1.10.2009 | 17:02
Skattabrjáluð ríkisstjórn
Spurst hafði, að leggja ætti á nýja skatta á næst ári að upphæð þrjátíumilljaða króna og þótti flestum meira en nóg um.
Nú kemur fjárlagafrumvarðið fram og þá blasir þetta við: "Gert er ráð fyrir að skera niður útgjöld um 43 milljarða og afla nýrra tekna með skattahækkunum upp á 61 milljarð." Þetta á að gera með hækkun óbeinna skatta og sköttum á einstaklinga og fyrirtæki. Allir skattar, sem lagðir eru á fyrirtækin, enda úti í verðlaginu og eru greiddir af neytendum og þar að auki hækkar vísitalan og öll lán hækka í samræmi við það.
Þetta jafngildir því, að hvert mannsbarn á Íslandi, frá fæðingu og uppúr, þarf að greiða hátt í 200.000 krónum hærri skatta á árinu 2010, en gert var á þessu ári. Sem sagt, hver fjögurra manna fjölskylda þarf að taka á sig skattahækkun uppá 800.000 þúsund krónur á næsta ári.
Þetta er gjörsamlega veruleikafirrt og skattabrjáluð ríkisstjórn.
Það verður væntanlega bloggað meira um þetta síðar, þegar mesta sjokkið verður liðið hjá.
Reikna með 87 milljarða halla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stóra málið 2010 verður krafa um greiðsluaðlögunarferli heimilanna vegna skattaskulda.
Ekki gat Churchill vitað að hann var að tala um Ísland þegar hann sagði:
"We contend that for a nation to try to tax itself into prosperity is like a man standing in a bucket and trying to lift himself up by the handle."
Andri Geir Arinbjarnarson, 1.10.2009 kl. 17:27
Ég hef lúsleitað á bloggsíðu þinni en finn engin ráð - önnur. Hvað á að gera í staðinn, Axel? Ekki koma með svörin hans Bjarna Ben.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 17:33
Ha ha ha ha......
hilmar jónsson, 1.10.2009 kl. 17:40
Það er nú ekki hár reikningur miðað við þær byrðar sem Sjálftökuflokkurinn og meðreiðarflokkar undanfarinna áratuga hafa lagt á þjóðina með samblandi af spillingu og hreinni heimsku og andvaraleysi.
Georg P Sveinbjörnsson, 1.10.2009 kl. 17:40
Í gegnum söguna frá lýðveldisstofnun hafa úrræði kommúnista þegar þeir komast í ríkisstjórn að skattpína almenning það er fjármálahugsun þeirra að spara er ekki til í orðabókinni sem þeir fara eftir.
Rauða Ljónið, 1.10.2009 kl. 18:15
Ég hef nú ekki lesið þetta fjárlagafrumvarp frá A-Ö en manni dettur nú bara í hug "Drottinn gaf og Drottinn tók". Í gær var rætt um aumar aðgerðir til hjálpar fólki sem er við að missa húsin sín og afborgarnir lækkaðar um einhverja þúsund kalla á mánuði og í dag var ákveðið að hirða af okkur með sköttum þessa peninga sem við áttum að eiga til góða eftir aðgerðir gærdagsins. Veit hægri höndin ekkert hvað sú vinstri er að gera í þessari ríkisstjórn?
Sé að margir gera athugasemdir við það að lítið sem ekkert er skorið niður í fjárframlögum til utanríkisráðuneytis á meðan heilbrigðiskerfið okkar liggur enn undir hnífnum. Er það helv.... ESB fíknin?
Soffía (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 18:36
Gísli, mikið er ég ánægður með að þú getir skemmt honum Hilmari. Hann er ekki alveg með sjálfum sér þessa dagana, vegna svefnleysis.
Þú segist hafa lúsleitað á blogginu mínu og ekki séð nein önnur ráð, en þessi ótrúlega skattabrjálaða ríkisstjórn er að leggja fram. Þú þarft greinilega að fá þér sterkari gleraugu, ef þú hefur ekki rekist á það sem margoft hefur hér verið bloggað, t.d. að ríkisstjórnin hætti að flækjast fyrir uppbyggingu í orku- og stóriðju, en þar væri hægt að skapa hundruð eða þúsundir starfa strax, lækkun vaxta, svo fyrirtækin geti farið að fjárfesta í nýjum verkefnum og skapa þannig ný störf, ríkið leggi áherslu á að auka verklegar framkvæmdir, en skeri meira niður í ríkisrekstrinum í staðinn o.s.frv.
Hér hefur verið lögð áhersla á, að koma atvinnulífinu í gang og fjölga þannig skattgreiðendum, en ekki vinna að því öllum árum að fjölga fólki á atvinnuleysisskrá, eins og stjórnin gerir.
Auðvitað veit ég að skatta þarf að hækka, en fyrr má nú rota, en dauðrota. Með boðuðu skattabrjálæði er ríkisstjórnin að auka örvæntingu þjóðarinnar og ýta undir landflóttann. Allar ríkisstjórnir í kringum okkur eru að vinna að því að efla atvinnulífið og lækka skatta, t.d. í Svíþjóð og Þýskalandi.
Georg er ekki svaraverður, frekar en aðrir öfgarugludallar. Því miður eru nokkuð margir slíkir hér á blogginu.
Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2009 kl. 18:42
Er sannleikurinn nú öfgar þótt sár sé!?
Georg P Sveinbjörnsson, 1.10.2009 kl. 18:45
X-D ekki gott. X-B ekki gott. X-D + X-B = HRUN
Tumi (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 20:05
Georg og Tumi, það er svo oft búið að svara svona bulli um bankahrunið hér, að maður er hættur að nenna að elta ólar við hvern rugludall, sem heldur þessu áfram, en þó er rétt að benda t.d. á þetta blogg hérna
Reynið svo að fara að hugsa eins og fullorðið fólk.
Það getur ekki skaðað að reyna, þó það takist ekki alltaf.
Axel Jóhann Axelsson, 2.10.2009 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.