Samfylkingin finni sinn vitjunartíma

Samfylkingin er komin á leiðarenda sem stjórnmálaflokkur.  Enginn man nöfnin á þingmönnum flokksins, nema þegar einhver þeirra rekur hníf í bak félaga sinna eða forystu, sem er þó aðeins bráðabirgðaforysta, þar sem enginn raunverulegur leiðtogi finnst innan flokksins.

Rétt þegar allir voru búnir að gleyma síðustu uppákomu þingmannsins Sigmundar Ernis, ryðst hann fram í tveim sjónvarpsþáttum sama kvöldið, til að lýsa vantrausti á formanni flokksins, sem hann segir að hafi eingöngu verið kjörin í embættið vegna þess að enginn annar innan flokksins taldist hæfur til forystustarfa.

Flokkurinn býr enn við sama mannvalsleysið og reyndar fer kjósendum og stuðningsmönnum hans sífækkandi og fyrirséð, að flokkurinn fengi ekki marga þingmenn í næstu Alþingiskosningum, ef þá nokkurn.  Þetta vita þingmennirnir og því hefur mikil örvænting gripið um sig meðal þeirra og hnífasettin þegar komin í brýnslu og verður óspart beitt á næstu vikum og mánuðum.

Alger upplausn er orðin í báðum ríkisstjórnarflokkunum og samstarfið á milli þeirra í algerum molum og ekki samstaða um nokkurt einasta mál, allra síst atvinnumál og sparnað í ríkiskerfinu.  Framsóknarflokkurinn logar einnig vegna ótrúlega lélegrar útkomu uppreisnarmanna í flokknum í borgarstjórnarkosningunum, undir forystu þingmanns flokksins, Guðmundar Steingrímssonar, sem er í raun flóttamaður úr Samfylkingunni og nú útlagi í nýja flokknum.

Staða stjórnmálaflokkanna núna er sú, að einungis Sjálfstæðisflokkurinn stendur sterkur og heilsteyptur, án deilna um forystuna og er reiðubúinn í kosningar hvernær sem aðrir flokkar þora í slíkan slag.

Það eina sem Samfylkingin þarf að finna núna, er að hennar vitjunartími er upp runninn og flokkurinn á sér ekkert líf lengur.

 


mbl.is Samfylking finni nýja forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Tími Jóhönnu leið á augarbraaggði á augarbraggðii

Sigurður Haraldsson, 2.6.2010 kl. 00:23

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verk að vinna, það er eftir að ræna þessum helmingi af lífeyrissjóðunum sem ekki náðist síðast, framsóknarflokkurinn gufaður upp í mykjulykt svo ekki þarf að helmingaskipta lengur

vanir menn, drífa í þessu, þá er allt upptekið, og hægt að flytja alfarið í kofana á Florida

Robert (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 04:55

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Robert Sjálfstæðisflokkurinn verður að taka ábirgð gjörða sinna því þar eru glæpamenn innanborðs í kippum Bjarni Ben er ekki undanskilinn með hann í forsvari á flokkurinn ekki von! Kjósendur um allt land eru búnir að senda skilaboðin og flokkarnir vilja ekki skilja þau það er þeirra dauði.

Sigurður Haraldsson, 2.6.2010 kl. 08:27

4 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

"Samfylkingin verður að líta í eigin barm og taka úrslit kosninganna mjög alvarlega." Þetta sagði Jóhanna í Silfrinu á sunnudaginn.  Þetta sama sagði Hrannar B. Arnarsson við Pressuna í morgun, um leið og hann tjáði sig um Jóhanna tjái sig ekki um ummæli Sigmundar, að sinni.  Ætli rétt túlkun sé ekki sú að Hrannar B. er ekki búinn að skrifa yfirlýsinguna fyrir Jóhönnu.

  Vel má vera að Samfylkingin taki úrslitin alvarlega, en túlki þau vitlaust.  Krafan um bæjarstjórastolin í tveimur af stærstu sveitarfélaga landsins, þrátt fyrir tap, bendir nú ekki til þess að flokkurinn túlki ósigurinn, sem skort á eftirspurn eftir Samfylkingunni.

 Í Hafnarfirði, þar sem Samfylkingin hefur haft meirihluta tvö síðustu kjörtímabil, tapar tveimur mönnum og bæjarstjórinn, sem setti sig í "baráttusæti", nær því eðlilega ekki kjöri.   Þau tíðindi berast hins vegar, að í viðræðum Samfylkingar og VG um nýjan meirihluta, hafi komið upp sú krafa, að hinn fallni bæjarstjóri, haldi áfram í embætti.

 Í Kópavogi, þar sem flokkurinn hefur rekið "stæka" stjórnarandstöðu í 10 ár hið minnsta, tapar flokkurinn manni.  Oddviti flokksins í Kópavogi, fer samt í minnihlutaviðræður, með það fyrir augum að enda sem bæjarstjóri og kallar það "trúnaðarbrest", þegar út spyrst að Y-listinn, sé því andvígur, enda hafi framboðið, haft það á sinni stefnuskrá, að ráðinn yrði "ópólitískur" bæjarstjóri.  

 Samfylkingin skilur ekki svona "vitleysu" eins og ætla að fylgja stefnuskrá sinni, eftir kosningar, enda tíðkast þau vinnubrögð ekki í Samfylkingunni.  Hvar er t.d. skjaldborgin um heimilin og atvinnulífið í landinu?  Það er nú ekki nema rúmlega árs gamalt loforð.  Staðan í dag er hins vegar sú, að staða heimilana og atvinnulífsins hafa versnað til muna.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.6.2010 kl. 08:46

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Robert og Sigurður halda sig enn við að kalla pólitíska andstæðinga glæpamenn og svoleiðis slagorðum er ekkert hægt að svara.  Öfgamenn taka aldrei rökum og halda sig bara við sama ruglið endalaust. 

Sérstakur saksóknari mun vonandi finna og ákæra alla sem frömdu rán í aðdraganda hrunsins og þeir sem sök bera verða þá dæmdir í framhaldi af því.  Ef sakamennirnir eru eða hafa verið Sjálfstæðismenn, þá hljóta þeir að fá sína dóma, eins og aðrir.

En slagorðaglamur og endalaust glæpabull um saklaust fólk, gerir ekkert fyrir umræðuna og segir mest um þá sem bulla, en ekkert um hina sem bullað er um.

Axel Jóhann Axelsson, 2.6.2010 kl. 10:42

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Hvaða grein hegningarlaga hefur formaður Sjálfstæðisflokksins brotið gegn?

Flosi Kristjánsson, 2.6.2010 kl. 14:08

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Flosi, þessir gasprarar geta aldrei rökstutt mál sitt með neinum tilvitnunum í lagagreinar, eða annað.  Allur málflutningur þeirra, ef málflutning skyldi kalla, byggist bara á slagorðum og glæpabrigslum, en geta aldrei bent á einn eða neinn glæp, sem á að hafa verið framinn af því fólki, sem brigslin beinast gegn.

Axel Jóhann Axelsson, 2.6.2010 kl. 15:24

8 Smámynd: Sverrir Stormsker

Jafnvel þótt Bjarni Ben hafi engin lög brotið þá held ég að áróðurinn gegn honum hafi veikt trúðverðugleika hans svo mikið að það sé flokknum fyrir bestu að annar taki við stjórnartaumunum. Þetta snýst jú allt um traust. Býst við að t.d. Hanna Birna sem formaður myndi skila flokknum mun meira fylgi í næstu alþingiskosningum.

Samfylkingin er náttúrulega í hakki og VG og Framasóknarflokkurinn í buffi, sem er ekki svo slæmt mál. 

Annars myndi ég nú ekki fara að grenja hástöfum ef fjórflokkurinn einsog hann leggur sig (lágt) myndi færa sig aðeins um set, - t.d. yfir á aðra plánetu.

Sverrir Stormsker, 2.6.2010 kl. 15:36

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sverrir, ef þessir flutningar yfir á aðra plánetu yrðu að veruleika, hvaða aðferð aðra en flokkakerfi, þó það yrðu nýjir flokkar, ætti þá að nota á þessari plánetu okkar?

Axel Jóhann Axelsson, 2.6.2010 kl. 15:53

10 Smámynd: Sverrir Stormsker

Þverpólitískt persónukjör. Skal skrifa grein um þetta fljótlega.

Sverrir Stormsker, 2.6.2010 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband