Gífurlegar hækkanir ofan á kjararýrnun

Nú eru tekjuskattstillögur ríkisstjórnarinnar komnar fram og þar eru boðaðar talsverðar hækkanir á tiltölulega lág laun og millitekjur, þó hækkunin sé mest á hæstu launin, en eins og nú er ástatt hefur fólki með mjög háar tekjur fækkað mjög og allir aðrir hafa þurft að taka á sig tekjuskerðingu.

Í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig skattarnir samkvæmt nýja skattkerfinu hefðu komið út á árinu 2009 í samanburði við núverandi kerfi og er þá miðað við sama persónuafslátt í báðum tilvikum.  Ekkert hefur komið fram hvort og þá hve mikið persónuafsláttur muni hækka um áramót.

Samanbuðartaflan lítur svona út:

 

 Núverandi skattkerfi Nýtt skattkerfi HækkunHækkun
 (PersónuafslátturHlutfall af(PersónuafslátturHlutfall afskattaskatta
Laun á mánuði:kr. 42.205)tekjum í %kr. 42.205)tekjum í %í krónumí %
150.00013.5959,0613.5959,0600,00
200.00032.19516,1032.19516,1000,00
300.00069.39523,1372.29524,102.9004,18
400.000106.59526,65112.39528,105.8005,44
500.000143.79528,76152.49530,508.7006,05
600.000180.99530,17192.59532,1011.6006,41
650.000199.59530,71212.64532,7113.0506,54
700.000218.19531,17235.69533,6717.5008,02
800.000255.39531,92281.79535,2226.40010,34
900.000292.59532,51327.89536,4335.30012,06
1.000.000329.79532,98373.99537,4044.20013,40
1.200.000404.19533,68466.19538,8562.00015,34
1.400.000478.59534,19558.39539,8979.80016,67
1.600.000552.99534,56650.59540,6697.60017,65
1.800.000627.39534,86742.79541,27115.40018,39
2.000.000701.79535,09834.99541,75133.20018,98

Ofan á þetta eru boðaðar gífurlegar hækkanir á alls konar óbeinum sköttum, sem eiga að skila tugum milljarða í ríkissjóð á næsta ári og þeir lenda af mestum þunga á láglaunafólki, því það þarf að eyða meginhluta ráðstöfunartekna sinna til kaupa á daglegum nauðsynjavörum. 

Óbeinu skattarnir fara beint út í verðlagið og hækka þar með vísitöluna, þannig að öll húsnæðislán munu hækka sem því nemur og hækkandi afborganir munu því bætast við aðra erfiðleika lág- og millitekjuhópanna.

Fyrir utan allt þetta er spáð 16% rýrnun kaupmáttar á næsta ári og ekki kemur það verst við hálaunafólkið, þvert á móti hjálpast þetta allt að til að lág- og millitekjufólkið mun ekki ná endum saman á næsta ári og kreppan mun fara að bíta almenning af miklu meiri krafti en fram til þessa.

Þetta er jólaboðskapur ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar, þó ekki sé hægt að segja að hann sé hátíðlegur..


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Axel minn, hann ætlar að verða okkur dýr blessaður Sjálfstæðisflokkurinn.

Ég vona að þú sért ekki einn af þeim sem óskar þess að sá hræðilegi flokkur komist aftur til valda.

Jóhannes Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 17:21

2 Smámynd: Kristján Hreinsson

Góður samanburður hjá þér.

Mér sýnist reyndar vanta inn í þetta 8% sérstakan tekjuskatt sem er á laun yfir 700.000 kr. í dag. Sem þýðir að aðalhækkunin kemur á þá sem eru á bilinu 200.00 til 700.000 kr. Það kemur reyndar ekkert fram hvort þessi sérstaki tekjuskattur haldi áfram eða ekki. Ef hann er felldur niður samhliða þá er 1 prósentustigs hækkun á laun yfir 700.000

Kristján Hreinsson, 18.11.2009 kl. 17:28

3 identicon

Góð tafla hjá þér Axel þó svo hún sé ekki gallalaus

Þú gleymir að draga frá lágmarksgreiðslu í lífeyrissjóð en í raun er greiddur skattur af 96% af tekjum (skattskyld laun eru laun - 4% í lífeyrissjóð og reyndar meiri frádráttur ef greitt er í séreignarsjóð, nú tímabundið allt upp í 10% en var allt að 8% áður).

Það kemur ekki fram í tillögum stjórnvalda hvernig á að meðhöndla mörkin við 200.000 og við 650.000 þ.e. hvort það miðast við þessar launafjárhæðir eða við skattskyld laun á þessum mörkum.  Sé miðað við laun þá hækka þrepin við 192.000 og við 624.000 og jafnvel við lægri fjárhæðir sé um að ræða greiðslu í séreignarsparnað.

Þetta er mikilvægt að vita og skiptir engu smá máli í forritunarvinnu þeirra sem breyta þurfa öllum launakerfum landsins, allavega ef ætlast er til þess að greidd sé mismunandi staðgreiðslu eftir launum fólks eins og farið var út í núna í sumar þegar hátekjuskattur var settur á laun yfir 700.000.

Ef ég gef mér það að formúlan verði þannig að 37,2% gildi um 200.000 króna laun að frádregnum lífeyrissjóði semsagt venjulega kr. 192.000 síðan verði 40,1% af næstu 450.000 krónum að frádregnum lífeyrissjóði semsagt venjulega af 432.000 og síðan sé efsta þrepið reiknað þannig að 46,1% sé lagt á laun að frádregnu lífeyrissjóði og að auki sé dregið frá 650.000 mínus lífeyrissjóður.  Dæmi 700.000 reiknast þannig ((700.000-650000)*0,96)*46,1% + ((650.000-200.000)*0,96)*40,1% + (200.000*0,96)*37,2% - 42.205 = 224.579

(22.128+173.232+71.424-42.205 = 224.579).

Ég fæ því heldur lægri tölur um hækkun en þú og fæ út að 2.000.000 króna laun greiði 40% í skatta eða 799.907 sem reiknast um 19,03% hækkun, því skattar fyrir voru kr. 672.035 fyrir utan hinn nýja hátekjuskatt sem kom á 1.júlí 2009.  Þegar ég reikna hátekjuskattinn með í dæmið þá er þessi aðili aðeins að hækka um 5,61%

Þannig fæ ég út ef ég tek hátekjuskattinn sem gilti 1.júlí 2009 til 31.des. 2009 inn í dæmið að skattahækkunin sé rúm 8% á laun milli 700 og 800 þúsund en fari síðan hlutfallslega lækkandi eftir því sem laun hækka.

Nema að til standi að halda hátekjuskattinum inni áfram sem fjórða skattþrepinu.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 17:59

4 identicon

Ný tafla:

Hér er miðað við að greitt sé einungis skylduframlag í lífeyrissjóð þ.e. 4% og hér tek ég með í töfluna 8% hátekjuskatt á skattskyldlaun yfir 700.000 sbr. breytingu 1.júlí 2009 - í athugasemd minni hér að framan var ég óvart með 7% í stað 8% og því kemur taflan þannig út að skattar á hæstu launin í dæminu hækka einungis um 3,93%

 Miðað viðNúverandi skattkerfi Nýtt skattkerfi HækkunHækkun
 4% lsj. =(Persónu-afslátturHlutfall af(Persónu-afslátturHlutfall afskattaskatta
Laun á mánuði:Skatt-skyld launkr. 42.205)tekjum í %kr. 42.205)tekjum í %í krónumí %
150.000144.00011.3637,58%11.3637,58%00,00%
200.000192.00029.21914,61%29.21914,61%00,00%
300.000288.00064.93121,64%67.71522,57%2.7844,29%
400.000384.000100.64325,16%106.21126,55%5.5685,53%
500.000480.000136.35527,27%144.70728,94%8.3526,13%
600.000576.000172.06728,68%183.20330,53%11.1366,47%
650.000624.000189.92329,22%202.45131,15%12.5286,60%
700.000672.000207.77929,68%224.57932,08%16.8008,09%
800.000768.000248.93131,12%268.83533,60%19.9048,00%
900.000864.000292.32332,48%313.09134,79%20.7687,10%
1.000.000960.000335.71533,57%357.34735,73%21.6326,44%
1.200.0001.152.000422.49935,21%445.85937,15%23.3605,53%
1.400.0001.344.000509.28336,38%534.37138,17%25.0884,93%
1.600.0001.536.000596.06737,25%622.88338,93%26.8164,50%
1.800.0001.728.000682.85137,94%711.39539,52%28.5444,18%
2.000.0001.920.000769.63538,48%799.90740,00%30.2723,93%

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 18:10

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, þetta er alveg rétt hjá þér.  Í flýtinum við að setja upp töfluna gleymdist að reikna með 4% frádrættinum í lífeyrissjóð og hátekjuskattinum á laun yfir 700.000, sem hefur verið lagður á frá 1. júlí s.l. 

Eins og þú segir, eru ekki komnar fram nægar upplýsingar um hvernig þetta verður reiknað út, en þó má reikna með að mörkin verði t.d. við 200.000 en ekki 196.000, því ef skattafrádráttur vegna lífeyrissjóðs- og séreignarsjóðsiðgjalda verða áfram frádráttarbær, hlýtur að verða að miða þrepin við brúttólaun, en ekki nettó.  Eins hefur ekkert heyrst um persónufrádráttinn, en reikna verður með að hann hækki um áramótin.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2009 kl. 18:53

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhannes, jú ég er einn af þeim, sem vill fá Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn aftur sem allra, allra fyrst og að þjóðin losni við jafnskjótt við þá hræðilegu ríkisstjórn, sem nú er illu heilli við völd í landinu.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2009 kl. 18:55

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn að gera mikið af sér til að fólk snúi baki við honum?

Jóhannes Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 19:10

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhannes, hann þarf að gera eitthvað af sér til þess, en það hefur hann alls ekki gert hingað til.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2009 kl. 19:25

9 Smámynd: Hörður Þórðarson

Þetta er mjög áhugavert. Skrýtið að Steingrímur skuli vilja hækka skatta hjá þeim sem eru með 600.000 á mánuði um 6.47% en aðens 3.93% hjá þeim sem eru með 2.000.000! Kannski er hann að reyna að hlífa þeim sem eru í topplaunum hjá hinu opinbera, sem fá há mánaðarlaun, bara fyrir að vera til og síðan mörg hundruð þúsund króna greiðslur í hvert skipti sem þeir framkæma einhver "störf".

Hörður Þórðarson, 18.11.2009 kl. 20:25

10 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er náttúrulega Hrunflokkurinn með stóru H-i, bara svo það sé á hreinu.

Annars eru dæmin í þessum töflum hjá þér allt öðruvísi en dæmin sem voru tekin í fréttunum í kvöld.

Samkvæmt þeim munu allir með heildarlaun undir 270þ borga MINNA í skatt en þeir gera nú.

350þ þýðir ca. 4.000 kr. aukalega á mánuði (innan við 1%) og 700þ um 15.000 í viðbót (rúm 2%).

Einhvers staðar verður að sækja peninga til að borga m.a. 300.000.000.000 kr. sem Davíð tapaði á einu bretti.

Einar (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 20:38

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er búið að svara þessu helv.... bulli um "hrunflokkinn" svo oft, að fáir nenna því lengur, enda hrín ekkert á svona blint ofstæki hvort sem er.

Tölurnar sem komið var með í sjónvarpið miðuðu við hækkun persónuasláttar um áramótin um 2.000 krónur á mánuði, en sá samanburður er náttúrlega hálfgert fals, þar sem hann hefði hækkað nákvæmlega jafnmikið, þó skattkerfinu hefði ekki verið breytt.  Um það var gerður samningur við ríkisstjórnina á síðasta ári og ef hætt hefði verið við það, þá hefðu það verið hrein svik af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Töflurnar hér fyrir ofan sýna raunhæfan samanburð á kerfunum, miðað við skattlagningu á þessu ári.  Eina breytan er persónuafslátturinn, en eins og áður sagði hefði hann hækkað um sömu krónutölu, hvort kerfið sem hefði verið við lýði.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2009 kl. 21:56

12 identicon

Nákvæmlega Axel.  Fólk ætlar bara ekki að koma sér upp úr þessari rullu með sjálfstæðisflokkinn.  Það hjálpar engum að segja hverjum sé um að kenna en þessi skattahækkun mun aldrei blíva þar sem eins og margir segja fólk fer bara betur á hausinn og ríkið eignast allt.  Það er það sem vinstri sinnað fólk vill, RÍKIÐ á að eiga, fólkið aftur sem er jú ríkið á ekki að eiga neitt.

Og ég held að skattaglaða fólkið kunni bara ekki betri stærðfræði en þetta.  Hæstlaunuðustu greiða alltaf meiri skatta alveg sama hvernig það er reiknað.  Þó að prósentan sé sú sama hjá öllum sem er að mínu mati sanngjarnast þá greiða allir hálaunaðir meira ég hélt alltaf að þetta gæfi auga leið en þessa leið sjá ekki Steingrímur og co.

Óskin (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 22:35

13 identicon

Sammála þér Óskin.  Það er og verður alltaf sanngjarnast að sama prósentan sé hjá öllum.  Á undanförnum árum hafa glatast mörg tækifæri til að endurskoða skattakerfið í heild sinni.  Gerð voru þau mistök veturinn 2006-2007 þegar ákveðið var að breyta úr 14% og 24,5% vsk yfir í 7% og 24,5% og vörur og þjónusta flutt fram og til baka í þessi þrep að nýta ekki tækifærið til þess einfaldlega að koma með eitt 15% vsk þrep á allar vörur og þjónustu.  Slíkt hefði jafnað skattbyrðar mikið betur en að vera með neyslustýringu og hafa þetta í tveimur þrepum og að ég tali nú ekki um núna að fjölga vsk þrepum í þrjú. 

Ég skora á fólk að taka saman allt sem í gegnum heimilisbókhaldið fer á einum mánuði og reikna út virðisaukaskattinn, þ.e. draga þann hluta frá og sjá hvernig vörur og þjónusta mánaðarins kemur út eftir það og bæta svo 15% vsk ofan á allt á nýjan leik og kanna hvort útkoman verður hærri eða lægri.  Ég held að niðurstaðan komi á óvart og eigi eftir að sýna fólki að mörg þrep séu ekkert annað en blekkingarleikur.

Sama lögmál gildir um tekjuskatt og útsvar.  Ein prósenta í staðgreiðslu og burt með fullt af frádráttarliðum þar með talið hinn almenna persónuafslátt en hlúa betur að stuðningskerfi við þá tekjuminni, var það sem hefði átt að vera búið að koma á fyrir löngu.  Ég hef lengi verið og er ennþá þrátt fyrir hrunið, fylgjandi "einni" skattprósentu (í staðgreiðslu, vsk og fjármagnstekjuskatti).  Ég hef á undanförnum árum oft reiknað út hvernig slíkt komi út og ekki geta séð annað en að meginþorri fólks og mér liggur við að fullyrða að nánast allir myndu græða á því þegar upp væri staðið. Og það sem meira er og skiptir ekki hvað minnstu máli nú er að skatttekjurnar myndu skila sér að fullu í ríkiskassann og undanskot verða úr sögunni.  Sem aftur þýðir meiri fjármuni fyrir hið opinbera og meiri möguleikar til að koma til móts við hópa sem hafa það lakara.

Eins og taflan hér að ofan sýnir þá er skattbyrði á öll laun undir 1 milljón (að ég tali nú ekki um laun undir 500.000) allt of mikil.  Þetta gerist þrátt fyrir flóknar tilraunir til að "jafna kjörin".

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 09:23

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskin og Jón, með þessum boðuðu breytingum á tekjusköttum er gjörsamlega búið að rústa þeim einfaldleika og gagnsæi, sem var í staðgreiðslukerfinu.  Nú er útreikningurinn orðinn flókinn og ekki bætir úr skák, að gefið er í skyn, að hluti tekna verði millifæranlegur milli hjóna, þannig að hér eftir verður ekki nokkur leið að gera samanburð á skattbyrði milli manna.

Svo mun þróunin verða sú sama og á norðurlöndunum, að svört vinna mun færast í vöxt og allt kerfið verður að tómum hrærigraut.

Ekki bætir þriggja þrepa virðisaukaskattskerfi úr skák, rugl milli flokka verður algengt og undanskot mun aukast til muna.

Ofan á allt saman mun smygl stóraukast, vegna endalausra hækkana á tóbaks- og áfengissköttum.´

Við bjuggum við svona ruglkerfi á árum áður, en með upptöku staðgreiðslukerfisins og eins þreps virðisaukaskatts, lagaðist ástandið til mikilla muna og skattkerfið varð einfalt og gagnsætt. 

Nú fer allt í gamla farið aftur.

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2009 kl. 09:45

15 identicon

Það er alveg makalaust að núverandi ríkisstjórn sem kennir sig við velferð að hún hugsi um hag eldra fólks skuli ekki vilja hlusta á tillögur um skattlagningu lífeyrissjóðs.   Helstu rökin gegn því er að verið sé að ganga á skattstofna framtíðarinnar.  Við skulum skoða það nánar.

Þessi ríkisstjórn vill semsagt halda áfram að skattleggja þá sem eru komnir á lífeyrisaldur.   Málið snýst nefnilega um það að ef skattgreiðslur af lífeyrissjóði eru geymdar fram að því að lífeyrir er tekinn út að þá fær "gamla fólkið" minna útborgað þegar að því kemur.

Skattlagning núna strax í dag hjálpar til með mjög einfaldri aðgerð að stoppa upp í fjárlagagatið og nær í margfalt meiri tekjur en þessi margþrepa áætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir.   Það að skattleggja lífeyrissjóðinn núna þýðir að þegar kemur að töku lífeyris þá á fólk þá peninga "skuldlausa" og fær þá 100% útborgaða en ekki með allt að 40% skattlagningu.

Til þess að koma til móts við efasemdarfólkið í þessum málum þá er einfalt mál að byrja á því að skattleggja séreignarlífeyrissjóðinn og bíða með hin almenna lífeyrissjóð. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 09:47

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, enn er ég algerlega sammála þér og bloggaði reyndar stuttlega í gær um skattlagningu séreignarlífeyrissjóðanna og til að vera ekkert að edurtaka það, má sjá það hérna

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2009 kl. 09:57

17 identicon

Algjörlega sammála þér Axel.  Ástandið í skattamálum fyrir daga staðgreiðslukerfisins og fyrir upptöku virðisaukaskattsins sem leysti af hólmi gamla söluskattinn, var alveg skelfileg og undanskotin mjög mikil.

Þetta flókna kerfi sem verið er að koma á núna veldur því að nánast enginn venjulegur maður getur reiknað út skattinn né botnað í kerfinu.  Það sýndi sig í gær að ekki einn einast fjölmiðill gat komið fréttum af fyrirhuguðum breytingum rétt frá sér.  Menn gerðu hverja vitleysuna á fætur annarri í dæmum sem sýnd voru, fóru með vitlausar prósentur (sbr. fréttamann ruv í kvöldfréttum og skrif á visir.is) og botnuðu greinilega lítið sem ekkert í því sem þeir voru að segja.

Tilfærslur á milli hjóna, sem og hugsanlega innan fjölskyldu þar sem ein fyrirvinna vinnur fyrir nánast öllum tekjum, er falleg hugsun og sett fram með ákveðinni jöfnun í huga, en gerir málin ekki einföld.  Svona möguleikar á tilfærslum veldur því að það eru bara þeir sem eru sérfræðingar í kerfinu sem átta sig á því og fá sitt fram en fjöldi fólks er "hlunnfarinn" því svona leiðréttingar eru ekki, hafa ekki verið og verða aldrei framkvæmdar sjálfkrafa.

Það er búið að standa til hjá vinstri mönnum að rústa þessu gegnsæa og einfalda kerfi sem við bjuggum við, strax og þeir kæmust til valda.  Það þurfti ekki hrun til þessi.  Þeir hefðu notað fyrsta mögulega tækifæri án þess.

Ég er alls ekki að halda því fram að skattkerfið sem við bjuggum við væri gallalaust og einmitt þess vegna hef ég verið fylgjandi algjörri uppstokkun með það að markmiði að einfalda það enn frekar (einnar prósentukerfið).  Nú er verið að fara í þveröfuga átt.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 09:59

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er svo sem ekkert nýtt, að fréttamenn hafi ekki verið með rétta útreikninga á ýmsum hlutum og hafa þeir ekki þurft að vera mjög flóknir til þess.

Nú verður allur samanburður milli kerfa erfiður, vegna flækjustigsins sem er innbyggt í þetta nýja, flókna og vitlausa skattkerfi, sem vinstri menn eru nú að koma á.

Áróðursmeistarar ríkisstjórnarinnar klifa nú á því mikla "réttlæti og sanngirni" sem felst í því að leggja "auðlegðarskatt" á ríka pakkið, til þess að geta haldið óbreyttum barnabótum á fátæka fólkinu.  Með þessum áróðri, er athyglinni beint að algeru smáatriði í pakkanum, en henni beint frá þessu flókna þrepaskipta skattkerfisrugli, að ekki sé talað um þær gífurlegu hækkanir, sem almenningur þarf að taka á sig með hækkunum á virðisaukaskatti og alls kyns öðrum sköttum, sem þessi hugmyndaríka ríkisstjórn  er búin að finna upp.

Skattpíningaræði vinstri manna er orðið að bitrum veruleika almennings á Íslandi.

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2009 kl. 10:22

19 identicon

Það er bókstaflega sorglegt að íslenskir fjölmiðlar skuli ekki hafa hæfara starfsfólk.  Við þurfum á því að halda að þarna séu sérfróðir einstaklingar sem hafa þekkingu á efnahagsmálum og skattamálum (auk margra annarra þátta).   Fréttamenn spyrja stjórnvöld sjaldnast réttra spurninga og fréttaflutningur er bæði villandi, ónákvæmur og algjörlega gagnrýnislaus.

Það er verið að lauma í gegn alls kyns hækkunum á sköttum og þær hækkanir fá ekki mikla umfjöllun.

Dæmi um tryggingargjaldið sem leggst á alla atvinnustarfsemi í landinu þar með talið sjálfstætt starfandi einstakling er orðin 61% frá því fyrir 1.júlí s.l. Ef marka má fréttaflutning í gær þá á að hækka gjaldið um 1,6% sem þýðir þá að það fer í 8,6% en var 5,34% fyrir 1.júlí.

Fjármagnstekjuskatturinn er hækkaður um 80% frá sama tíma.  Var 10% síðan 15% eftir 1.júlí og nú 18%.

Þessi skattur bitnar mjög á þeim einstaklingum sem eru að leigja íbúðarhúsnæði og annað hvort veldur því að farið verður í sama gamla farið að samið sé um húsaleigu "svart" eða að þeim fækkar sem eru tilbúnir að bjóða íbúðarhúsnæði á viðráðanlegum kjörum til fólks.  Ætla má að nú geti þörf fyrir leiguhúsnæði aukist eftir því sem fleiri lenda í því að missa húsnæði sitt og þá er verið að loka á að framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði sé til staðar.

Dæmi = Íbúðarhúsnæði leigt á 100.000 á mánuði þýddi að leigusali greiddi á árinu 2008 kr. 120.000 á ári í fjármagnstekjuskatt.

Sama húsnæði nú þýðir skatt upp á kr. 198.000 á árinu 2010.   Þetta er hækkun upp á 65% og í þessu dæmi gef ég mér þá ólíklegu staðreynd að viðkomandi hafi engar vaxtatekjur af bankareikningum og geti því nýtt einn af tólf mánuðum í svokallað frítekjumark á fjármagnstekjum.

Við sem viljum réttlátt skattkerfi og að allir greiði það sem þeim ber í skatta hverju sinni höfum hvatt fólk til þess að gefa upp leigutekjur og greiða af því fjármagnstekjuskatt en gera sig ekki að skattsvikurum að óþörfu.  Hvað á maður að segja núna við þetta sama fólk sem fær skyndilega á sig 65-80% hækkun ?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 10:50

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er alveg öruggt, að við þessar ótrúlegu hækkanir á fjármagnstekjuskatti mun allt undanskot á fjármagnstekjum stóraukast og t.d. mun uppgefin húsaleiga lækka stórkostlega.  Það hljóta allir að sjá, að 65% hækkun á þessum skatti er hreint brjálæði, en áróðursmeisturum stjórnarinnar tekst vel upp í því, að beina athyglinni að allt öðrum hlutum, sem ganga vel í almenning.

Allt svartamarkaðsbrask mun stóraukast í þjóðfélaginu, og alls kyns undanskot og smygl stóraukast.

Við færum óðfluga í átt til sæluríkis sósíalismans.

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband