Skattaæðið í hnotskurn

Í meðfylgjandi frétt, er fjárlagafrumvarpið sett fram á nokkuð skýran og skiljanlegan hátt, þótt samandregið sé.  Athyglisvert er það sem kemur vel fram á myndinni, sem fylgir fréttinni, hver lausatök á ríkisfjármálunum hafa verið mikil á þessu ári, en halli á ríkisreikningi er þar áætlaður að verði 35 milljarðar króna umfram fjárlög, en þegar upp verður staðið er miklu líklegra að hann verði 50-60 milljarðar króna.

Þessi lausung í fjármálum ríkisins kallar á miklu snarpari aðgerðir á árinu 2010, til að rétta af fjárhag ríkisins og þá er gripið til mestu skattpíningar, sem sögur farra af, í stað þess að skera hraustlega niður í ríkisútgjöldum.  Í fréttinni segir:  "Gert er ráð fyrir að gjöld ríkisins verði tæplega 556 milljarðar króna á næsta ári og tekjur 468 milljarðar. Fjárlagahallinn er því rúmlega 87 milljarðar. Tekjuskattar einstaklinga eru áætlaðir 143,5 milljarðar sem er aukning um 38,9% miðað við áætlaðar tekjur ríkisins í ár. Þá eru skattar á vöru og þjónustu áætlaðir rúmlega 76 milljarðar sem er 44,6% aukning. Gert er ráð fyrir að virðisaukaskattur verði 125,2 milljarðar sem er 2,3% samdráttur."

Áætlað er að einstaklingar sem greiða tekjuskatt séu um 160 þúsund, þannig að meðalhækkun á hvern skattgreiðanda, 16 ára og eldri, verður þá um 20 þúsund krónur á mánuði, sem auðvitað kemur misjafnt niður, sumir munu greiða minna og aðrir miklu meira.  Það breytir því ekki, að þetta er í raun árás á afkomu heimilanna í landinu.

Þegar hækkun óbeinna skatta er bætt við, sjá allir í hvað stefnir með fjárhag heimilanna á næsta ári.

Ríkisstjórnin gerir sannarlega sitt til að auka á vanda þjóðfélagsins, með því að flækjast fyrir og reyna að koma í veg fyrir alla atvinnuuppbyggingu, sem myndi fjölga skattgreiðendum og minnka byrði hvers og eins.

Hófleg skattahækkun er nauðsynleg, en aðgerðir í atvinnumálum eru í raun eina ráðið, sem mun koma þjóðinni út úr kreppunni.

Það mun ekki takast að skattleggja hana til betri lífskjara.


mbl.is Fjárlagafrumvarpið í hnotskurn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við hverju býst fólk eiginlega, þetta er bara það sem einkavinir D og B komu okkur í og allar reglur og lög voru bara þeim í hag. Þökk sér D og B og svo á S líka einhvern þátt í þessu. það eru bara ómögulegir stjórnmálaflokkar á Islandi svo ekki sé betur sagt. Annahvort er fólk kúað af kapitallismanum eða kommunistanum hvort er betra. Flúinn land en vorkenni þjóðinni minni.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvortveggja lýsir hugleysinu, nafnleysið og landflóttinn.

Það aftrar þó ekki sleggjudómum um menn og málefni og auðvitað er ekki komið með röksemdir, þegar höggvið er úr launsátri.

Lágkúra á hæsta stigi.

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2009 kl. 10:50

3 identicon

gæti verið að leinist í mér Íslenskur víkingur eða vitleisingur veit ekki hahahahaha.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 10:57

4 identicon

Já ég er sammála þetta er alger skattpíning á okkur hér á litla sæta Íslandi.

Burt séð frá hverjir komu okkur í þennan vanda þá eru skattaálögur ekki rétta ráðið til að reisa landið við.  Einmitt ætti að byggja upp atvinnustarfsemi mun frekar.  Einkennileg aðferð til að hjálpa fólkinu verð ég að segja.

Stefna stjórnarinnar virðist vera sú að ríkið eignist allt og við eigum að aðhyllast ríkið í einu og öllu og enginn má eiga neitt og alls ekki fá laun miðað við menntun það gæti reynst hættulegt ríkinu að einhver eigi eitthvað.

Þetta kusu samt margir yfir okkur með látum og barsmíðum. Það heyrist ekki mikið í þessu fólki núna.  Ætli fólkið sé þá svona svakalega ánægt með öll nýju gjöldin sín??????

Óskin (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband