Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
31.1.2009 | 15:40
Hvað tefur stjórnarmyndunina?
Þessi töf á myndun nýrrar stjórnar er að verða álíka mikill farsi og Smáflokkafylkingin setti upp við stjórnarslitin við Sjálfstæðisflokkinn.
Hvað tefur eiginlega? Voru drögin að stjórnarsáttmála svo arfavitlaus að engin leið var fyrir Framsókn að samþykkja? Þetta hlýtur því að hafa verið ódýr (réttara sagt rándýr) kosningavíxill.
Átti kannski að gera "allt fyrir alla" fram að kosningum og láta víxilinn síðan falla eftir kosningar?
Við bíðum svara.
Hlé gert til að ræða málin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.1.2009 | 12:18
Hreinskiptar umræður
Ríkisstjórn verður líklega mynduð á morgun, segja formennirnir, eftir "hreinskiptar umræður" á fundi með formanni Framsóknar.
Þetta orðalag er venjulega notað þegar ósætti er og verulega hitnar í kolunum.
Bæði Jóhanna og Steingrímur eru skapstór, svo þetta hefur örugglega verið áhugaverður fundur.
En verður ríkisstjórnin mynduð á morgun, eða hinn daginn, eða bara þarnæsta dag?
Stjórnin mynduð á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2009 | 11:16
Ríkisstjórn í dag eða á morgun
Erfiðlega gengur að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða. Undarlegt er að eftir fimm daga vinnu, þar sem sagt var að nótt hefði verið lögð við dag, til þess að vanda stjórnarsáttmálann, skuli hann ekki hafa verið burðugri en svo að Framsóknarmenn sögðu hann svo óljósan og ómarkvissan að ekki væri hægt að skrifa upp á kosningavíxilinn.
Hagfræðingar Framsóknar sögðu verkáætlunina óskýra og í raun ónothæfa, þannig að leggja yriði fram nýja aðgerðaáætlun til bjargar heimilunum.
Hvað var verið að gera alla vikuna. Var eingöngu verið að þrefa um ráðherraembættin?
Stjórn mynduð í dag eða á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.1.2009 | 17:03
Frestun stjórnarmyndunar
Ekki tókst að mynda vinstri stjórnina í dag eins og búið var að boða að kynnt yrði við fótstall Jóns Sigurðssonar kl. 18:00 í dag, föstudag, heldur verður hún kynnt á hádegi á morgun, laugardag.
Þetta bendir til þess að snuðra hafi hlaupið á þráðinn varðandi stuðning Framsóknarflokksins. Ef til vill er verið að möndla með framhaldslíf stjórnarinnar eftir kosningar, þ.e. að flokkarnir séu í raun ekki að mynda bráðabirgðaríkisstjórn, heldur ætli að bjóða fram "bundnir" í vorkosningunum.
Líklega er það þess vegna sem ráðherrum verður fækkað og tveir ráðherranna verða ekki úr röðum þingmanna. Eftir kosningar verða utanþingsmennirnir látnir hætta og Framsóknarmennirnir taki við, hvort sem sama ráðuneytaskipting verður látin halda sér eða breytingar verði þá gerðar.
Mín spá er sú, að um þetta sé verið að plotta núna í "reykfylltum bakherbergjum" og ekki verði sagt frá því, fyrr en nær dregur kosningum.
Ný ríkisstjórn á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 14:04
Heim til Noregs
Steingrími J. Sigfússyni hugnast að taka upp gjaldeyrissamstarf við Noreg. Það er sennilega eina hugmyndin sem ég hef heyrt frá honum (reyndar ekki hans hugmynd upphaflega) sem mér líst sæmilega á.
Kannski væri bara best að við færum bara aftur heim til Noregs, þ.e. að við færum fram á þeir tækju við okkur aftur og við yrðum amt í Noregi.
Hugnast norska krónan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 13:50
Verðbólgan og vextirnir
Samkvæmt janúarmælingu Hagstofunnar er verðbólguhraðinn kominn niður í u.þ.b. 6% en samt sem áður vildi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki lækka stýrivextina úr 18%.
Bankastjórar seðlabankans vildu hefja vaxtalækkunina núna, en athyglisvert er að hagfræðingar bankans tóku undir sjónarmið Alþjóðabankans og töldu ekki tímabært að lækka.
Gylfi Magnússon, verðandi viðskiptaráðherra, tók undir og taldi algert glapræði að fara gegn vilja Alþj.bankans.
Hávær krafa hefur verið að aðalbankastjóri Seðlabankans sé menntaður hagfræðingur. Reyndar eru tveir af þrem bankastjórum menntaðir hagfræðingar.
Þessi ofurtrú á hagfræðingum og öðrum sérfræðingum hefur komið fjármálum þjóðarinnar í þann farveg sem við erum í nú.
Það er sem sagt talin þörf á því að fá hagfræðing í viðskiptaráðuneytið en jarðfræðing í fjármálaráðuneytið í stað dýralæknis (sem hefur ekki þótt gott hingað til). Jarðfræðingurinn veit kannski hvar helst væri að grafa eftir gulli.
Gylfi tók ráðherraboði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2009 | 17:28
Mótmæli námsmanna
Mótmælt við stjórnarmyndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2009 | 16:18
Kosningavíxill
Fróðlegt verður að sjá kosningavíxilinn sem nýja stjórnin mun leggja fram á morgun. Þar á væntanlega að gera "allt fyrir alla", vitandi það að strax eftir kosningar þarf að ráðast í mikinn niðurskurð á ríkisútgjöldum. Nú verða samþykktar einhverjar aðgerðir "til bjargar heimilunum" vegna þess að það er líklegt til vinsælda fram yfir kosningar. Annað sem mun hljóma vel verður hátekjuskattur (látum auðmennina borga) og fleira slíkt sem "þjóðin" krefst.
Ég bíð spenntur.
Kosið í vor og í haust? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 11:30
Stýrivextir aftur
Seðlabankinn vildi lækka stýrivexti en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki. Það sýnir hver ræður ferðinni í vaxtaákvörðununum næstu árin. Hvernig ætlar væntanlegur nýr seðlabankastjóri að réttlæta það að geta ekki lækkað vextina jafn hratt og nýja ríkisstjórnin mun þykjast vilja?
Mun "þjóðin" halda útíhátíð á Austurvelli, með varðeldum, dansi og grjótkasti í lögregluna þegar þar að kemur?
Vildu lækka vexti en ekki IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2009 | 10:14
Hvalveiðar
Svíar dróu lappirnar lengst allra norðulandaþjóðanna að taka afstöðu til þess hvort veita skyldi Íslandi lán vegna kreppunnar og þeir hafa í raun aldrei verið okkur sérstaklega vinveittir. Þess vegna þurfum við ekki að kippa okkur upp við þeirra afstöðu til hvalveiða. Okkur kemur þeirra afstaða hreint ekkert við.
Nú þarf að nýta alla möguleika þjóðarinnar til gjaldeyrisöflunar og þá eru hvalveiðar ekkert undanskildar. Ef markaðurinn í Japan er tryggur, þá eigum við að veiða og selja þeim. Ekki dugar nein tilfinnigavella í þessu máli frekar en öðrum á þessum síðustu og verstu tímum.
Rökin um að ferðamannastraumurinn minnki við þetta hafa sýnt sig að standast ekki. Ferðamönnum fer sífellt fjölgandi og gestum í hvalaskoðun hefur fjölgað stórkostlega á sama tíma og við höfum verðið að veiða hvali.
Skýr skilaboð frá Svíum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)