Kreppan er ekki stjórnmálamönnum að kenna

Geir Haarde segir í sænskum viðtalsþætti að breyta hefði evrópskum reglum um bankana og sér eftir því að hafa ekki beitt sér fyrir því, ásamt því að efla hefði þurft Fjármálaeftirlitið.  Þetta er alveg rétt hjá Geir, en hinsvegar sogðai bankakerfið til sín allt besta og reyndasta fólkið frá Fjármálaeftirlitinu, með launayfirboðum og einnig hefur komið fram frá starfsmönnum eftirlitsins, að þegar þeir komu í bankana til að gera athugasemdir, þá tók á móti þeim her lögmanna, endurskoðenda og hagfræðinga, sem "jörðuðu" allar athugasemdir.

Enginn stjórnmálamaður gat séð hrunið fyrir, hvað þá alla þá spillingu, sem þreifst innan bankakerfisins og milli bankanna og útrásarmógúlanna.  Sá svikavefur varð auðvitað bankakerfinu að falli, þegar lokaðist fyrir þau erlendu lán, sem bankamennirnir notuðu til að keyra svikamylluna.

Mikill áróður hefur verið rekinn um allt þjóðfélagið, ekki síst á blogginu, að allt hrunið sé stjórnmálamönnum, sérstaklega Sjálfstæðismönnum,  að kenna, en upp á síðkastið er fólk farið að sjá og skilja, að svo er auðvitað alls ekki, heldur er um að kenna heimskreppunni og henni til viðbótar bætist svo hið ótrúlega Matadorspil, sem spilað var af banka- og útrásarmógúlum.

Eftir því sem menn gera sér betri grein fyrir þessu, eykst fylgi Sjálfstæðisflokksins, eins og sést nú í hverri skoðanakönnunninni á eftir annarri.


mbl.is Hefðu átt að minnka umsvifin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Því harðar sem þú berð höfðinu í steininn Axel, því betur sannfæriðu sjálfan þig um að þetta sé alls ekki stjórnmálamönnum að kenna, síst af öllu Sjálfstæðismönnum.

Gangi þér vel í afneituninni.

Varastu þó að þetta getur orðið ávanabindandi..

hilmar jónsson, 19.9.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson

Það kann vel að vera að ekki hafi allir stjórnmálamenn séð kreppuna fyrir (þó einn segist hafa séð allt fyrir en honum láðist víst að segja frá því eða reyna að koma í veg fyrir það). En ábyrgð bera þeir engu að síður og hana mikla. Það eru jú stjórnmálamenn sem setja lög. Það eru stjórmálamenn sem ráða því stöðuveitingum í m.a. eftirlitsstofnanir og eiga að bera ábyrgð þar á. Það er íslenskur siður að yfirmaður beri ekki ábyrgð á undirmönnum sínum. Enginn einstaklingur í síðustu tveim ríkisstjórnum getur fríað sig ábyrgð og alls ekki forsætisráðherrarnir og alls ekki stjórn seðlabankans né yfirmenn hans.

Grétar Einarsson

Grétar Einarsson og Óskar Ásgeir Ástþórsson , 19.9.2009 kl. 20:12

3 identicon

Þvílíkt bull!

"Enginn stjórnmálamaður gat séð hrunið fyrir"

Segðu mér, Axel, manstu eftir einhverri þenslutímabili sem hefur ekki lokið með kreppu?  Og hefur ekki kreppan verið í nokkurn vegin réttu samhengi við þensluna áður?

Það að maður með meistarapróf í hagfræði skuli ekki átta sig á þessari staðreynd og búa þjóðfélag sitt undir það er hreint og beint sorglegt!

Og að maðurinn skuli svo vera svo forhertur að kenna Evrópulöggjöf um klúðrið sitt er svo dæmalaust!  Ég hef tekið þátt í að móta lög á mínu sviði út frá tilskipun ESB og það er alveg á hreinu að við höfðum mjög frjálsar hendur til að aðlaga löggjöfina að aðstæðum hér.  Við völdum, okkur til hægðarauka, að fara svipaða leið og Norðmenn, en vorum samt með hluti sem hvergi hafa sést annars staðar.    En Geir heldur því fram að aðlögun Evrópulöggjafar felist bara í því að þýða evrópsk lög - til hvers er þá þingið og ráðuneytin?  Af hverju er ekki búið að henda út öllum lögfræðingum og setja löggilta skjalaþýðendur í staðinn?  Hvaða bull er þetta eiginlega?

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 20:18

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Steingrímur, það má vera að eitthvað sé hægt að hnika til tilskipunum ESB, en það er þó ekki meira en svo, að Íslendingar hafa oftar en einu sinni og oftar en tvisvar fengið á sig athugasemdir og allt að því kærur, fyrir að hlíta ekki tilskipunum nógu nákvæmlega.  Viðskiptalöggjöf á Íslandi er hreint ekki mjög frábrugðin evrópskum lögum, enda hafa bankar um alla Evrópu farið illa út úr kreppunni og ótrúlegar upphæðir hafa farið úr ríkissjóður Evrópulanda til að bjarga bönkum, þó ekki hafi allir lifað af.  Munurinn var hins vegar aðallega sá, að á Íslandi var bankakerfið rekið af alls óhæfum mönnum, sem jafnvel má líkja við glæpamenn.  Það vissi hins vegar enginn, fyrr en allt hrundi og jafnvel ekki allt komið í ljós ennþá.  Ef við göngum í ESB, má líklega fara að þínum ráðum og setja eingöngu löggilta skjalaþýðendur inn á Alþingi.

Hilmar, ætli við séum ekki ánetjaðir sitt hvoru andlega dópinu.

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2009 kl. 21:36

5 Smámynd: smg

Axel: Undir stjórn Sjálfstæðisflokks voru ríkisútgjöld þanin út, skattar lækkaðir, bankar seldir útvöldum óreiðumönnum, orkusölusamningar á gjafverði gerðir, allt á hagvaxtartímabili. Þessar gerðir leiddu til óðaþenslu, sérstaklega er útþensla ríkisútgjalda og skattalækkanir á hagvaxtartímabili, aðgerðir sem eru þvert á kenningar allra hagfræðinga. Allt eftirlit og regluverk í kringum bankana var lamað og stjórnvöld dáleidd af útrásarvíkingunum. Vissulega kom alheimskreppa, en afleiðingarnar hennar hér voru margfalt margfalt verri en erlendis og það er beinlínis barnalegt að hlaupa undir pils og benda á alheimssamdrátt sem ástæðu fyrir hruni Íslensks efnahagslífs.

smg, 19.9.2009 kl. 23:30

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

smg, allan uppgangstímann var gífurleg pressa fá almenningi um aukin ríkisútgjöld á öllum sviðum, ekki síst til heilbrigðismála, menntamála og tryggingakerfisins og auðvitað má ásaka þáverandi ríkisstjórn fyrir að hafa ekki staðið nógu fast á bremsunni, en eftir sem áður var ríkissjóður rekinn með tekjuafgangi ár eftir ár.  Þenslan var því ekki alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, miklu frekar kröfuhópanna og samtaka opinberra starfsmanna, en þó allra mest innrás bankanna á húsnæðislánamarkaðinnl.

Þenslan rauk fyrst upp úr öllu valdi þegar bankarnir fóru að bjóða allt upp í 100% lán og þegar seðlabankinn reyndi að sporna við þessu með hækkun stýrivaxta, brugðust bankarnir við með því að fara fram hjá seðlabankanum og bjóða erlend lán, sem allt of margir létu glepjast af.   Þjóðin var að stórum hluta þátttakandi í þessu rugli, eins og best sést af öllum lúxusjeppunum, hjólhýsunum og húsbílunum, sem hér eru við annaðhvert hús og eru stór hluti þess vanda, sem við er að glíma.

Það er bara barnaskapur að ætla að hengja stjórnmálamenn fyrir þetta allt saman.  Þeir eiga að setja lagaramma fyrir fólk að fara  eftir, en þeir eiga ekki að hugsa fyrir almenning.  Hann á að hafa þroska til að hafa vit fyrir sér sjálfur.

Axel Jóhann Axelsson, 19.9.2009 kl. 23:55

7 Smámynd: smg

Axel: Það er barnaskapur að kenna fólkinu um. Fólk fer eins langt og það kemst og það vita allir. Það á við um öll samfélög á jarðarkringlunni. Stjórnvöld hafa þurft að fara út  í atkvæða veiðar til að fela/komast upp með spillta og lélega stjórnarhætti.

Stjórnvöld gátu komið í veg fyrir óhóflega útþenslu banka og 100% íbuðalán. Stjórnvöldum var í lófa lagið að standast þrýsting um aukin ríkisútgjöld og skattalækkanir á hagvaxtar/þensluskeiði. Stjórnvöld hefðu getað selt bankana á faglegan/óspilltan hátt eða sleppt því.

Grunnsökin liggur hjá stjórnvöldum, á því þarft þú að átta þig á.

smg, 20.9.2009 kl. 11:13

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

smg, ég afsaka ekki þau mistök, sem yfirvöld kunna að hafa gert og vona ég að skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis muni varpa ljósi á þau og þá verði hægt að fjalla um þátt stjórnmálamannann í því sem gerðist.

Hins vegar er ég á þeirri skoðun, að stjórnvöld geti aldrei haft vit fyrir almenningi, hvorki hér á landi í núinu né í Sovétríkjunum sálugu.  Almenningur verður að taka ábyrgð á sínum gerðum og banka- og útrásarmógúlar verða að taka ábyrgð á sér og sínum gerðum.

Skammtímaminni fólks er ótrúlega lítið, ef enginn man hvernig hugsunarhátturinn var í landinu á þessum árum og allir dönsuðu með í ruglrokki útrásarmógúlanna og létu eins og um að gera væri að "kaupa" nógu mikið af alls kyns listisemdum og taka til þess öll þau lán sem í boði voru.

Enginn virtist hafa nokkrar áhyggjur af því, hvernig ætti að borga þessi lán til baka og nú eru þeir sömu að krefjast þess, að einhver annar en þeir sjálfir greiði þessi lán. 

Það er ekki stórmannlegt að koma eftirá og segja að stjórnmálamenn hefðu átt að hafa vit fyrir og stjórna öllum gerðum almennings.  Stjórnmálamenn eiga að setja lögin og almenningur og atvinnulíf á að fara eftir þeim lögum, án þess að "fara eins langt og það kemst".

Það ríkir lýðræði í landinu, en ekki einræði.  Svo getur hver fyrir sig valið að segja "sem betur fer" eða "því miður".

Axel Jóhann Axelsson, 20.9.2009 kl. 13:38

9 Smámynd: smg

Axel: Afsakaðu, en mér finnst pínu hallærislegt að þegar hægri menn lenda í minnsta mótbyr, fara þeir að jarma um kommúnisma og sovétríkin. Til að róa sálartetrið þitt get ég fullvissað þig um að ég er lýðræðissinni og er ekki kommúnisti, hrífst ekki af öfgum, hvorki til vinstri né hægri.

Dæmi: Í Danmörku (miðju-hægri stjórn) er regluverk frá stjórnvöldum þannig að bankar geta ekki lánað einstaklingum/fyrirtækjum nema þeir standist ákveðið greiðslumat. Það er bara þannig að stjórnvöld bera þá ábyrgð að þau þurfa að hafa vit fyrir og setja samskiptum banka/almennings ákveðnar reglur. Nú er Danmörk hvorki einræðisríki né kommúnistastjórn. Danmörk nefni ég bara sem dæmi því að í langflestum vestrænum löndum eru hömlur fyrir því hversu mikið er hægt að fá lánað. Stjórnvöld brugðust klárlega þessarri skyldu sinni í öllum atriðum, sem og hvað varðar öðru eftirliti með bönkunum.

smg, 20.9.2009 kl. 15:36

10 identicon

Hmmm...  Voru það ekki stjórnmálamenn sem seldu þessum óhæfu glæpamönnum bankanna?  Ef staðið hefði verið öðruvísi að því  að selja bankana (eða því hreinlega sleppt, kannski ekki verra...) eru allar líkur á því að þennslan hefði ekki verið svo mikil og kreppan því ekki eins mikil heldur...

Og annað hvort ertu að tjá þig um mál sem þú þekkir ekki eða ert að snúa vísvitandi út úr.  Það að Ísland hafi fengið á skig kærur vegna rangrar, og þó í sér í lagi vöntunar, á innleiiðingu ESB reglna skiptir bara nákvæmlega engu máli.  Þar var um að ræða allt önnur mál en hér um ræðir.   Svo lengi sem Ísland uppfyllir grundvallarmál eins og að mismuna ekki m.t.t. þjóðernis þá er ekkert mál að hafa reglur um hin og þessi mál þrengri en lágmarksákvæði ESB tilskipunarinnar segir til um.

Lágmarksákvæði ESB tilskipunarinnar um tryggingarsjóð innstæðueigenda segir 1% - er eitthvað sem mælir t.d. gegn því að hafa það hærra, t.d. þannig að fari innistæður einhverrar bankastofnunar (innlendrar eða erlendrar) yfir ákveðið hlutfall hagfræðikennistærðar (landframleiðslu, veltu ríkissjóðs...) þá væri borgað meira.  Svo lengi sem sömu reglur giltu fyrir íslensk og evrópsk fyrirtæki er ekkert sem stoppar eitthvað slíkt.

Af hverju vildu síðustu ríkisstjórnir ekki grípa til einhverra slíkra ákvæða?  Getur það verið að þar hafi stefna Sjálfstæðisflokksins (þ.e. stjórnmálamanna) um að íþyngja ekki fyrirtækjum með óþarfa eftirliti hafi haft þar eitthvað að segja????

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 21:39

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það hvernig staðið var að einkavæðingu bankanna á sinn þátt í hvernig fór, var dauðadæmt og gat ekki annað en hrunið hvort sem heimskreppa hefði skollið á eða ekki. Margir úr þjóðfélaginu vöruðu við þessu og bentu á að hrun væri óhjáhvæmilegt en gert var lítið ú þessum aðvörunum, athyglisvert að skoða ummæli ýmissa þáverandi ráðamanna um þá sem bentu á hvert stefndi. Þorgerður Katrín átti þó sennilega þau veruleukafirrtustu þegar hún vildi senda menn í endurhæfingu, en mörg önnur koma fast á hæla.

Georg P Sveinbjörnsson, 2.10.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband