Jóhanna hafnar greiðsluskyldu í fyrsta sinn

Fram að þessu hafa Jóhanna, feluforsætisráðherra, og Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, haldið því statt og stöðugt fram, að Íslendingum bæri að greiða Icesave"skuld" þjóðarinnar til bresku og hollensku þrælahöfðingjanna og ef Íslendingar vildu vera þjóð meðal þjóða, yrðu þeir "að standa við skuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi".  Þetta er akkúrat málflutningur þrælapískaranna og fyrir þeim málstað hafa þau skötuhjú barist hart, allt þar til nú.

Núna segir Jóhanna:  "Er sanngirni í því að íslenska þjóðin taki á sig 300 milljarða vegna Icesave, 400 milljarða, eða 700 milljarða? Svar mitt er að það er ekki sanngirni í því að íslenska þjóðin taki á sig eina einustu krónu af þessu." 

Jafn hrædd við þrælasvipuna og áður, bætir hún þessu við:  "En við viljum vera í samfélagi þjóðanna. Við stöndum frammi fyrir því að við viljum ekki einangrast. Við stöndum frammi fyrir því að þegar þetta mál kom upp í haust þá stóðum við alein, alein meðal þjóðanna. Ekki einu sinni Norðurlandaþjóðirnar vildu standa með okkur um að okkur bæri ekki að greiða þessar skuldir. Það er hinn kaldi veruleiki.  Regluverkið sem var stuðst við var gallað og við erum fórnarlömb þess hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Jóhönnu og Steingrími J. hefði verið nær að tala máli sinnar eigin þjóðar áður, en reyna ekki að réttlæta óþverralegasta þrælasamning, sem gerður hefur verið í Íslandssögunni.

 


mbl.is Ekki sanngirni að við borgum, en...
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Hún er ekki að hafna greiðsluskyldu- segir bara sem rétt er að það sé ekki sanngjarnt að saklaus Íslenskur almenningur taki þetta á sig. 

Hér er bara ekki spurt um sanngirni, heldur hvað þarf að gera.  Mér finnst reyndar að það ætti að senda reikninginn sérstaklega til kjósenda sjálfstæðisflokksins, það voru þeir sem komu mönnum að sem færðu glæpamönnum bankanna.  Við hin sem aldrei höfum kosið þetta hyski ættum auvitað ekki að borga krónu, - en þetta er reikningurinn sem við fáum frá kjósendum sjálfstæðisflokksins og verðum því miður að borga hann.

Óskar (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 11:13

2 identicon

Hvernig getum við komið vitinu fyrir þetta fólk? Sér það ekki að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ekki borga Icesave?

mamman (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Óskar, kjósendur Sjálfstæðisflokksins skulda ekki meira í Icesave, en þú sjálfur.  Svona ofstækisrugli hefur oft verið svarað hér, svo ekki er sérstök ástæða til að vera að endurtaka það núna, en bendi þér á að lesa þetta blogg hérna

Þar er fjallað örlítið um viðhorfin til þátt stjórnmálamanna í hruninu.

Axel Jóhann Axelsson, 1.10.2009 kl. 11:31

4 identicon

Ég er audvitad sammála thví ad almenningur á ekki ad borga thetta.  Enda saklaus.  En er ekki allt í steik hvort sem er.  Segjum ad thjódin sleppi vid ad borga IS...er ekki ástandid ömurlegt hvort sem er?

Grúsi (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 12:26

5 identicon

Ástandið er ömurlegt eins og er, líklegast sama hvað við gerum. Það þýðir samt ekki að það muni vara endalaust, en þessi samningur mun viðhalda ömurlegu ástandi allt til mín ófæddu börn verða svona 20 ára miðað við seinustu athugasemdir Breta og Hollendinga.

Gunnar (IP-tala skráð) 1.10.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband