Hvalveiðar

Svíar dróu lappirnar lengst allra norðulandaþjóðanna að taka afstöðu til þess hvort veita skyldi Íslandi lán vegna kreppunnar og þeir hafa í raun aldrei verið okkur sérstaklega vinveittir.  Þess vegna þurfum við ekki að kippa okkur upp við þeirra afstöðu til hvalveiða.  Okkur kemur þeirra afstaða hreint ekkert við.

Nú þarf að nýta alla möguleika þjóðarinnar til gjaldeyrisöflunar og þá eru hvalveiðar ekkert undanskildar.  Ef markaðurinn í Japan er tryggur, þá eigum við að veiða og selja þeim.  Ekki dugar nein tilfinnigavella í þessu máli frekar en öðrum á þessum síðustu og verstu tímum.

Rökin um að ferðamannastraumurinn minnki við þetta hafa sýnt sig að standast ekki.  Ferðamönnum fer sífellt fjölgandi og gestum í hvalaskoðun hefur fjölgað stórkostlega á sama tíma og við höfum verðið að veiða hvali. 


mbl.is Skýr skilaboð frá Svíum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guðmar Hallgrímsson

Sammála þér Svíum kemur nákvæmlega ekkert við hvað við erum að gera, þeir hafa alltaf litið niður á Íslendinga og eigum eim ekkert að þakka.

Kveðja

Ari Guðmar Hallgrímsson, 29.1.2009 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband