Ótýndur glæpalýður

Hér á blogginu hafa margir lýst samstöðu með málningarsletturum, eða a.m.k. sýnt samúð með gerðum þeirra, sem er alveg ótrúlegt út af fyrir sig.  Nú eru að koma upp á yfirborðið fréttir um að þessir glæpamenn hafa notað einhvers konar sýru, oftast til að hella yfir bíla, til að eyðileggja á þeim lakkið, en a.m.k. í einu tilfelli orðið til þess að slasa manneskju.

Það er ekki þessum fáráðlingum að þakka, að ekki hlaust stórslys af sýrunni, sem sett var í hurðarfalsinn á bíl Rannveigar Rist, því nánast heppni var að sýran fór ekki í auga hennar, sem hefði blindað hana.  Nógu slæmt er fyrir konuna að fá brunasár á kinnina, sem mun skilja eftir sig ör til frambúðar.

Þessi óþjóðalýður, sem líkast til heyrir til vitleysingasamtakann Saving Iveland, eða Öskru verður að fara að koma fyrir rétt og fá verðskuldaða refsingu fyrir verk sín.  Vonandi verður það fljótlega, svo þessum ófögnuði linni. 

Tími er til kominn, að einhver sem hefur samvisku og veit hverjir þessir einstaklingar eru, segi til þeirra og eins er vonandi að öfgarugludallar bloggsins hætti að mæra þá.


mbl.is Fékk sýru í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara svona að því ég er kominn inn í þína forstofu: Þú skrifar:
"Þessi óþjóðalýður, sem líkast til heyrir til vitleysingasamtakann Saving Iveland, eða Öskru verður að fara að koma fyrir rétt og fá verðskuldaða refsingu fyrir verk sín.  Vonandi verður það fljótlega, svo þessum ófögnuði linni."

Eru þetta ekki ómakleg skrif? Ekki er ég sérlegur talsmaður þeirra en ekkert bendir til þess að svona ódæðuverk séu af þeirra völdum. Annars harma ég öll slík voðaverk. Þetta er spurning um að vanda sig og vera málefnalegur. 

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 16:02

2 identicon

Gísli B

Hvað einstæklingar ættu þetta annars að vera.. Held að ÖLL þjóðin átti sig á tengingunni þarna á milli! Ömurlegt að fá svona "óformlega" vörn fyrir þennan óþjóðalýð! Held að það hafin engin áhuga á að lesa frá þínum líka.. Þó þú sért ekki SÉRLEGUR talsamaður þá ertu greinilega talsmaður þeirra. Það fólk sem tekur þá í svona aðgerðum er eitt það ómerkilegasta sem vafrar um á þessu landi, TAKK.

Séra Jón (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 17:15

3 identicon

Ég læt það vera að gagnrýna fordómana í þessari grein, en hins vegar má fólk gera sér grein fyrir að Rannveig Rist (né nokkur talsmaðar áliðnaðar) alsaklaus. Rannveig ber m.a. ábyrgð á viðvarandi fátækt á mörgum stöðum í þriðja heiminum þar sem baxít og súrál er unnið. Eflaust hefur orðið fjöldinn allur af stórslysum þar sem fólk missir eitthvað meira en andlitsdrættina eða sjón á öðru auga.

Auðvitað má alltaf gagnrýna svona vinnubröðg aktívista, en ekki gleyma að sömu vinnubrögð eru viðhöfð á kerfisbundinn hátt hjá þeim öflum sem þessir aktívistar eru að berjast gegn. Nema bara að skaðinn verður hjá hörundsdekkri kynstofnum sem lifa í viðvarandi fátækt og þykir því ekki jafn fréttnæmt og þegar skaðinn verður hjá hátt settri hvítri konu.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 17:32

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Er þetta ekki gömul frétt ? Af hverju er hún að dúkka upp núna ?

hilmar jónsson, 3.10.2009 kl. 20:46

5 identicon

Rúnar geturðu aðeins útskýrt þetta betur. Segjum sem svo að Alcan mundi ekki kaupa súrál og baxít frá þriðja heiminum, hvernig færðu það út að fátæktin væri minni?

Axel (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 00:36

6 identicon

ókei, segjum sem svo að allt vestrænt níð myndi hætta sömuleiðis á þeim svæðum sem baxít er numið og súrál unnið, og að eitthvað kraftaverk myndi verða til að laga þann skaða sem þessi starfsemi hefur unnið á umhverfinu. Að þá er ekki endilega að fátækt, eins og hún er skilgreind á vesturlöndum myndi hverfa. Hins vegar myndu heimamenn væntanlega nota tímann sinn í eitthvað miklu viturlegra en að nema baxít eða framleiða súrál, þeir myndu þá væntanlega fara að rækta mat og grafa eftir vatni á þeim svæðum sem áður voru notuð undir þessa starfsemi. Nú matvælaframleiðsla er ekki þess eðlis að hún gerir fólk ríkt peningalega séð, og eflaust myndi fólk haldast innan vestrænra fátæktarmarka. En í sumum hagkerfum skipta peningar ekki máli. Ég sá það til dæmis í amasón skóginum (þar sem heimamenn eru á mörgum svæðum alveg lausir við vestræn níð) þar sem fólk einfaldlega ræktaði, eða veiddi allt sem það þurfti. Það þurfti engan pening.

Þannig að ef að heimamönnum yrði leift að gera það sem þeir vildu við tímann sinn og umhverfið, þá myndu þeir væntanlega snúa til sjálfbærs lífernis. Og ef að þannig líferni myndi gefa manni allt það sem maður þyrfti, þá myndi ég ekki kalla fólkið þar fátækt.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 09:15

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rúnar, báxit er unnið á fáum stöðum í heiminum og á afmörkuðum svæðum, þar sem það er unnið á annað borð.

Af hverju er þriðji heimurinn þá ekki sjálfum sér nógur um matvæli og annað á öðrum svæðum?  Varla er það vegna þess að báxit sé unnið á nokkrum stöðum.  Það er eitthvað annað en báxitvinnsla sem veldur því.

Þar fyrir utan er ömurlegt að sjá menn mæra dásemdir frumskóganna og einfaldra lífshátta þar, en sætta sig ekki á nokkurn hátt sjálfur við ámóta lífskjör fyrir sjálfan sig.

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2009 kl. 09:56

8 identicon

Rúnar, það er til nóg af jörðum til ræktunar, menn velja hins vegar að vinna frekar súrál úr báxíti á sumum stöðum og selja til vesturlanda því þeir hafa meira upp úr því heldur en að rækta grænmeti. Víða eru mjög góð ræktunarlönd en því miður er það oft þekkingarleysi sem kemur í veg fyrir nýtingu á þeim. Þú ert reyndar fyrsti maðurinn sem ég heyri með þá tillögu um að aukinn sjálfsþurftarbúskapur leiði til aukinna lífsgæða. 

Þegar þú talar um mengun af völdum álframleiðslu verður þú að skoða það við hliðina á annari framleiðslu. Ál er endurvinnanlegur málmur og léttur. Ef þú notaðir ekki ál í t.d. bíla, værir þú annaðhvort að nota aðra þyngri málma sem mundu auka mengun bílsins, eða nota plast sem bæði stafaði sennilega meiri mengun af við framleiðslu og er óendurvinnanlegt.

Axel (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 10:39

9 identicon

Axel Jóhann: Ég sagði ef að baxítnám yrði hætt OG væstrænt níð myndi hætta. Vestrænt níð var tildæmis þegar Bretar ráku heimamenn af Chagos eyjaklasanum til að rýma fyrir bandarískri herstöð á Diego Garcia. Chagos-menn voru sjálfum sér nægir fyrir þessi níðingsverk Breta en lifa nú í sárri fátækt á Maratius-eyjum við afríku þrátt fyrir að breskir skattgreiðendur ausa mörgum milljónum punda í þau. Á þeim svæðum þar sem vestræn fyrirtæki og vestræn stjórnvöld (og líka austræn upp á síðkastið; sbr. Kína) hafa verið að troða sínum hagsmunum upp á aðra, það er á þeim svæðum þar sem heimamenn eru ekki sjálfum sér nægir um matvæli.

Og við svar númer 8 segi ég: Líður þér ekki vel með að minnka hnattræna mengun á ábyrgð hvíta mannsins með því að gera hana staðbundna á svæðum þar sem hvíti maðurinn fer í sólböð, og heimamenn hafa ekki annara kosta völ en að sleikja þeirra hvítu rassgöt því búið er að fórna öllum ræktunarsvæðum þeirra undir pepsídósir sem hann drekkur úr og sprengjur sem hann notar til að halda níðingsverkum sínum áfram. Ég hef farið á staði í Ameríkunum þar sem hagsmunir hvíta mannsins orsaka stríð heimamanna, láta þá ræna hvert af öðru og drepa hvort annað. Efri stéttirnar fá svo sannarlega fullt af veraldlegum gæðum þökk sé kúgun hvíta mannsins. En fjölmennari neðri stéttir eru þau sem raunverulega greiða fyrir þessi gæði en fá einskiss notið. En ég hef líka farið á sum svæði í Ameríkunum þar sem hvíti maðurinn hefur engra hagsmuna að gæta. Fólkið þar á kannski ekki sjónvörp, né mastersgráður, en það hefur það svo sannarlega betra en félagar þeirra af sama kynþætti í borgum, verksmiðjum eða í námum hvíta mannsins.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 12:35

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rúnar, það er greinilegt að þú verður ekki hamingjusamur, nema með því að flytja djúpt inn í frumskóga Amasón.

Til þess að losna við ánauð hvíta mannsins, ættir þú að fara og leita hamingunnar.

Axel Jóhann Axelsson, 4.10.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband