Áróðursskattar vinstri grænna

Margt undarlegt hefur frést af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og einstakra ráðherra, en fréttin um að iðnaðarráðherra hafi ekki heyrt minnst á umhverfis-, orku- og auðlindaskatta, sem ættu að gefa af sér 16 milljarða króna tekjur í ríkissjóð árlega, er með þeim skrítnustu og ótrúlegustu, sem fram hefur komið lengi.

Að þetta hafi ekki einu sinni verið rætt í ríkisstjórn, áður en Steingrímur J., frjármálajarðfræðingur, slengdi þessu á borð þjóðarinnar, kemur fram í máli iðnaðarráðherra, t.d:  "Þetta staðfestir Katrín í samtali við Morgunblaðið. Ljóst er að ákvæðið var sett inn á síðustu stundu, án kynningar. Litið er á málið sem klúður í stjórnkerfinu, ekki síst að nefna einnar krónu skatt á hverja kílóvattsstund í greinargerðinni, sem gæfi sextán milljarða."

Síða bætir ráðherrann við:  "Katrín segir það hafa verið mjög óheppilegt dæmi, en það sé búið og gert. Raunhæfara væri að tala um tíu aura og sólarlagsákvæði á alla slíka skatta, t.d. eftir þrjú ár, en það verði útfært nánar."  Ef þessi upphæð yrði lögð á, yrðu tekjurnar af skattinum 1,6 milljarður en ekki 16 milljarðar.  Þetta sýnir best ruglið í Steingrími J. og endurspeglar enn eitt ósættið innan ríkisstjórnarinnar, en hún virðist ekki geta afgreitt nokkurt einasta mál, án illinda milli stjórnarflokkanna.

Skýringin á þessu upphlaupi Steingríms J. er auðvitað ótti hans um að ríkisstjórnin springi á næstu dögum og þá verður hægt að nota þetta sem áróður til að sýna fram á hvað Vinstri grænir hafi verið trúir sinni stefnu og meira að segja verið búnir að leggja fram tillögur um "græna skatta", en því miður hafi stjórnin sprungið, án þess að þetta hefði fengist samþykkt. 

Þetta er semsagt áróðursbragð, sem ekki er sett fram í alvöru.  Ef svo ólíklega skyldi fara, að stjórnin spryngi ekki, er alltaf hægt að kenna samstarfsflokknum um, að Vinstri grænir hafi þurft að bakka út úr málinu.

Svona eru nú stjórnmálin ómerkileg þessa dagana.


mbl.is Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ótrúlegt. Að fagráðherra iðnaðarmála á Íslandi skuli hafa þurft að lesa það í blöðunum að það ætti að setja 16 milljarða skatt á orkufrekan iðnað í landinu. Hún vissi ekki af þessu. Hvar eru samskiptin?

Maður hugsar oft um þessi orð stjórnarliðsins að Ice-save haldi öðrum málum í gíslingu. Ekkert sé hægt að gera fyrr en búið sé að þræla þessum 400 milljörðum á almenning að þeim forspurðum, en hefði nú ekki verið hægt að láta Indriða hringja úr fjármálaráðuneytinu og yfir í Iðnaðarráðuneytið og upplýsa Iðnaðarráðherra um þetta, svo hún hefði ekki verið tekið svona illilega í bólinu? Þetta er alger falleinkunn. Ef vinnubrögðin næstu vikur og mánuði verða í líkindum við þetta í fjárlagagerðinni, þá er hætta á að Steingrímur þurfi að fara með tekjuskatta yfir 50%.

Er fólkið sem var að mótmæla síðasta vetur sátt við ástandið? Er það ekker að gera sig klárt aftur? Hvar er Hörður Torfa? Er hann ánægður? Ætlar Bubbi Morthens og EGO að spila við Seðlabankann á næstunni? Þetta er ótrúlegt.

joi (IP-tala skráð) 3.10.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband