Nú hriktir illilega í VG

Það hefur verið ljóst undanfarnar vikur að djúpar sprungur eru komnar í samstarfið innan Vinstri grænna og ekki síður milli flokkanna í ríkisstjórn.  Samfylkingin hangir saman á ESB líminu og hefur samþykkt möglunarlaust hvaðeina, sem þurft hefur til þess að komast að samningaborði ESB.  Nú eru hinsvegar farnar að berast fréttir af því, að jafnvel sumum þingmönnum Samfylkingarinnar sé hætt að lítast á Icesave blikuna og séu orðnir tvístígandi í málinu, án þess þó að þora að viðurkenna það opinberlega.

Bardaginn, manna á milli, hefur hins vegar verið miklu sýnilegri innan VG, en þar var hart tekist á um samþykktina um aðildarumsóknina að ESB og ef ekki hefðu komið til fimm stjórnarandstæðingar, hefði tillagan fallið á atkvæðum þeirra VG manna sem greiddu atkvæði samkvæmt samvisku sinni.  Ótrúlegasta atkvæði, sem greitt hefur verið á Alþingi, var greitt af Svanhildi Svavarsdóttur, sem lýsti því í löngu máli, að hún væri algerlega andvíg aðildarumsókninni að ESB og þess vegna myndi hún greiða atkvæði með henni.  Vitlausara geta mál ekki orðið.

Nú gliðnar sprungan milli VG manna enn, því nú þurfti að kúpla Lilju Mósesdóttur út úr Efnahags- og skattanefnd, til þess að hægt væri að ná að afgreiða "meirihlutaálit" stjórnarliða út úr nefndinni.  Lilja Mósesdóttir, sem er doktor í hagfræði, hefur lýst sig algerlega andvíga samningi Svavars stúdents og Steingríms J., jarðfræðings, sem álíta sig hafa miklu meira vit á málinu en hún.

Ekkert virðist framundan, annað en VG klofni.  Spurningin er bara hvort það verður í tvo eða þrjá smáflokka.


mbl.is Icesave keyrt út úr efnahags- og skattanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er rússneska aðferðin.....

oj bara ..... en, vorkenni mest þeim sem kusu þessa ógæfu yfir okkur. Þeim hlýtur að líða hræðilega illa.

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 14:31

2 identicon

Ég mun sakna VG eftir næstu kostningar.

Palli (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 14:47

3 identicon

Thad yrdi kostulegt Palli ef VG hyrfi....en ég geri rád fyrir ad allt geti gerst í "kostningum".

Daljo (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: Páll Blöndal

Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggablogginu
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/

Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 01:11

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Páll Blöndal, það er von að þér sárni, f.h. þjóðarbrots í útrýmingarhættu.  ESB sinnum fækkar svo hratt á Íslandi þessa dagana, að ekki er nema von að lítið fari fyrir þeim, hvort heldur er á blogginu, eða annarsstaðar.

Þjóðin mun ekki láta kúga sig í Icesave og ESB málum.  Þetta þurfið þið, sem gangið erinda erlends valds, að fara að átta ykkur á.  Það þýðir ekki að gráta, þó málstaður ykkar eigi sífellt færri formælendur.

Axel Jóhann Axelsson, 23.7.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband