Barnaleg mótmæli til stuðnigs stóru systur

Kári Sturluson, bróðir Oddnýjar Sturludóttur borgarstjórnarframbjóanda Samfylkingarinnar, hefur sent kvörtunarbréf til ÍTR vegn þess að stjórnmálaflokkur (D-listinn?) tók sig til í góða veðrinu og grillaði pylsur fyrir gesti og gangandi við sundlaug í borginni og til að bæta gráu ofan á svart, þá fengu börn gefins blöðrur, en ekki fylgir sögunni hvort þau þurftu sjálf að blása í þær.

Það er auðvitað fallegt af bræðrum að styðja systur sínar í kosningabaráttu, en í þessu tilfelli hefur þetta verið mikill bjarnargreiði við hana, því í staðinn fyrir stuðning mun þetta framtak bróðurins einungis uppskera hlátur og að grínið snúist systurinn í óhag, því svona barnaskapur í aðdraganda kosninga er engum til gagns, en þeim sem til stóð að styðja, einungis til háðungar.

Enn og aftur sannast hið fornkveðna:  Ber er hver að baki, nema bróður eigi.

Fjölskyldan heldur vonandi áfram að baða sig "sem aldrei fyrr".


mbl.is Kvartar undan kosningaáróðri í sundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver segir að hann kjósi systur sína? Hvar kemur fram í fréttinni að um D lista hafi verið að ræða? Hvers vegna þurfa þessir menn að vera að gefa fólki undir kosningaaldri pylsur og kók? Er það til að fanga börnin fyrst, svo hægt sé að ná tali af foreldrunum? Þeir vita væntanlega sem er að fólk upp til hópa hefur engan áhuga á að tala við það, enda algerlega búið að skíta á sig.

Jón Björnsson (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 09:06

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, ertu líka ættingi Oddnýjar.  Innlegg þitt er nefninlega af sama "kaliberi" og litla bróður, bara ennþá barnalegra.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 09:20

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Það kannski næst á listanum hjá Jóhönnustjórninni að banna það að börnum undir lögaldri séu gefnar pylsur.

Þetta hefur tíðskast undanfarin ca. 10 vor að að hverfafélög Sjálfstæðisflokksins í Árbæ og Breiðholti hafi verið með svona "grilluppákomur" við sundlaugarnar í Breiðholti og Árbæ, alveg óháð því hvort kosningar séu í vændum eða ekki.

Ef að mér hefur ekki hrakað í stærðfræðinni, þá hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í minnihluta, sex af þessum tíu árum, þannig að ekki einu sinni er hægt að saka hann um "misnota" meirihlutavaldið með því að "troða" sér á þessa staði.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 10:20

4 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Hlægileg gagnrýni. Það er flott framtak hjá aðstandendum stjórnmálaflokka að standa fyrir viðburðum sem nýtast allri fjölskyldunni. Þannig á það að vera.

Carl Jóhann Granz, 2.5.2010 kl. 13:11

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rúsínan í pylsuendanum er auðvitað pólitískt innlegg Morgunblaðsins í blá endann á fréttinni, sett inn til að tryggja pólitískan rétttrúnað og svínvirkar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.5.2010 kl. 13:36

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Nafni, það er algerlega eðlilegt að skýra frá því, hvaðan svona bjálfalegar kærur koma.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 15:11

7 identicon

Hvar kemur fram að um D-lista er að ræða?

Skúli (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 16:10

8 identicon

Slæmt fyrir þig Axel að það skuli vera búið að fjarlægja sandkassana af leikvöllum borgarinnar því í þeim hefðirðu líklega getað fundið eitthvað að sísla sem hæfir þínu þroskastigi.

Hjörtur Sveinsson (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 16:58

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það segirðu satt, Hjörtur, ég hafði reglulega gaman af að horfa á ykkur krakkana í sandkössunum, svona saklaus og glaðleg, án þess að skilja nokkuð í því, sem fram fer utan leikvallanna.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 18:56

10 identicon

Þetta umræða er að verða frekar kjánaleg... en hvað með það þó honum finnist þetta asnalegt?  Hann má nú hafa sína skoðun, jafnvel þó hann væri ekki bróðir borgarfulltrúa xS.  Og hvar stendur að þetta hafi verið xD?

Skúli (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 19:40

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Skúli, hver sem er má hafa hvaða skoðun sem er, það er algerlega frjálst.  Enginn hefur sagt að þetta hefði verið D-listinn, enda var ég með það í sviga og þar að auki spurningamerki fyrir aftan.  Ég taldi alveg víst, að menn vissu ennþá hvað slíkt merki táknar, ekki bara í íslensku máli, heldur einnig erlendum.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 20:05

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Því má bæta við, Skúli, að ég sé ekki hvaða máli skiptir, hvaða framboðslisti var að grilla og gefa blöðrur.  Kvörtunin var nákvæmlega jafn kjánaleg, hver svo sem hlut átti að máli.

Axel Jóhann Axelsson, 2.5.2010 kl. 20:07

13 identicon

Hmm já það er satt, fannst bara svo margir vera að tala um þann flokk.  En já mér er eiginlega frekar sama um þessa kvörtun, fólk hefur sínar skoðanir og allt gott með það

Skúli (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 23:03

14 Smámynd: Reputo

Hver skattgreiðandi (einstaklingar) greiðir um 2400 kr. á ári í vasa þessara sjálftökusamtaka sem við köllum stjórnmálaflokka. Ég held að fólk ætti bara að mæta með alla stórfjölskylduna til að éta af þeim pulsur upp í þennan þjófnað, ekki fáum við neitt annað gagnlegt frá þeim. Mér er fyrirmunað að skilja afhverju nokkur frjáls félagasamtök þurfa hátt í 600 milljónir á ári í styrk frá skattgreiðendum auk frjálsra framlaga. Það sama á að ganga yfir þetta hyski og kirkjuna. Þeir sem vilja púkka upp á þetta eiga að gera það sjálfir með mánaðarlegum gíróseðlum. Ríkið á ekki að vera innheimtustofnun fyrir frjáls félagasamtök.

Reputo, 3.5.2010 kl. 08:23

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er alltaf spurning um hvernig á að fjármagna þessa stjórnmálaflokka.  Ekki vill fólk að þeir fái styrki frá fyrirtækjum og ekki heldur frá ríkinu.  Flokkast þetta ekki undir að "samfélagið" sjái um þetta, eins og íþróttafélögin, leikskólana, menninguna o.fl., o.fl., sem þykir nauðsynlegt að bjóða upp á í nútímaþjóðfélagi, en enginn vill borga raunverð fyrir?

Axel Jóhann Axelsson, 3.5.2010 kl. 10:57

16 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Kanski er best að fjármagna stjórmálaflokkana með félagsgjöldum einum og sér - enga styrki utan úr bæ -

það myndi minka álagið af öfugmælavísum VG og Sf - stjórn jafnaðarmanna - að vísu er það rétt - jöfnuður í núllinu - gjaldþrotum og kúgun - nema sumir - eins og Jón Ásgeir verða jafnari en aðrir - 

og svo má bara alls ekki gefa pylsur og kók - bara alls ekki - allt svoleiðis verður kært  til lögreglu - kannast einhver við Sovét skipulagið?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 3.5.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband