Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
3.6.2010 | 11:54
Hermann áfram - Sigrún Björk ekki
Hermann Jón Tómasson, sem skipaði fyrsta sæti Samfylkingarinnar í bæjarstórnarkosningunum á Akureyri, hefur ákveðið að sitja áfram í bæjarstjórn, sem eini fulltrúi Samfylkingarinnar eftir mikið tap flokksins í kosningunum. Hermann var sitjandi bæjarstjórni, þannig að kosningaúrslitin voru mikið áfall fyrir hann og flokkinn.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði einnig miklu fylgi á Akureyri og fékk aðeins einn bæjarfulltrúa, eins og Samfylkingin, en þessir flokkar störfuðu saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili. Sigrún Björk Jakobsdóttir, sem skipaði fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins sagði af sér sem oddviti Sjálfstæðismanna á Akureyri í kjölfar ósigursins og mun ekki taka sæti í næstu bæjarstjórn.
Sigrún Björk varð fyrir miklum og óverðskulduðum árásum í kosningabaráttunni, sem rekin var á ómerkilegum og órökstuddum persónulegum nótum í hennar garð og alið á tortryggni og úlfúð vegna einfalds kaupmála, sem þau hjón gerðu sín í milli, eins og alsiða er, þegar fólk vill halda heimili sínu aðskildu frá viðskiptum og slíka kaupmála ættu allir að gera, sem áhætturekstur stunda, því það dýrmætasta sem fólk á, er heimilið og óþarfi og raunar alger vitleysa að taka áhættu á að tapa því, vegna fyrirtækjareksturs.
Væntanlega munu Akureyrinar uppgötva þau gömlu sannindi, að enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur, þegar Sigrún Björk á í hlut, því hún er afbragðsmanneskja, dugleg, heiðarleg og röggsöm og hefur unnið öll sín störf af stakri prýði.
Sigrún Björk mun eiga greiða endurkomu inn í stjórnmálin, hvar sem hún kann að setja sig niður á landinu, eftir það vanþakklæti sem Akureyringar hafa sýnt störfum hennar. Hún er maður að meiri með afsögn sinni úr forystu bæjarmála á Akureyri og mundi verða happafengur hverju því félagi eða fyrirtæki, sem hún gæfi kost á starfskröftum sínum í framtíðinni.
Vonandi gefur Sigrún Björk Jakobsdóttir kost á sér til framboðs fyrir næstu Alþingiskosningar.
Hermann situr áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2010 | 09:59
Bloggarar hafa mikil völd - þurfa að beita þeim hóflega
Eftir því sem fregnir herma var það bloggari í Þýskalandi, sem kom af stað umræðum um óheppileg ummæli Horst Koehler, þýskalandsforseta, og sem að endingu urðu til þess að hann sagði af sér embætti. Ummæli forsetans voru á þá leið að réttlætanlegt væri að verja viðskiptahagsmuni Þýskalands með hervaldi, en eftir að umræður hófust um þessi ummæli, sem byrjuðu á blogginu, og forsetinn lá undir gagnrýni vegna þeirra, sagði hann sig frá embætti.
Forseti Íslands, sem hefur svipaða stöðu og sá þýski, hefur látið frá sér fara alls kyns ummæli og yfirlýsingar, sem enginn hefur verið sáttur við, nema forsetinn sjálfur, enda alltaf ánægður með sjálfan sig og sínar gerðir og hann telur sig reyndar vera að endurskapa þjóðskipulagið upp á eigin spýtur.
Aldrei hefur hvarflað að Ólafi Ragnari að segja af sér vegna gjörða sinna, ummæla eða yfirlýsinga, hvorki vegna gagnrýni á bloggi, í fjölmiðlum eða frá almenningi í landinu, jafnvel á þeim tíma sem hann mældist einn óvinsælasti maður þjóðarinnar í skoðanakönnunum. Víða erlendis þarf ekki mikið til, til þess að stjórnmálamenn segi af sér embætti og er það venja, sem einnig þyrfti að komast á hér á landi, ekki síst til þess að losna við áralangar þrætur um málefni, sem tengjast einstökum stjórnmálamönnum.
Það er alþekkt, að stjórnmálamenn sem segja af sér embætti vegna utanaðkomandi gagnrýni á ýmsar gerðir þeirra, innan sem utan þingsala, sem ekki fela í sér nein lögbrot, en eru vegna einhverra perónulegra mála, eða óheppilegra ummæla, segja af sér embætti, en endurnýja svo umboð sitt í næstu kosningum og setjast jafnvel aftur á ráðherrastóla, enda þá búnir að gera hreint fyrir sínum dyrum og fengið uppreisn æru.
Slíkar afsagnir þurfa íslenskir stjórnmálamenn að taka sér til fyrirmyndar, enda engin skömm að játa á sig mistök, sé allt gert sem mögulegt er til að bæta fyrir þau.
Felldu bloggarar forsetann? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.6.2010 | 23:34
Meirihlutaviðræður eða brandarakeppni?
Engum, sem hefur fylgst með ferli Dags B. Eggertssonar, hefur þótt hann fyndinn en hinsvegar hefur hann getið sér orð fyrir að tala mikið, án þess að segja nokkuð. Ekki síst þess vegna tapaði Samfylkingin miklu fylgi í Reykjavík og sá sem oftast var strikaður út af listanum í kosningunum var einmitt oddvitinn, Dagur B.
Núna, eftir að Samfylkingin er komin í meirihlutaviðræður við "Besta"flokkinn virðist Dagur B. vera kominn í samkeppni við Jón Gnarr um að reyna að vera fyndinn og er farinn að slá um sig með "bröndurum" Gnarrista, t.d. að tala um trúnaðarsamræður á leynifundum, þar sem hvorki er talað í trúnaði, né að fundirnir séu leynilegir, enda yfirleitt skýrt frá því fyrirfram hvar þeir skuli haldnir og hvenær.
Eftir að meirihlutaviðræðurnar byrjuðu hefur Jón Gnarr haldið sig frá fjölmiðlum, en teflt fram "aðstoðarkonu sinni", eins og sönnum stjórnmálamanni af stærri gerðinni sæmir, enda ekkert inni í málefnum Reykjavíkurborgar og rekstri hennar, eins og hann sýndi og sannaði margoft í kosningabaráttunni og stór hluti kjósenda í Reykjavík taldi mikinn kost á framtíðarleiðtoga sínum.
Þrátt fyrir að Dagur B. reyni að vera fyndinn, er hann alltaf sami gamli góði Dagu B., eins og lokamálsgreinin í fréttinni sýnir glögglega, en hún er svona:
"Þessi sami kraftur hefur orðið til þess að Dagur velti fyrir sér hvort hann geti skipt máli í sjálfu sér til þess að gera það sem við ætluðum en mistókst að sumu leyti; að vekja borgina. Að vekja borgarbúa og rífa samfélagið saman. Fram til nýrra átaka, til að takast á við kreppuna og koma okkur á næsta reit með meiri bjartsýni og von en samfélagið hefur einkennst af, skiljanlega."
Dagur B. þyrfti að hafa með sér "aðstoðarkonu" til að þýða það sem hann segir yfir á íslensku.
Trúnaðarsamtöl á leynifundum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.6.2010 | 19:39
Verður Fréttastofa Útvarps Sögu hlutlaus?
Útvarp Saga hefur aukið hlutstun sína mikið á undanförnum mánuðum, en þar hefur þrifist einhver óþverralegasta fjölmiðlun, sem sögur fara af í bland við ágæta þætti Stigurðar G. Tómassonar, sem reyndar getur ekki talist hlutlaus, og spjallþáttar sem stjórnað hefur verið af Höskuldi Höskuldssyni, með þátttöku ritstjóra Viðskiptablaðsins og forstjóra Brimborgar.
Einstaka aðrir þættir eru hæfir til útsendingar, en þættir sem stjórnað er af eigendum stöðvarinnar, þeim Arnþrúði og Pétri eru algerlega óboðlegir, bæði vegna þess hve stjórnendurnir eru oft illa inni í þeim málum sem um er fjallað og ekki síður þeim ótrúlega ómerkilega málflutningi sem þau viðhafa gegn ýmsum mönnum og málefnum.
Stuttir þættir ofstækismanns um fiskveiðimál og aðallega kvótann, eru hverri útvarpsstöð algerlega ósamboðnir og óskiljanlegt, að maðurinn skuli fá að ausa svívirðilegum hugarheimi sínum yfir hlustendur ár eftir ár.
Haukur Holm hefur verið ágætur fréttamaður í gegnum tíðina og vonandi mun hann ekki reka sína fréttastofu undir sömu formerkjum og eigendur stöðvarinnar kjósa að stjórna sínum þáttum, heldur leggja áherslu á að flytja hlutlausar og vandaðar fréttir, sem hægt verður að treysta.
Standi Haukur undir þeim væntingum, gæti það lagað orðspor stöðvarinnar talsvert.
Haukur Holm til liðs við Útvarp Sögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
2.6.2010 | 15:47
Prófkjör eða persónukjör í kosningum?
Prófkjör hafa verið gagnrýnd vegna þess að þau mismuni frambjóðendum eftir efnahag, því þeir sem greiðari aðgang hafi að peningum til að auglýsa sig, hafi alltaf forskot á hina, sem minna hafi úr að spila. Auglýsinga- og fjáraustur í prófkjörum keyrði algerlega úr hófi fram á árunum 2006 og 2007, þegar banka- og útrásargervifyrirtæki voru óspar á styrki til frambjóðenda, hvar í flokki sem þeir stóðu.
Þegar þessi styrkjamál til flokka og frambjóðenda voru gengin fram úr öllu hófi, var lögum breytt á þann veg að enginn einn styrktaraðili má af hendi láta meira en 300 þúsund krónur til flokks eða frambjóðenda, en eftir sem áður geta frambjóðendur átt misgóðan aðgang að styrktaraðilum, eða kæra sig jafnvel ekkert um slíka styrki og þá eru aftur komnar upp þær aðstæður, að frambjóðendur sitja ekki við sama borð og sömu aðstöðu.
Verði prófkjör lögð af og tekið upp persónukjör í kosningum í staðinn, hljóta auglýsinga- og kynningarmál frambjóðenda að færast í kosningabaráttuna sjálfa, sem þá fer að snúast um einstaka frambjóðendur, en ekki stefnumál og framtíðarsýn flokkanna sjálfra og meiri tilviljun fer að ráða því hverjir veljist á þing og í sveitarstjórnir fyrir hvern flokk fyrir sig.
Konur hafa oft kvartað yfir slöku gengi í prófkjörum og því eru áhyggjur þeirra vegna hugmynda um að færa prófkjörin inn í sjálfar kosningarnar skiljanlegar, enda er vandséð hvað á að leysa með þessu svokallaða persónukjöri í kosningum.
Væri ekki bara betri hugmynd, að halda sameiginleg prófkjör þeirra flokka, sem þá aðferð vilja nota á annað borð, með sameiginlegum reglum um auglýsingar og kynningar?
Segir persónukjör stranda á konum í VG og Samfylkingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.6.2010 | 23:51
Samfylkingin finni sinn vitjunartíma
Samfylkingin er komin á leiðarenda sem stjórnmálaflokkur. Enginn man nöfnin á þingmönnum flokksins, nema þegar einhver þeirra rekur hníf í bak félaga sinna eða forystu, sem er þó aðeins bráðabirgðaforysta, þar sem enginn raunverulegur leiðtogi finnst innan flokksins.
Rétt þegar allir voru búnir að gleyma síðustu uppákomu þingmannsins Sigmundar Ernis, ryðst hann fram í tveim sjónvarpsþáttum sama kvöldið, til að lýsa vantrausti á formanni flokksins, sem hann segir að hafi eingöngu verið kjörin í embættið vegna þess að enginn annar innan flokksins taldist hæfur til forystustarfa.
Flokkurinn býr enn við sama mannvalsleysið og reyndar fer kjósendum og stuðningsmönnum hans sífækkandi og fyrirséð, að flokkurinn fengi ekki marga þingmenn í næstu Alþingiskosningum, ef þá nokkurn. Þetta vita þingmennirnir og því hefur mikil örvænting gripið um sig meðal þeirra og hnífasettin þegar komin í brýnslu og verður óspart beitt á næstu vikum og mánuðum.
Alger upplausn er orðin í báðum ríkisstjórnarflokkunum og samstarfið á milli þeirra í algerum molum og ekki samstaða um nokkurt einasta mál, allra síst atvinnumál og sparnað í ríkiskerfinu. Framsóknarflokkurinn logar einnig vegna ótrúlega lélegrar útkomu uppreisnarmanna í flokknum í borgarstjórnarkosningunum, undir forystu þingmanns flokksins, Guðmundar Steingrímssonar, sem er í raun flóttamaður úr Samfylkingunni og nú útlagi í nýja flokknum.
Staða stjórnmálaflokkanna núna er sú, að einungis Sjálfstæðisflokkurinn stendur sterkur og heilsteyptur, án deilna um forystuna og er reiðubúinn í kosningar hvernær sem aðrir flokkar þora í slíkan slag.
Það eina sem Samfylkingin þarf að finna núna, er að hennar vitjunartími er upp runninn og flokkurinn á sér ekkert líf lengur.
Samfylking finni nýja forystu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
1.6.2010 | 19:03
Mörður ánægður með leikritið og svo kemur bíómyndin fljótlega
Mörður Árnason, sem illu heilli er orðinn þingmaður á ný, smjaðrar af mikilli list fyrir Jóni Gnarr og félögum í Leikhúsi fáránleikans og finnst lífsnauðsynlegt fyrir Samfylkinguna að ganga til meirihlutasamstarfs við listamennina í Reykjavík enda sé málefnastaða Samfylkingarinnar svo léleg, að jafnvel stefnulausir Bestaflokksmenn geti bætt þar úr, t.d. í skipulagsmálum.
Merði finnst engu skipta hvort borgarfulltrúar Besta séu hæfir eða óhæfir, enda segir hann:
Spurningin er ekki um hæfnina heldur hvort þau koma sér saman og hvort þau standa saman þegar gefur á bátinn en þá er að muna að mörg koma þau úr veröld tónlistarinnar og leiklistarinnar þar sem einstaklingsframtakið er lítils virði nema samleikurinn sé þéttur.
Jón Gnarr missti út úr sér í viðtali í gær, að framboð flokks hans hefði verið leikrit, sett á svið eftir fyrirfram skrifuðu handriti, þar sem m.a. hefði verið búið að skrifa nákvæmlega inn, hvernig hann ætti að koma fram og hvað hann ætti að segja við hvert tækifæri. Meðal annars átti hann að leika sig einfaldann og tiltölulega aulalegan náunga, sem öllum þætti vænt um.
Leikritið gekk algerlega upp og sló í gegn hjá áhorfendum.
Nú er bara að bíða eftir bíómyndinni.
Mörður mærir Besta flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)