Verðbólgan og vextirnir

Samkvæmt janúarmælingu Hagstofunnar er verðbólguhraðinn kominn niður í u.þ.b. 6% en samt sem áður vildi Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki lækka stýrivextina úr 18%.

Bankastjórar seðlabankans vildu hefja vaxtalækkunina núna, en athyglisvert er að hagfræðingar bankans tóku undir sjónarmið Alþjóðabankans og töldu ekki tímabært að lækka.

Gylfi Magnússon, verðandi viðskiptaráðherra, tók undir og taldi algert glapræði að fara gegn vilja Alþj.bankans.

Hávær krafa hefur verið að aðalbankastjóri Seðlabankans sé menntaður hagfræðingur.  Reyndar eru tveir af þrem bankastjórum menntaðir hagfræðingar.

Þessi ofurtrú á hagfræðingum og öðrum sérfræðingum hefur komið fjármálum þjóðarinnar í þann farveg sem við erum í nú. 

Það er sem sagt talin þörf á því að fá hagfræðing í viðskiptaráðuneytið en jarðfræðing í fjármálaráðuneytið í stað dýralæknis (sem hefur ekki þótt gott hingað til).  Jarðfræðingurinn veit kannski hvar helst væri að grafa eftir gulli.


mbl.is Gylfi tók ráðherraboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Haha þetta er snilldar blogg hjá þér.  Mjög sammála þér!  Undarleg þessi ofurtrú á sérfræðingum.  Sérfræðimenntað fólk virðist jafnvel hafa þessa trú á sjálfu sér.

Blahh (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband