Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
3.5.2010 | 19:38
Mismunandi túlkun á launum seðlabankastjórans
Fultrúi Samfylkingarinnar í stjórn seðlabankans hefur lagt til að laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund krónur á mánuði, en Kjararáð hafði áður úrskurðað að mánaðarlaun hans skyldu vera um 1.300 þúsund á mánuði, með fastri yfirvinnu, en dagvinnulaunin skyldu vera rétt tæplega milljón.
Þetta myndu flestir túlka sem launahækkun, en það gerir seðlabakastjóri alls ekki, því hann snýr dæminu algerlega við og segir að þetta snúist um hvað launin eigi að lækka mikið, frá því sem honum var lofað við ráðningu. Hann segist líklegast ekki taka við launahækkun upp á 400 þúsund og virðist blaðamaður mbl.is hafa skilið það svo, að hann ætlaði ekki að þiggja þá launabreytingu, sem Lára V. Júlíusdóttir, stjórnarmaður Samfylkingarinnar í seðlabankanum, leggur til.
Már ætlar að sjálfsögðu að taka við þessari hækkun, sem hann kallar minni lækkun en Kjararáð ætlaði honum, en samkvæmt stefnu forsætisráðherra Samfylkingarinnar má enginn embættismaður hafa hærri dagvinnulaun en hún.
Svona getur launahækkun orðið að hreinni launaskerðingu.
![]() |
Már myndi ekki þiggja launahækkunina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
3.5.2010 | 16:09
Allt á hvolfi í Samfylkingunni vegna launa seðlabankastjóra
Nú er auðséð, að allt er komið upp í loft innan Samfylkingarinnar vegna þeirrar tillögu Láru Júlíusdóttur, fulltrúa Samfylkingarinnar í stjórn Seðlabankans, að hækka laun Más Guðmundssonar, sérstaks seðlabankastjóra Samfylkingarinnar, um 400 þúsund krónur á mánuði.
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur skorað á Láru að draga tillöguna til baka, enda eigi enginn embættismaður að hafa hærri laun en forsætisráðherra Samfylkingarinnar og áður hafði Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, sent Má sjálfum opið bréf á Pressunni, þar sem hann skoraði á hann að þiggja ekki þessa launahækkun, sem Samfylkingarkonan Lára vill endilega neyða upp á hann.
Mörður setur það í ákvörðunarvalds Más, að þiggi hann launahækkunina, neyðist Samfylkingin til að reka fulltrúa sína tvo úr stjórn Seðlabankans og biður Mörður þess lengsrta orða, að til þess þurfi ekki að koma, því þessir fulltrúar séu svo sannir og dyggir Samfylkingarmenn, að það væri alveg synd að Samfylkingin neyddist til að reka þá.
Samsull Samfylkingarinnar í þessu máli er svo mikið, að ekki verður komist hjá því að nefna flokkinn svo oft á nafn í stuttum pistli, að ástæða er til að biðja viðkvæmt fólk afsökunar á því, en ekki þykir skrifara samt ástæða til að axla sérstaka ábyrgð þess vegna.
![]() |
Skorar á Láru að draga tillögu til baka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.5.2010 | 13:31
Eigið fé Icelandair var hreinsað út af fyrri "eigendum"
Bankaræningjarnir Jón Ásgeir í Bónusi, Pálmi í Iceland Express og Hannes Smárason létu það verða sitt fyrsta verk eftir að þeir komust yfir FL-Group á sínum tíma, að skipta félaginu upp og selja einingar út úr móðurfélaginu, skuldsett upp fyrir rjáfur, en breyttu móðurfélaginu í fjárfestingarfélag, enda var félagið sterkt og eigið fé þess mikið.
Á undraskömmum tíma voru þeir félagar búnir að soga alla sjóði, sem fyrir voru í samsteypunni, í eigið brask, gífurlegan persónulegan kostnað sem færður var á félagið og arðgreiðslur til sjálfra sín, en steyptu félaginu sjálfu í gjaldþrot á fáeinum árum.
Nú á Icelandair í miklum rekstrarerfiðleikum vegna þeirrar gífurlegu skuldabyrði, sem fylgdi með félaginu til nýrra eigenda, þótt sjálfur flugreksturinn gangi vel og standi undir sér sem slíkur. Öll félög sem til voru í landinu og voru rík af sjóðum, hrifsuðu þessir og aðrir bandittar til sín og hreinsuðu út alla sjóði sem hægt var að koma höndum yfir. Nægir að benda á til viðbótar við FL-group, Eimskip, Sjóvá, VÍS, bankana o.fl., o.fl.
Það voru víðar framin rán, en í bönkunum á árum útrásarglæpaáranna.
![]() |
Icelandair á athugunarlista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.5.2010 | 08:26
Enginn fái hærri laun en vanhæfur forsætisráðherra
Ekki fyrir svo löngu síðan samþykkti Alþingi lög þess efnis, að enginn starfsmaður hins opinbera skyldi fá hærri laun en forsætisráðherra, nema forsetinn, og lækkaði kjaradómur ýmsa embættismenn í launum í samræmi við þessa lagabreytingu.
Á sama tíma og þessi lagasetning var í undirbúningi var ráðinn nýr seðlabankastjóri og honum gefið það loforð, að þrátt fyrir að laun annarra yrðu lækkuð, þá skyldi hann að sjálfsögðu verða undanþeginn þessum lögum, enda myndi hann gegna svo ábyrgðarmikilli stöðu, að um hann skyldu gilda sérreglur.
Enginn skal láta sér detta í hug að þessi launastefna verði langlíf, því þegar búið verður að víkja frá henni í eitt skipti, mun skriðan koma á eftir og allir embættismenn ríkisins benda á hversu gífurlega mikilvægt og ábyrgðarmikið þeirra starf sé og því þurfi að gera undantekningu frá reglunni í tilfelli síns embættis.
Það er svolítið neyðarlegt að miðað skuli við að enginn í opinbera kerfinu skuli hafa hærri laun en vanhæfasti forsætisráðherrann í lýðveldissögunni.
![]() |
Laun seðlabankastjóra hækki um 400 þúsund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.5.2010 | 20:35
Nýja rannsóknarnefnd vegna lífeyris- og sparisjóða
Í ársbyrjun ársins 2008 keyptu nokkrir lífeyrissjóðir víkjandi skuldabréf af Glitni fyrir tugi milljarða króna og lofaði bankinnótrúlega góðri ávöxtun á bréfin, en nokkrum mánuðum síðar varð bankinn gjaldþrota og bréfin þar með einskis virði.
Það er góð regla í viðskiptum, að ef lofað er gróða sem er svo mikill að hann getur varla staðist, að þá er það vegna þess að hann stenst alls ekki. Að lífeyrissjóðir, sem eiga að vera fagfjárfestar, skuli hafa lagt peninga í slík gylliboð er algerlega með ólíkindum og ekki síður að um víkjandi skuldabréf hafi verið að ræða, en þegar slík bréf eru boðin er það vegna þess að viðkomandi útgefandi er kominn í veruleg fjárhagsvandræði og eigið fé félagsins orðið allt of lítið, til þess að starfsemin geti gengið eðlilega.
Í fréttinni kemur þetta fram: "Greint var frá því Morgunblaðinu í gær að forsvarsmenn Gildis telji sjóðinn hafa verið blekktan við kaup á bréfunum, en þeir héldu að staða Glitnis hefði verið mun betri en síðar átti eftir að koma í ljós. Jafnframt er talið að formgalli á skráningu skuldabréfaflokksins hafi verið fyrir hendi, en bréfin voru ekki skráð í Kauphöllina sem víkjandi skuldabréf."
Þetta er aumt yfirklór manna sem þáðu milljónir í mánaðarlaun vegna ábyrgðar sinnar og snilli við fjárfestingar og gáfu sig út fyrir að vera varkárir fjárfestar. Framlengja verður starf Rannsóknarnefndar Alþingis og fela henni að rannsaka starfsemi lífeyrissjóðanna a.m.k. tíu ár aftur í tímann, því margt einkennilegt hlyti að koma út úr slíkri skoðun. Einnig ætti hún að skoða um leið allt starf sparisjóðanna á sama tímabili.
Greinilegt er að bankaræningarnir voru ekki einir að störfum á þessum árum. Þeir haf haft vitorðsmenn um allt fjármálakerfið og þeir sem sátu á digrustu sjóðunum og hafa líka tapað mestu allra "fjárfesta" eru lífeyrissjóðirnir.
![]() |
Fáheyrð ávöxtun á víkjandi skuldabréfum Glitnis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2010 | 15:08
Nú reynir á rannsakendur og dómstóla
Bandaríski lögfræðingurinn, William Black, sem sérhæfir sig í hvítflibbaglæpum, segir það sama og alkunna er, að íslensku banarnir hafi verið reknir eins og hverjar aðrar svikamyllur, sem byggðust á blekkingum og hyglun eigenda bankanna og helstu viðskiptanina þeirra, sem í mörgum tilfellum voru sömu aðilarnir.
Black álasar íslenskum stjórnvöldum fyrir sofandahátt í aðdraganda hrunsin og eins gagnrýnir hann skýrslu Frederic S. Mishkin og Tryggva Þórs Herbertssonar, sem þeir skrifuðu fyrir Viðskiptaráð árið 2006, harðlega en þar sagði að líkurnar á algeru fjárhagslegu hruni á Íslandi væru sáralitlar. Þetta kallar Black að selja djöflinum sál sína. Án þess að bera blak af þeim felögunum, má þó minnast þess, að fáir ef nokkrir hagfræðingar gagnrýndu bankana og útrásarbóluna á þeim tíma og byrjuðu flestir að gagnrýna eftir hrun og þá þóttust þeir vera löngu búnir að sjá öll merki um hrunið, en voru bara ekki búnir að koma því í verk, að segja frá því. Margt breyttist reyndar frá árinu 2006 ti haustsins 2008, en hafi Tryggvi Þór og félagi hans alls ekki séð neitt athugavert, þrátt fyrir sérstaka rannsókn á kerfinu, þá er það falleinkunn fyrir þá sem hagfræðinga.
Black álítur að eiithavð af þeim málum, sem sérstakur saksóknari muni ákæra fyrir,eigi að vinnast. Ef það gerist ekki sé eitthvað að annað hvort íslenskum lögmönnum eða dómskerfinu. Um það hefur marg oft verið skrifað á þessu bloggi, að nú fyrst reyni á kerfið í svona málum, Fjármálaeftirlitið, Sérstakan saksóknara og hans innlendu og erlendu samstarfsaðila, sækjendur og ekki síst dómara og því verði að vanda allan undirbúning og alls ekki glutra niður málum vegna ónógra rannsókna eða vanreifunar.
Baugsmálið fyrsta hræðir og auðvitað mun ekki skorta fé til greiðslu varnarinnar fyrir þetta glæpahyski.
![]() |
Black: Bankarnir sekir um glæpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.5.2010 | 08:48
Barnaleg mótmæli til stuðnigs stóru systur
Kári Sturluson, bróðir Oddnýjar Sturludóttur borgarstjórnarframbjóanda Samfylkingarinnar, hefur sent kvörtunarbréf til ÍTR vegn þess að stjórnmálaflokkur (D-listinn?) tók sig til í góða veðrinu og grillaði pylsur fyrir gesti og gangandi við sundlaug í borginni og til að bæta gráu ofan á svart, þá fengu börn gefins blöðrur, en ekki fylgir sögunni hvort þau þurftu sjálf að blása í þær.
Það er auðvitað fallegt af bræðrum að styðja systur sínar í kosningabaráttu, en í þessu tilfelli hefur þetta verið mikill bjarnargreiði við hana, því í staðinn fyrir stuðning mun þetta framtak bróðurins einungis uppskera hlátur og að grínið snúist systurinn í óhag, því svona barnaskapur í aðdraganda kosninga er engum til gagns, en þeim sem til stóð að styðja, einungis til háðungar.
Enn og aftur sannast hið fornkveðna: Ber er hver að baki, nema bróður eigi.
Fjölskyldan heldur vonandi áfram að baða sig "sem aldrei fyrr".
![]() |
Kvartar undan kosningaáróðri í sundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
1.5.2010 | 22:56
Fáráðnleg krafa um eignaupptöku
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, setti í ávarpi sínu í tilefni dagsins fram fáráðnlegustu hugmynd, sem nokkur verkalýðsleiðtogi hefur látið frá sér fara, en það var krafa um að ríkið setti lög um eignaupptöku auðmanna, án þess að nokkrar sakir væru á þá sannaðar, hvað þá að þeir hefðu verið dæmdir fyrir nokkurn hlut.
Við hvaða eignamörk hún ætlaði að láta setja þessa heimild til upptökunnar kom ekki fram, en hún sagði m.a.: "Rætt er um að upptaka þessara eigna komi sterklega til greina, í hugum okkar BSRB félaga er það ekkert vafamál. Nauðsynlegt er gera ráðstafanir til þess að búa slíkri eignaupptöku, sem hluta af sáttargjörð í samfélaginu, viðeigandi lagagrundvöll. Fyrirheit stjórnvalda um að krefjast bóta frá þeim sem valdið hafa skaða verða að ganga eftir- það er krafa samfélagsins."
Er ekki lágmarkskrafa, að menn sem liggja undir grun um lögbrot, verði ákærðir og dæmdir, áður en farið er að tala um eignaupptöku? Þeir sem dæmdir verða, hljóta að fá háar sektir og dóma um miklar skaðabætur og að sjálfsögðu fylgir þá eignaupptaka í kjölfarið, borgi þeir ekki það sem þeir verða dæmdir til að greiða, og vafalaust verða illa fengnar eignir af þeim dæmdar. Umfram það á ekki að vera hægt að ganga að eignum manna.
Allar hugmyndir um aðrar eignaupptökur, en vegna ólöglera athafna, eru fáránlegar og spurning hvar þvílíkar aðgerðir eiga að enda.
Formaður BSRB ætti að láta sér kjaramálin nægja og skipta sér ekki af dómsvaldinu í landinu.
![]() |
Styðja upptöku eigna auðmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
1.5.2010 | 10:20
Nú er komið að evrufræðingum að útskýra
ESB sinnar innan Samfylkingarinnar, en þar er þá aðallega að finna, hafa alltaf haldið því fram, að ef Íslendingar hefðu verið svo stálheppnir að vera hreppur í stórríkinu og hefðu haft evruna fyrir gjaldmiðil, þá hefði aldrei orðið neitt efnahagshrun hér á landi og Seðlabanki Evrópu, sem þrautavarabanki, hefði séð til þess að bankarnir hefðu aldrei farið á hausinn.
Í ljós hefur þó komið að margir bankar í Evrópu hafa farið á hausinn og ótölulegum fjölda þeirra hefur verið bjargað með gífurlegum framlögum úr ríkissjóðum viðkomandi ESB ríkja, en ekki hefur heyrst að Seðlabanki Evrópu hafi einn og sér bjargað nokkrum einasta banka. Eins hefur komið í ljós að mörg ESBríki, sem notast við evruna, eru í geysilega miklum fjárhags- og skuldavanda og það svo miklum, að þau eru í raun gjaldþrota og treysta nú á Þýskaland til að bjarga sér, enda stendur ESB og fellur með því efnahagsveldi.
Nú er röðin komin að evrufræðingum og ESBaðdáendum að útskýra þetta mál fyrir skilningsvana fólki, sem ekki hefur uppgötvað hinn eina sannleika um stórríkið, sem þessir sérfræðingar búa yfir. Til upprifjunar má nefna nokkur ríki, sem stórhætta er á að lendi í sömu vandræðum og Grikkland er nú að glíma við, en það eru t.d. Ítalía, Spánn, Portúgal og Írland, að ekki sé minnst á Eystrasaltslöndin, sem sum hver hafa gjaldmiðil sinn algerlega bundin við evruna.
Einnig verður fróðlegt að fá nánari skýringu á því, hvers vegna verðlag er ekki það sama í öllum löndum innan ESB og vextir misháir eftir löndum, en Íslendingum hefur alltaf verið sagt, að með innlimun í stórríkið muni verðlag í landinu snarlækka og vextir lækka niður í nánast ekki neitt. Í því sambandi má benda á að vextir í Grikklandi eru hærri en í Þýskalandi og ríkisskuldabréf Grikkja og margra annarra evruríkja eru með miklu hærri ávöxtunarkröfu á markaði en þýsk ríkisskuldabréf, ef bréf ríkjanna eru þá ekki þegar komin í ruslflokk og seljast alls ekki. Hverning yrðu hinir "samræmdu" vextir á Íslandi, eftir inngöngu og hvernig og hversu mikið myndi verðlag lækka?
Þó nafnið á þessum gjaldmiðli sé það sama, þá er evra í Þýskalandi alls ekki það sama og evra í Grikklandi, á Ítalíu, Spáni og Írlandi, svo dæmi séu tekin.
![]() |
Grikkir undir eftirliti AGS í tíu ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)