Gífurlegar hćkkanir ofan á kjararýrnun

Nú eru tekjuskattstillögur ríkisstjórnarinnar komnar fram og ţar eru bođađar talsverđar hćkkanir á tiltölulega lág laun og millitekjur, ţó hćkkunin sé mest á hćstu launin, en eins og nú er ástatt hefur fólki međ mjög háar tekjur fćkkađ mjög og allir ađrir hafa ţurft ađ taka á sig tekjuskerđingu.

Í töflunni hér fyrir neđan sést hvernig skattarnir samkvćmt nýja skattkerfinu hefđu komiđ út á árinu 2009 í samanburđi viđ núverandi kerfi og er ţá miđađ viđ sama persónuafslátt í báđum tilvikum.  Ekkert hefur komiđ fram hvort og ţá hve mikiđ persónuafsláttur muni hćkka um áramót.

Samanbuđartaflan lítur svona út:

 

 Núverandi skattkerfi Nýtt skattkerfi HćkkunHćkkun
 (PersónuafslátturHlutfall af(PersónuafslátturHlutfall afskattaskatta
Laun á mánuđi:kr. 42.205)tekjum í %kr. 42.205)tekjum í %í krónumí %
150.00013.5959,0613.5959,0600,00
200.00032.19516,1032.19516,1000,00
300.00069.39523,1372.29524,102.9004,18
400.000106.59526,65112.39528,105.8005,44
500.000143.79528,76152.49530,508.7006,05
600.000180.99530,17192.59532,1011.6006,41
650.000199.59530,71212.64532,7113.0506,54
700.000218.19531,17235.69533,6717.5008,02
800.000255.39531,92281.79535,2226.40010,34
900.000292.59532,51327.89536,4335.30012,06
1.000.000329.79532,98373.99537,4044.20013,40
1.200.000404.19533,68466.19538,8562.00015,34
1.400.000478.59534,19558.39539,8979.80016,67
1.600.000552.99534,56650.59540,6697.60017,65
1.800.000627.39534,86742.79541,27115.40018,39
2.000.000701.79535,09834.99541,75133.20018,98

Ofan á ţetta eru bođađar gífurlegar hćkkanir á alls konar óbeinum sköttum, sem eiga ađ skila tugum milljarđa í ríkissjóđ á nćsta ári og ţeir lenda af mestum ţunga á láglaunafólki, ţví ţađ ţarf ađ eyđa meginhluta ráđstöfunartekna sinna til kaupa á daglegum nauđsynjavörum. 

Óbeinu skattarnir fara beint út í verđlagiđ og hćkka ţar međ vísitöluna, ţannig ađ öll húsnćđislán munu hćkka sem ţví nemur og hćkkandi afborganir munu ţví bćtast viđ ađra erfiđleika lág- og millitekjuhópanna.

Fyrir utan allt ţetta er spáđ 16% rýrnun kaupmáttar á nćsta ári og ekki kemur ţađ verst viđ hálaunafólkiđ, ţvert á móti hjálpast ţetta allt ađ til ađ lág- og millitekjufólkiđ mun ekki ná endum saman á nćsta ári og kreppan mun fara ađ bíta almenning af miklu meiri krafti en fram til ţessa.

Ţetta er jólabođskapur ríkisstjórnarinnar til ţjóđarinnar, ţó ekki sé hćgt ađ segja ađ hann sé hátíđlegur..


mbl.is Ţriggja ţrepa skattkerfi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Axel minn, hann ćtlar ađ verđa okkur dýr blessađur Sjálfstćđisflokkurinn.

Ég vona ađ ţú sért ekki einn af ţeim sem óskar ţess ađ sá hrćđilegi flokkur komist aftur til valda.

Jóhannes Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 17:21

2 Smámynd: Kristján Hreinsson

Góđur samanburđur hjá ţér.

Mér sýnist reyndar vanta inn í ţetta 8% sérstakan tekjuskatt sem er á laun yfir 700.000 kr. í dag. Sem ţýđir ađ ađalhćkkunin kemur á ţá sem eru á bilinu 200.00 til 700.000 kr. Ţađ kemur reyndar ekkert fram hvort ţessi sérstaki tekjuskattur haldi áfram eđa ekki. Ef hann er felldur niđur samhliđa ţá er 1 prósentustigs hćkkun á laun yfir 700.000

Kristján Hreinsson, 18.11.2009 kl. 17:28

3 identicon

Góđ tafla hjá ţér Axel ţó svo hún sé ekki gallalaus

Ţú gleymir ađ draga frá lágmarksgreiđslu í lífeyrissjóđ en í raun er greiddur skattur af 96% af tekjum (skattskyld laun eru laun - 4% í lífeyrissjóđ og reyndar meiri frádráttur ef greitt er í séreignarsjóđ, nú tímabundiđ allt upp í 10% en var allt ađ 8% áđur).

Ţađ kemur ekki fram í tillögum stjórnvalda hvernig á ađ međhöndla mörkin viđ 200.000 og viđ 650.000 ţ.e. hvort ţađ miđast viđ ţessar launafjárhćđir eđa viđ skattskyld laun á ţessum mörkum.  Sé miđađ viđ laun ţá hćkka ţrepin viđ 192.000 og viđ 624.000 og jafnvel viđ lćgri fjárhćđir sé um ađ rćđa greiđslu í séreignarsparnađ.

Ţetta er mikilvćgt ađ vita og skiptir engu smá máli í forritunarvinnu ţeirra sem breyta ţurfa öllum launakerfum landsins, allavega ef ćtlast er til ţess ađ greidd sé mismunandi stađgreiđslu eftir launum fólks eins og fariđ var út í núna í sumar ţegar hátekjuskattur var settur á laun yfir 700.000.

Ef ég gef mér ţađ ađ formúlan verđi ţannig ađ 37,2% gildi um 200.000 króna laun ađ frádregnum lífeyrissjóđi semsagt venjulega kr. 192.000 síđan verđi 40,1% af nćstu 450.000 krónum ađ frádregnum lífeyrissjóđi semsagt venjulega af 432.000 og síđan sé efsta ţrepiđ reiknađ ţannig ađ 46,1% sé lagt á laun ađ frádregnu lífeyrissjóđi og ađ auki sé dregiđ frá 650.000 mínus lífeyrissjóđur.  Dćmi 700.000 reiknast ţannig ((700.000-650000)*0,96)*46,1% + ((650.000-200.000)*0,96)*40,1% + (200.000*0,96)*37,2% - 42.205 = 224.579

(22.128+173.232+71.424-42.205 = 224.579).

Ég fć ţví heldur lćgri tölur um hćkkun en ţú og fć út ađ 2.000.000 króna laun greiđi 40% í skatta eđa 799.907 sem reiknast um 19,03% hćkkun, ţví skattar fyrir voru kr. 672.035 fyrir utan hinn nýja hátekjuskatt sem kom á 1.júlí 2009.  Ţegar ég reikna hátekjuskattinn međ í dćmiđ ţá er ţessi ađili ađeins ađ hćkka um 5,61%

Ţannig fć ég út ef ég tek hátekjuskattinn sem gilti 1.júlí 2009 til 31.des. 2009 inn í dćmiđ ađ skattahćkkunin sé rúm 8% á laun milli 700 og 800 ţúsund en fari síđan hlutfallslega lćkkandi eftir ţví sem laun hćkka.

Nema ađ til standi ađ halda hátekjuskattinum inni áfram sem fjórđa skattţrepinu.

Jón Óskarsson (IP-tala skráđ) 18.11.2009 kl. 17:59

4 identicon

Ný tafla:

Hér er miđađ viđ ađ greitt sé einungis skylduframlag í lífeyrissjóđ ţ.e. 4% og hér tek ég međ í töfluna 8% hátekjuskatt á skattskyldlaun yfir 700.000 sbr. breytingu 1.júlí 2009 - í athugasemd minni hér ađ framan var ég óvart međ 7% í stađ 8% og ţví kemur taflan ţannig út ađ skattar á hćstu launin í dćminu hćkka einungis um 3,93%

 Miđađ viđNúverandi skattkerfi Nýtt skattkerfi HćkkunHćkkun
 4% lsj. =(Persónu-afslátturHlutfall af(Persónu-afslátturHlutfall afskattaskatta
Laun á mánuđi:Skatt-skyld launkr. 42.205)tekjum í %kr. 42.205)tekjum í %í krónumí %
150.000144.00011.3637,58%11.3637,58%00,00%
200.000192.00029.21914,61%29.21914,61%00,00%
300.000288.00064.93121,64%67.71522,57%2.7844,29%
400.000384.000100.64325,16%106.21126,55%5.5685,53%
500.000480.000136.35527,27%144.70728,94%8.3526,13%
600.000576.000172.06728,68%183.20330,53%11.1366,47%
650.000624.000189.92329,22%202.45131,15%12.5286,60%
700.000672.000207.77929,68%224.57932,08%16.8008,09%
800.000768.000248.93131,12%268.83533,60%19.9048,00%
900.000864.000292.32332,48%313.09134,79%20.7687,10%
1.000.000960.000335.71533,57%357.34735,73%21.6326,44%
1.200.0001.152.000422.49935,21%445.85937,15%23.3605,53%
1.400.0001.344.000509.28336,38%534.37138,17%25.0884,93%
1.600.0001.536.000596.06737,25%622.88338,93%26.8164,50%
1.800.0001.728.000682.85137,94%711.39539,52%28.5444,18%
2.000.0001.920.000769.63538,48%799.90740,00%30.2723,93%

Jón Óskarsson (IP-tala skráđ) 18.11.2009 kl. 18:10

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, ţetta er alveg rétt hjá ţér.  Í flýtinum viđ ađ setja upp töfluna gleymdist ađ reikna međ 4% frádrćttinum í lífeyrissjóđ og hátekjuskattinum á laun yfir 700.000, sem hefur veriđ lagđur á frá 1. júlí s.l. 

Eins og ţú segir, eru ekki komnar fram nćgar upplýsingar um hvernig ţetta verđur reiknađ út, en ţó má reikna međ ađ mörkin verđi t.d. viđ 200.000 en ekki 196.000, ţví ef skattafrádráttur vegna lífeyrissjóđs- og séreignarsjóđsiđgjalda verđa áfram frádráttarbćr, hlýtur ađ verđa ađ miđa ţrepin viđ brúttólaun, en ekki nettó.  Eins hefur ekkert heyrst um persónufrádráttinn, en reikna verđur međ ađ hann hćkki um áramótin.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2009 kl. 18:53

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhannes, jú ég er einn af ţeim, sem vill fá Sjálfstćđisflokkinn í ríkisstjórn aftur sem allra, allra fyrst og ađ ţjóđin losni viđ jafnskjótt viđ ţá hrćđilegu ríkisstjórn, sem nú er illu heilli viđ völd í landinu.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2009 kl. 18:55

7 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hvađ ţarf Sjálfstćđisflokkurinn ađ gera mikiđ af sér til ađ fólk snúi baki viđ honum?

Jóhannes Ragnarsson, 18.11.2009 kl. 19:10

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jóhannes, hann ţarf ađ gera eitthvađ af sér til ţess, en ţađ hefur hann alls ekki gert hingađ til.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2009 kl. 19:25

9 Smámynd: Hörđur Ţórđarson

Ţetta er mjög áhugavert. Skrýtiđ ađ Steingrímur skuli vilja hćkka skatta hjá ţeim sem eru međ 600.000 á mánuđi um 6.47% en ađens 3.93% hjá ţeim sem eru međ 2.000.000! Kannski er hann ađ reyna ađ hlífa ţeim sem eru í topplaunum hjá hinu opinbera, sem fá há mánađarlaun, bara fyrir ađ vera til og síđan mörg hundruđ ţúsund króna greiđslur í hvert skipti sem ţeir framkćma einhver "störf".

Hörđur Ţórđarson, 18.11.2009 kl. 20:25

10 identicon

Sjálfstćđisflokkurinn er náttúrulega Hrunflokkurinn međ stóru H-i, bara svo ţađ sé á hreinu.

Annars eru dćmin í ţessum töflum hjá ţér allt öđruvísi en dćmin sem voru tekin í fréttunum í kvöld.

Samkvćmt ţeim munu allir međ heildarlaun undir 270ţ borga MINNA í skatt en ţeir gera nú.

350ţ ţýđir ca. 4.000 kr. aukalega á mánuđi (innan viđ 1%) og 700ţ um 15.000 í viđbót (rúm 2%).

Einhvers stađar verđur ađ sćkja peninga til ađ borga m.a. 300.000.000.000 kr. sem Davíđ tapađi á einu bretti.

Einar (IP-tala skráđ) 18.11.2009 kl. 20:38

11 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ţađ er búiđ ađ svara ţessu helv.... bulli um "hrunflokkinn" svo oft, ađ fáir nenna ţví lengur, enda hrín ekkert á svona blint ofstćki hvort sem er.

Tölurnar sem komiđ var međ í sjónvarpiđ miđuđu viđ hćkkun persónuasláttar um áramótin um 2.000 krónur á mánuđi, en sá samanburđur er náttúrlega hálfgert fals, ţar sem hann hefđi hćkkađ nákvćmlega jafnmikiđ, ţó skattkerfinu hefđi ekki veriđ breytt.  Um ţađ var gerđur samningur viđ ríkisstjórnina á síđasta ári og ef hćtt hefđi veriđ viđ ţađ, ţá hefđu ţađ veriđ hrein svik af hálfu ríkisstjórnarinnar.

Töflurnar hér fyrir ofan sýna raunhćfan samanburđ á kerfunum, miđađ viđ skattlagningu á ţessu ári.  Eina breytan er persónuafslátturinn, en eins og áđur sagđi hefđi hann hćkkađ um sömu krónutölu, hvort kerfiđ sem hefđi veriđ viđ lýđi.

Axel Jóhann Axelsson, 18.11.2009 kl. 21:56

12 identicon

Nákvćmlega Axel.  Fólk ćtlar bara ekki ađ koma sér upp úr ţessari rullu međ sjálfstćđisflokkinn.  Ţađ hjálpar engum ađ segja hverjum sé um ađ kenna en ţessi skattahćkkun mun aldrei blíva ţar sem eins og margir segja fólk fer bara betur á hausinn og ríkiđ eignast allt.  Ţađ er ţađ sem vinstri sinnađ fólk vill, RÍKIĐ á ađ eiga, fólkiđ aftur sem er jú ríkiđ á ekki ađ eiga neitt.

Og ég held ađ skattaglađa fólkiđ kunni bara ekki betri stćrđfrćđi en ţetta.  Hćstlaunuđustu greiđa alltaf meiri skatta alveg sama hvernig ţađ er reiknađ.  Ţó ađ prósentan sé sú sama hjá öllum sem er ađ mínu mati sanngjarnast ţá greiđa allir hálaunađir meira ég hélt alltaf ađ ţetta gćfi auga leiđ en ţessa leiđ sjá ekki Steingrímur og co.

Óskin (IP-tala skráđ) 18.11.2009 kl. 22:35

13 identicon

Sammála ţér Óskin.  Ţađ er og verđur alltaf sanngjarnast ađ sama prósentan sé hjá öllum.  Á undanförnum árum hafa glatast mörg tćkifćri til ađ endurskođa skattakerfiđ í heild sinni.  Gerđ voru ţau mistök veturinn 2006-2007 ţegar ákveđiđ var ađ breyta úr 14% og 24,5% vsk yfir í 7% og 24,5% og vörur og ţjónusta flutt fram og til baka í ţessi ţrep ađ nýta ekki tćkifćriđ til ţess einfaldlega ađ koma međ eitt 15% vsk ţrep á allar vörur og ţjónustu.  Slíkt hefđi jafnađ skattbyrđar mikiđ betur en ađ vera međ neyslustýringu og hafa ţetta í tveimur ţrepum og ađ ég tali nú ekki um núna ađ fjölga vsk ţrepum í ţrjú. 

Ég skora á fólk ađ taka saman allt sem í gegnum heimilisbókhaldiđ fer á einum mánuđi og reikna út virđisaukaskattinn, ţ.e. draga ţann hluta frá og sjá hvernig vörur og ţjónusta mánađarins kemur út eftir ţađ og bćta svo 15% vsk ofan á allt á nýjan leik og kanna hvort útkoman verđur hćrri eđa lćgri.  Ég held ađ niđurstađan komi á óvart og eigi eftir ađ sýna fólki ađ mörg ţrep séu ekkert annađ en blekkingarleikur.

Sama lögmál gildir um tekjuskatt og útsvar.  Ein prósenta í stađgreiđslu og burt međ fullt af frádráttarliđum ţar međ taliđ hinn almenna persónuafslátt en hlúa betur ađ stuđningskerfi viđ ţá tekjuminni, var ţađ sem hefđi átt ađ vera búiđ ađ koma á fyrir löngu.  Ég hef lengi veriđ og er ennţá ţrátt fyrir hruniđ, fylgjandi "einni" skattprósentu (í stađgreiđslu, vsk og fjármagnstekjuskatti).  Ég hef á undanförnum árum oft reiknađ út hvernig slíkt komi út og ekki geta séđ annađ en ađ meginţorri fólks og mér liggur viđ ađ fullyrđa ađ nánast allir myndu grćđa á ţví ţegar upp vćri stađiđ. Og ţađ sem meira er og skiptir ekki hvađ minnstu máli nú er ađ skatttekjurnar myndu skila sér ađ fullu í ríkiskassann og undanskot verđa úr sögunni.  Sem aftur ţýđir meiri fjármuni fyrir hiđ opinbera og meiri möguleikar til ađ koma til móts viđ hópa sem hafa ţađ lakara.

Eins og taflan hér ađ ofan sýnir ţá er skattbyrđi á öll laun undir 1 milljón (ađ ég tali nú ekki um laun undir 500.000) allt of mikil.  Ţetta gerist ţrátt fyrir flóknar tilraunir til ađ "jafna kjörin".

Jón Óskarsson (IP-tala skráđ) 19.11.2009 kl. 09:23

14 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskin og Jón, međ ţessum bođuđu breytingum á tekjusköttum er gjörsamlega búiđ ađ rústa ţeim einfaldleika og gagnsći, sem var í stađgreiđslukerfinu.  Nú er útreikningurinn orđinn flókinn og ekki bćtir úr skák, ađ gefiđ er í skyn, ađ hluti tekna verđi millifćranlegur milli hjóna, ţannig ađ hér eftir verđur ekki nokkur leiđ ađ gera samanburđ á skattbyrđi milli manna.

Svo mun ţróunin verđa sú sama og á norđurlöndunum, ađ svört vinna mun fćrast í vöxt og allt kerfiđ verđur ađ tómum hrćrigraut.

Ekki bćtir ţriggja ţrepa virđisaukaskattskerfi úr skák, rugl milli flokka verđur algengt og undanskot mun aukast til muna.

Ofan á allt saman mun smygl stóraukast, vegna endalausra hćkkana á tóbaks- og áfengissköttum.´

Viđ bjuggum viđ svona ruglkerfi á árum áđur, en međ upptöku stađgreiđslukerfisins og eins ţreps virđisaukaskatts, lagađist ástandiđ til mikilla muna og skattkerfiđ varđ einfalt og gagnsćtt. 

Nú fer allt í gamla fariđ aftur.

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2009 kl. 09:45

15 identicon

Ţađ er alveg makalaust ađ núverandi ríkisstjórn sem kennir sig viđ velferđ ađ hún hugsi um hag eldra fólks skuli ekki vilja hlusta á tillögur um skattlagningu lífeyrissjóđs.   Helstu rökin gegn ţví er ađ veriđ sé ađ ganga á skattstofna framtíđarinnar.  Viđ skulum skođa ţađ nánar.

Ţessi ríkisstjórn vill semsagt halda áfram ađ skattleggja ţá sem eru komnir á lífeyrisaldur.   Máliđ snýst nefnilega um ţađ ađ ef skattgreiđslur af lífeyrissjóđi eru geymdar fram ađ ţví ađ lífeyrir er tekinn út ađ ţá fćr "gamla fólkiđ" minna útborgađ ţegar ađ ţví kemur.

Skattlagning núna strax í dag hjálpar til međ mjög einfaldri ađgerđ ađ stoppa upp í fjárlagagatiđ og nćr í margfalt meiri tekjur en ţessi margţrepa áćtlun ríkisstjórnarinnar gerir ráđ fyrir.   Ţađ ađ skattleggja lífeyrissjóđinn núna ţýđir ađ ţegar kemur ađ töku lífeyris ţá á fólk ţá peninga "skuldlausa" og fćr ţá 100% útborgađa en ekki međ allt ađ 40% skattlagningu.

Til ţess ađ koma til móts viđ efasemdarfólkiđ í ţessum málum ţá er einfalt mál ađ byrja á ţví ađ skattleggja séreignarlífeyrissjóđinn og bíđa međ hin almenna lífeyrissjóđ. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráđ) 19.11.2009 kl. 09:47

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jón, enn er ég algerlega sammála ţér og bloggađi reyndar stuttlega í gćr um skattlagningu séreignarlífeyrissjóđanna og til ađ vera ekkert ađ edurtaka ţađ, má sjá ţađ hérna

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2009 kl. 09:57

17 identicon

Algjörlega sammála ţér Axel.  Ástandiđ í skattamálum fyrir daga stađgreiđslukerfisins og fyrir upptöku virđisaukaskattsins sem leysti af hólmi gamla söluskattinn, var alveg skelfileg og undanskotin mjög mikil.

Ţetta flókna kerfi sem veriđ er ađ koma á núna veldur ţví ađ nánast enginn venjulegur mađur getur reiknađ út skattinn né botnađ í kerfinu.  Ţađ sýndi sig í gćr ađ ekki einn einast fjölmiđill gat komiđ fréttum af fyrirhuguđum breytingum rétt frá sér.  Menn gerđu hverja vitleysuna á fćtur annarri í dćmum sem sýnd voru, fóru međ vitlausar prósentur (sbr. fréttamann ruv í kvöldfréttum og skrif á visir.is) og botnuđu greinilega lítiđ sem ekkert í ţví sem ţeir voru ađ segja.

Tilfćrslur á milli hjóna, sem og hugsanlega innan fjölskyldu ţar sem ein fyrirvinna vinnur fyrir nánast öllum tekjum, er falleg hugsun og sett fram međ ákveđinni jöfnun í huga, en gerir málin ekki einföld.  Svona möguleikar á tilfćrslum veldur ţví ađ ţađ eru bara ţeir sem eru sérfrćđingar í kerfinu sem átta sig á ţví og fá sitt fram en fjöldi fólks er "hlunnfarinn" ţví svona leiđréttingar eru ekki, hafa ekki veriđ og verđa aldrei framkvćmdar sjálfkrafa.

Ţađ er búiđ ađ standa til hjá vinstri mönnum ađ rústa ţessu gegnsća og einfalda kerfi sem viđ bjuggum viđ, strax og ţeir kćmust til valda.  Ţađ ţurfti ekki hrun til ţessi.  Ţeir hefđu notađ fyrsta mögulega tćkifćri án ţess.

Ég er alls ekki ađ halda ţví fram ađ skattkerfiđ sem viđ bjuggum viđ vćri gallalaust og einmitt ţess vegna hef ég veriđ fylgjandi algjörri uppstokkun međ ţađ ađ markmiđi ađ einfalda ţađ enn frekar (einnar prósentukerfiđ).  Nú er veriđ ađ fara í ţveröfuga átt.

Jón Óskarsson (IP-tala skráđ) 19.11.2009 kl. 09:59

18 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ţađ er svo sem ekkert nýtt, ađ fréttamenn hafi ekki veriđ međ rétta útreikninga á ýmsum hlutum og hafa ţeir ekki ţurft ađ vera mjög flóknir til ţess.

Nú verđur allur samanburđur milli kerfa erfiđur, vegna flćkjustigsins sem er innbyggt í ţetta nýja, flókna og vitlausa skattkerfi, sem vinstri menn eru nú ađ koma á.

Áróđursmeistarar ríkisstjórnarinnar klifa nú á ţví mikla "réttlćti og sanngirni" sem felst í ţví ađ leggja "auđlegđarskatt" á ríka pakkiđ, til ţess ađ geta haldiđ óbreyttum barnabótum á fátćka fólkinu.  Međ ţessum áróđri, er athyglinni beint ađ algeru smáatriđi í pakkanum, en henni beint frá ţessu flókna ţrepaskipta skattkerfisrugli, ađ ekki sé talađ um ţćr gífurlegu hćkkanir, sem almenningur ţarf ađ taka á sig međ hćkkunum á virđisaukaskatti og alls kyns öđrum sköttum, sem ţessi hugmyndaríka ríkisstjórn  er búin ađ finna upp.

Skattpíningarćđi vinstri manna er orđiđ ađ bitrum veruleika almennings á Íslandi.

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2009 kl. 10:22

19 identicon

Ţađ er bókstaflega sorglegt ađ íslenskir fjölmiđlar skuli ekki hafa hćfara starfsfólk.  Viđ ţurfum á ţví ađ halda ađ ţarna séu sérfróđir einstaklingar sem hafa ţekkingu á efnahagsmálum og skattamálum (auk margra annarra ţátta).   Fréttamenn spyrja stjórnvöld sjaldnast réttra spurninga og fréttaflutningur er bćđi villandi, ónákvćmur og algjörlega gagnrýnislaus.

Ţađ er veriđ ađ lauma í gegn alls kyns hćkkunum á sköttum og ţćr hćkkanir fá ekki mikla umfjöllun.

Dćmi um tryggingargjaldiđ sem leggst á alla atvinnustarfsemi í landinu ţar međ taliđ sjálfstćtt starfandi einstakling er orđin 61% frá ţví fyrir 1.júlí s.l. Ef marka má fréttaflutning í gćr ţá á ađ hćkka gjaldiđ um 1,6% sem ţýđir ţá ađ ţađ fer í 8,6% en var 5,34% fyrir 1.júlí.

Fjármagnstekjuskatturinn er hćkkađur um 80% frá sama tíma.  Var 10% síđan 15% eftir 1.júlí og nú 18%.

Ţessi skattur bitnar mjög á ţeim einstaklingum sem eru ađ leigja íbúđarhúsnćđi og annađ hvort veldur ţví ađ fariđ verđur í sama gamla fariđ ađ samiđ sé um húsaleigu "svart" eđa ađ ţeim fćkkar sem eru tilbúnir ađ bjóđa íbúđarhúsnćđi á viđráđanlegum kjörum til fólks.  Ćtla má ađ nú geti ţörf fyrir leiguhúsnćđi aukist eftir ţví sem fleiri lenda í ţví ađ missa húsnćđi sitt og ţá er veriđ ađ loka á ađ frambođ á húsnćđi á viđráđanlegu verđi sé til stađar.

Dćmi = Íbúđarhúsnćđi leigt á 100.000 á mánuđi ţýddi ađ leigusali greiddi á árinu 2008 kr. 120.000 á ári í fjármagnstekjuskatt.

Sama húsnćđi nú ţýđir skatt upp á kr. 198.000 á árinu 2010.   Ţetta er hćkkun upp á 65% og í ţessu dćmi gef ég mér ţá ólíklegu stađreynd ađ viđkomandi hafi engar vaxtatekjur af bankareikningum og geti ţví nýtt einn af tólf mánuđum í svokallađ frítekjumark á fjármagnstekjum.

Viđ sem viljum réttlátt skattkerfi og ađ allir greiđi ţađ sem ţeim ber í skatta hverju sinni höfum hvatt fólk til ţess ađ gefa upp leigutekjur og greiđa af ţví fjármagnstekjuskatt en gera sig ekki ađ skattsvikurum ađ óţörfu.  Hvađ á mađur ađ segja núna viđ ţetta sama fólk sem fćr skyndilega á sig 65-80% hćkkun ?

Jón Óskarsson (IP-tala skráđ) 19.11.2009 kl. 10:50

20 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ţađ er alveg öruggt, ađ viđ ţessar ótrúlegu hćkkanir á fjármagnstekjuskatti mun allt undanskot á fjármagnstekjum stóraukast og t.d. mun uppgefin húsaleiga lćkka stórkostlega.  Ţađ hljóta allir ađ sjá, ađ 65% hćkkun á ţessum skatti er hreint brjálćđi, en áróđursmeisturum stjórnarinnar tekst vel upp í ţví, ađ beina athyglinni ađ allt öđrum hlutum, sem ganga vel í almenning.

Allt svartamarkađsbrask mun stóraukast í ţjóđfélaginu, og alls kyns undanskot og smygl stóraukast.

Viđ fćrum óđfluga í átt til sćluríkis sósíalismans.

Axel Jóhann Axelsson, 19.11.2009 kl. 11:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband