgjöf Hafró, en skoðanir á því hve mikið væri óhætt að veiða og hvernig ætti að stjórna veiðunum, eru margar og ólíkar, allt frá því að viðhalda óbreyttu kvótakerfi og til þess að gefa allar veiðar frjálsar. Algerlega frjálsar veiðar koma líklega alls ekki til greina, því flestir eru á því að einhverjar takmarkanir verði að viðhafa og þá er einhverskonar kvótakerfi komið til að vera.
Fyrningarleið ríkisstjórnarflokkanna er algerlega óhugsuð aðgerð, því engar tillögur hafa komið fram um hvað ætti svo að taka við. Stundum er sagt að kvótanum verði bara úthlutað aftur til sömu aðila og hafa hann núna og þá vaknar spurning til hvers leikurinn væri gerður. Aðrir vilja setja allar aflaheimildir á uppboð og selja þær hæstbjóðanda, en það væri kerfi sem gengi ekki upp heldur, þar sem þá myndu örfáir fjársterkir aðilar ná til sín öllum kvótanum á örfáum árum.
Eina leiðin er að ná "þjóðarsátt" um hvernig á að stjórna veiðum við landið og endursmíða reglurnar þar um á eftir.
Þorskstofninn stækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.6.2010 | 11:40
Nektin vekur athygli
Í landkynningarmyndbandi við lag Emelíu Torrini, Jungle Drum, dansar fólk út um allt Ísland, í borg, þorpum, láglendi, hálendi og upp á jöklum, svo eitthvað sé nefnt.
Í einnar sekúndu bút í myndinni sést nakið par stökkva ofan í heita laug í óbyggðum, en að öðru leyti er fólk ekki mjög fáklætt við dansiðkunina.
Danir a.m.k. taka strax aðallega eftir þessu nakta pari og finna umsvifalaust út, að þægilegt sé að vera berrassaður út um allar trissur á Íslandi og gera ferðaátakinu góð og vinsamleg skil fyrir vikið.
Engum sögum fer hins vegar af landslaginu eða danslist mörlandans.
Gott að vera berrassaður á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2010 | 08:30
Eiga íslenskir sparifjáreigendur að greiða Icesave?
NBI hf. (Nýji Landsbankinn) var látinn gefa út skuldabréf til gamla Landsbankans að upphæð 260 milljarða króna í erlendri mynt, með fyrsta gjalddaga eftir fimm ár, til að fela það, hvað ríkisstjórnin þóttist myndu þurfa að láta háa fjárhæð falla á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave.
Með því að láta NBI borga þessa upphæð átti að láta líta svo út, að mun meira fengist upp í Icesaveskuld gamla bankans vegna þess hve mikið myndi innheimtast af útistandandi kröfum hans og þar með myndu Íslendingar ekki verða skattaþrælar Breta og Hollendinga eins lengi og annars hefði orðið.
Nú er hins vegar komið í ljós, að NBI muni eiga í verulegum erfiðleikum með að greiða af þessu skuldabréfi og því er gripið til þess ráðs að leggja fram frumvarp, sem gerir ráð fyrir því að skuldabréfið færist upp fyrir sparifjárinnistæður ef illa fer fyrir NBI hf., en hagnaður bankans myndi þurfa að nema a.m.k. 50 milljörðum árlega til þess að geta greitt bréfið niður á afborgunartímanum.
Svo mikill árlegur hagnaður til langs tíma er óraunhæfur og því er gripið til þess ráðs, að gulltryggja þetta skuldabréf gagnvart gamla bankanum, en setja hagsmuni sparifjáreigenda í annað sæti.
Jafnvel þó bankinn gæti skilað þessum hagnaði til að greiða af bréfinu, þá kemur sá hagnaður ekki frá neinum nema viðskiptavinum nýja Landsbankans og það munu þá verða þeir sem greiða niður Icesaveskuldina til viðbótar við skattaáþjánina, sem ríkisstjórnin ætlar að selja þá í.
Baráttan gegn erlendu fjárkúguninni er rétt að byrja.
Skilanefnd tryggð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2010 | 22:48
Eru Skagamenn að komast á skrið?
Gamla góða ÍA liðið hefur ekki verið að gera stóra hluti í fótboltanum undanfarin ár og spilað í 1. deild án þess að ná þar sérstaklega góðum árangri. Liðið hefur að mestu verið skipað heimamönnum og verið að byggja upp alveg nýtt lið frá grunni og voru vonir bundnar við að félaginu myndi ganga vel í sumar og jafvel komast upp í úrvalsdeildina, en annarsstaðar en þar kunna Skagamenn ekki vel við sig.
Liðið hefur ekki farið vel af stað það sem af er vertíðinni, það hefur spilað fjóra leiki og aðeins gert eitt jafntefli, en tapað þrem leikjum. Þó sagt sé að fall sé fararheill, er þessi byrjun á mótinu ekki ásættanlegt fyrir þetta fyrrum stórveldi í knattspyrnunni.
Í dag komst liðið í 16. liða úrslit Visa-bikarsins eftir sigur á úrvalsdeildarliði Selfoss og hlýtur sá sigur að vera mikil vítamínssprauta fyrir liðið og er það nú vonandi komið á beinu brautina og nýtir sér þessa velgengni til stærri og meiri afreka í sumar.
ÍA á hvergi heima nema í úrvalsdeild og þessi úrslit hljóta að vekja upp þann sigurvilja í liðinu, sem til þarf.
Skagamenn og Fjölnir komust áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2010 | 14:49
Listamenn afneita Ólafi Ragnari
Allt frá stofnun Grímuverðlaunanna og fram að bankahruni þáðu skipuleggjendur athafnarinnar ríflega styrki frá banka- og útrásarfroðufyrirtæknum og fram til þessa hefur liðstjóri klappstýra froðubarónanna verið "verndari" verðlaunanna og afhent heiðursverðlaun Grímunnar hverju sinni.
Nú eru allir styrkir á bak og burt með hruni froðufyrirtækjanna og þeirra froðusnakkara sem áttu þau og ráku og þá um leið neita listamennirnir að viðurkenna klappstýrufyrirliðann Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, sem "verndara" verðlaunanna lengur og fær hann því ekki að afhenda heiðursverðlaunin og reyndar fær hann alls ekki einu sinni aðgang að samkomunni.
Til að láta minna bera á útskúfun forsetans frá verðlaunahátíðinni, er þess getið að engir opinberir aðilar muni koma þar að, en listamennirnir muni afhenda hverjir öðrum verðlaunagripina, án sérstakarar viðhafnar. Þannig á að reyna að gera minna úr niðurlægingu Ólafs Ragnars út á við, en auðvitað sjá allir til hvers hrútarnir eru skornir.
Sviðslistamönnum er óskað góðrar skemmtunar á árshátið sinni, sem að þessu sinni verður styrkja- og forsetalaus, sem vafalaust mun ekkert draga úr ánægju listamannanna með sjálfa sig.
Engir ráðamenn í hlutverki á Grímunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)