Nýja rannsóknarnefnd vegna lífeyris- og sparisjóða

Í ársbyrjun ársins 2008 keyptu nokkrir lífeyrissjóðir víkjandi skuldabréf af Glitni fyrir tugi milljarða króna og lofaði bankinnótrúlega góðri ávöxtun á bréfin, en nokkrum mánuðum síðar varð bankinn gjaldþrota og bréfin þar með einskis virði.

Það er góð regla í viðskiptum, að ef lofað er gróða sem er svo mikill að hann getur varla staðist, að þá er það vegna þess að hann stenst alls ekki.  Að lífeyrissjóðir, sem eiga að vera fagfjárfestar, skuli hafa lagt peninga í slík gylliboð er algerlega með ólíkindum og ekki síður að um víkjandi skuldabréf hafi verið að ræða, en þegar slík bréf eru boðin er það vegna þess að viðkomandi útgefandi er kominn í veruleg fjárhagsvandræði og eigið fé félagsins orðið allt of lítið, til þess að starfsemin geti gengið eðlilega.

Í fréttinni kemur þetta fram:  "Greint var frá því Morgunblaðinu í gær að forsvarsmenn Gildis telji sjóðinn hafa verið blekktan við kaup á bréfunum, en þeir héldu að staða Glitnis hefði verið mun betri en síðar átti eftir að koma í ljós. Jafnframt er talið að formgalli á skráningu skuldabréfaflokksins hafi verið fyrir hendi, en bréfin voru ekki skráð í Kauphöllina sem víkjandi skuldabréf."

Þetta er aumt yfirklór manna sem þáðu milljónir í mánaðarlaun vegna ábyrgðar sinnar og snilli við fjárfestingar og gáfu sig út fyrir að vera varkárir fjárfestar.  Framlengja verður starf Rannsóknarnefndar Alþingis og fela henni að rannsaka starfsemi lífeyrissjóðanna a.m.k. tíu ár aftur í tímann, því margt einkennilegt hlyti að koma út úr slíkri skoðun.  Einnig ætti hún að skoða um leið allt starf sparisjóðanna á sama tímabili.

Greinilegt er að bankaræningarnir voru ekki einir að störfum á þessum árum.  Þeir haf haft vitorðsmenn um allt fjármálakerfið og þeir sem sátu á digrustu sjóðunum og hafa líka tapað mestu allra "fjárfesta" eru lífeyrissjóðirnir.


mbl.is Fáheyrð ávöxtun á víkjandi skuldabréfum Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er þér sammála. 'eg held einnig að staða lífeyrissjóðanna sé mun verri en af er látið, allt bókhaldsblekkingar. Lán til fyrirtækja og hlutabréf í hinum ýmsu fyrirtækjum, sem eiga sér enga lífsvon , er haldið inni í eignum sjóðanna, með því að halda lífi í þessum vonlausu fyrirtækjum. Þetta er allt gert til að fegra afkomutölur þessarra sjóða, en þegar allt mun komast upp , þá mun þurfa að skerða lífeyrisgreiðslur um tugi prósenta.. Allt er þetta gert með vitund stjórnvalda, því ef þetta kæmi fram í dagsljósið núna, þá yrði allt vitlaust.

Jón Björnsson (IP-tala skráð) 2.5.2010 kl. 23:06

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Eigendur Baugs/Glitnis, voru með lífeyrissjóðina í þumalskrúfu. Voru búnir að hóta því að stofna sérlífeyrissjóð fyrir sína starfsmenn og færa þar með iðgjöld og réttindi hundruða manna frá "gömlu" lífeyrissjóðunum.

Merkilegt hvað JÁJ, kemur víða við í atburðarrásinni............. en skelfilegt að hann sé enn að.

Kristinn Karl Brynjarsson, 2.5.2010 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband